Markaði nýtt upphaf þegar RÚV klippti á útsendinguna frá vítaspyrnukeppninni 2006 Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2020 11:30 Margrét Lára faðmar systur sína, Elísu, eftir að Valur varð Íslandsmeistari í haust. vísir/daníel Markadrottningin og fyrrum landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir segir að það hafi markað ákveðið upphaf í vitneskju um áhuga á kvennaknattspyrnu er útsendingin frá bikarúrslitunum 2006 var rofin. Valur og Breiðablik mættust í mögnuðum leik á Laugardalsvelli. Eftir 3-3 jafntefli, þar sem Margrét Lára skoraði öll mörk Vals, var farið í vítaspyrnukeppni en klippt var á útsendinguna og ekki sýnt frá vítaspyrnukeppninni. Margrét Lára var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi þar sem hún gerði upp ferilinn en hún sagði að þetta hafi verið einn sinn besti leikur á ferlinum. Amma sendi RÚV vel valin skilaboð „Það var margt sem mótiveraði mig á þessum degi. Við vorum að koma undan erfiðu tímabili með Val árið 2005 sem var mitt fyrsta tímabil. Ég kem í lið sem var Íslandsmeistari og við unnum ekki neitt árið 2005. Það var smá bömmer fyrir mig og erfitt tímabil fyrir mig og liðið. Maður var í hefndarhug árið eftir og við ætluðum okkur allt þetta tímabil,“ sagði Margrét Lára. „Þessi leikur var ótrúlegur og endaði á mjög sérstakan hátt. Ég veit ekki hvort fólk man eftir því en þegar vítaspyrnukeppnin byrjaði þá var „cuttað“ á útsendinguna. Það markaði upphafið að því að margir hafi áttað sig á því að fólk hafi nennt að horfa á kvennafótbolta. Fram að því var verið að sýna einn og einn leik. Bikarúrslitaleikurinn var sýndur og einn og einn landsleikur en ég veit að það var allt vitlaust á RÚV.“ „Ég held að amma mín heitin hafi verið þar fremst í flokki og hún sendi einhver vel valin skilaboð niður á RÚV og fleiri. Þetta var náttúrlega hálf skammarlegt að „cutta“ á útsendingu í svona spennandi leik og komið í vítaspyrnukeppni. Eftir það fannst mér meira tekið eftir kvennaknattspyrnu og þetta var ótrúlega góð auglýsing fyrir kvennaknattspyrnu,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Sportið í kvöld - Margrét Lára um bikarúrslitin 2006 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Markadrottningin og fyrrum landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir segir að það hafi markað ákveðið upphaf í vitneskju um áhuga á kvennaknattspyrnu er útsendingin frá bikarúrslitunum 2006 var rofin. Valur og Breiðablik mættust í mögnuðum leik á Laugardalsvelli. Eftir 3-3 jafntefli, þar sem Margrét Lára skoraði öll mörk Vals, var farið í vítaspyrnukeppni en klippt var á útsendinguna og ekki sýnt frá vítaspyrnukeppninni. Margrét Lára var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi þar sem hún gerði upp ferilinn en hún sagði að þetta hafi verið einn sinn besti leikur á ferlinum. Amma sendi RÚV vel valin skilaboð „Það var margt sem mótiveraði mig á þessum degi. Við vorum að koma undan erfiðu tímabili með Val árið 2005 sem var mitt fyrsta tímabil. Ég kem í lið sem var Íslandsmeistari og við unnum ekki neitt árið 2005. Það var smá bömmer fyrir mig og erfitt tímabil fyrir mig og liðið. Maður var í hefndarhug árið eftir og við ætluðum okkur allt þetta tímabil,“ sagði Margrét Lára. „Þessi leikur var ótrúlegur og endaði á mjög sérstakan hátt. Ég veit ekki hvort fólk man eftir því en þegar vítaspyrnukeppnin byrjaði þá var „cuttað“ á útsendinguna. Það markaði upphafið að því að margir hafi áttað sig á því að fólk hafi nennt að horfa á kvennafótbolta. Fram að því var verið að sýna einn og einn leik. Bikarúrslitaleikurinn var sýndur og einn og einn landsleikur en ég veit að það var allt vitlaust á RÚV.“ „Ég held að amma mín heitin hafi verið þar fremst í flokki og hún sendi einhver vel valin skilaboð niður á RÚV og fleiri. Þetta var náttúrlega hálf skammarlegt að „cutta“ á útsendingu í svona spennandi leik og komið í vítaspyrnukeppni. Eftir það fannst mér meira tekið eftir kvennaknattspyrnu og þetta var ótrúlega góð auglýsing fyrir kvennaknattspyrnu,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Sportið í kvöld - Margrét Lára um bikarúrslitin 2006 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira