Fjölmiðlasirkus þegar Ronaldinho fór úr fangelsinu inn á lúxus hótel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 14:00 Ronaldinho mætir á lúxushótelið í Asuncion umkringdur fjölmiðlafólki. AP/Jorge Saenz Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho er sloppinn úr fangelsi eftir að hafa aðeins verið inn í 32 daga af sex mánaða dóm. Hann má samt ekki yfirgefa Paragvæ. Ronaldinho er laus úr fangelsinu í Paragvæ en hann er um leið kominn í annars konar fangelsi. Fjórum klukkutímum eftir að dómari í Paragvæ leyfði Ronaldinho og bróður hans að fá leyfi til að fara í stofufangelsi, í stað þess að vera í alvöru fangelsi, þá mættu þeir bræður og innrituðu sig inn á lúxushótel í Asuncion, höfuðborg Paragvæ. Ronaldinho og bróðir hans Roberto de Assis höfðu borgað samtals 1,3 milljónir punda í tryggingu sem gera 230 milljónir íslenskra króna. Það var mikill fjölmiðlasirkus fyrir framan hótelið þegar Ronaldinho mætti eins og sjá má í þessari frétt hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldinho laus úr fangelsi Í fréttinni má sjá dómarann tala við Ronaldinho og bróður hans í gegnum síma og fullvissa sig um að þeir skildu hvað væri í gangi. Að því loknu voru bræðurnir fljótir að drífa sig út úr fangelsinu. Ronaldinho og bróðir hans fengu sex mánaða dóm fyrir að reyna að komast inn í landsliðið á fölsku vegabréfi en brasilísk stjórnvöld höfðu tekið vegabréfið af Ronaldinho fyrir að brjóta umhverfislög heima fyrir. Ronaldinho gæti fengið fimm ára dóm í heimalandinu fyrir að nota falsað vegabréf en Ronaldinho sagði hafa fengið það af gjöf frá brasilíska viðskiptamanninum Wilmondes Sousa Liria sem endaði líka í fangelsi. Ronaldinho fór til Paragvæ til að kynna nýja sjálfsævisögu sína en í hana vantar náttúrulega þetta ævintýri hans. Ronaldinho vakti heimsathygli þegar hann fór á kostum í fótboltaleik innan veggja fangelsisins en í því voru 150 aðrir hættulegir glæpamenn sem höfðu gerst sekir um skelfilega glæpi. Ronaldinho var kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA árin 2004 og 2005 en hann spilaði með Barcelona frá 2003 til 2008. Lítið varð úr ferli Ronaldinho eftir það enda þekktari fyrir ljúfa lífið utan vallar en það sem hann skilaði til sinna liða inn á vellinum. Það efast samt enginn knattspyrnuáhugamaður um það að Ronaldinho var algjör listamaður inn á fótboltavellinum þegar hann var á hápunkti ferils síns. Fótbolti Paragvæ Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho er sloppinn úr fangelsi eftir að hafa aðeins verið inn í 32 daga af sex mánaða dóm. Hann má samt ekki yfirgefa Paragvæ. Ronaldinho er laus úr fangelsinu í Paragvæ en hann er um leið kominn í annars konar fangelsi. Fjórum klukkutímum eftir að dómari í Paragvæ leyfði Ronaldinho og bróður hans að fá leyfi til að fara í stofufangelsi, í stað þess að vera í alvöru fangelsi, þá mættu þeir bræður og innrituðu sig inn á lúxushótel í Asuncion, höfuðborg Paragvæ. Ronaldinho og bróðir hans Roberto de Assis höfðu borgað samtals 1,3 milljónir punda í tryggingu sem gera 230 milljónir íslenskra króna. Það var mikill fjölmiðlasirkus fyrir framan hótelið þegar Ronaldinho mætti eins og sjá má í þessari frétt hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldinho laus úr fangelsi Í fréttinni má sjá dómarann tala við Ronaldinho og bróður hans í gegnum síma og fullvissa sig um að þeir skildu hvað væri í gangi. Að því loknu voru bræðurnir fljótir að drífa sig út úr fangelsinu. Ronaldinho og bróðir hans fengu sex mánaða dóm fyrir að reyna að komast inn í landsliðið á fölsku vegabréfi en brasilísk stjórnvöld höfðu tekið vegabréfið af Ronaldinho fyrir að brjóta umhverfislög heima fyrir. Ronaldinho gæti fengið fimm ára dóm í heimalandinu fyrir að nota falsað vegabréf en Ronaldinho sagði hafa fengið það af gjöf frá brasilíska viðskiptamanninum Wilmondes Sousa Liria sem endaði líka í fangelsi. Ronaldinho fór til Paragvæ til að kynna nýja sjálfsævisögu sína en í hana vantar náttúrulega þetta ævintýri hans. Ronaldinho vakti heimsathygli þegar hann fór á kostum í fótboltaleik innan veggja fangelsisins en í því voru 150 aðrir hættulegir glæpamenn sem höfðu gerst sekir um skelfilega glæpi. Ronaldinho var kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA árin 2004 og 2005 en hann spilaði með Barcelona frá 2003 til 2008. Lítið varð úr ferli Ronaldinho eftir það enda þekktari fyrir ljúfa lífið utan vallar en það sem hann skilaði til sinna liða inn á vellinum. Það efast samt enginn knattspyrnuáhugamaður um það að Ronaldinho var algjör listamaður inn á fótboltavellinum þegar hann var á hápunkti ferils síns.
Fótbolti Paragvæ Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira