Sjálfsögðu miðlarnir Olga Björt Þórðardóttir skrifar 8. apríl 2020 12:00 Sem barni fannst mér spennandi þegar svarthvítu bæjarblöð þess tíma komu inn um bréfalúguna. Það var skemmtilegt að fletta þeim og skoða hvort ég þekkti einhver andlit. Oftast var um að ræða krakka sem höfðu efnt til hlutaveltu og mynd tekin af þeim á skrifstofu bæjarblaðsins eða krakkar sem höfðu náð góðum árangri í íþróttum með bikara og verðlaunapeninga. Einstaka sinnum kannaðist ég við andlit í spurningu vikunnar og hrópaði þá upp yfir mig af ánægju og sýndi foreldrum. Um og yfir tvítugt fór ég að taka meira eftir auglýsingum, m.a. frá tískuvöruverslunum, hárgreiðslustofum og slíku. Þá voru margar auglýsingar í blöðunum. Og ég las greinar eftir fólk sem ég kannaðist við eða hafði mætur á. Áfram skiptu þó myndir af fólki mestu máli og hvort ég náði að greina einhvern sem ég þekkti. Í kringum kosningar reyndi ég að kynna mér einhver mál af dýpt sem fjallað var um í bæjarblaðinu en þó hafði ýmislegt annað áhrif á ákvarðanir í kjörklefum, eins og hvort fólk var góðlegt í framan, hafði traust yfirbragð - eða hvort ég þekkti andlitin. Eftir að hafa starfað í banka og gjaldheimtu fór ég meira að taka eftir nauðungaruppboðum og risastórum auglýsingum bankanna, síðu eftir síðu, um mikilvægi þess að stofna gjaldeyrisreikninga og trompbækur með háum innlánsvöxtum. Og ég fór jafnframt að lesa viðtöl við áhugavert fólk og fjölbreyttar fréttir. Áhugi á málefnum breytist með þroska, aldri og reynslu en bæjarblöð eru samt einhvern veginn fastur hluti af tilverunni. Þrátt fyrir að þau hafi líka breyst út frá tíðaranda hverju sinni, sinna þau alltaf mikilvægu hlutverki og höfða til margra kynslóða. Þau þykja einhvern veginn orðin sjálfsögð. Þegar ég kynntist bæjarblaðamennsku fyrst sem starfsvettvangi fyrir sjö árum tók ég sérstaklega eftir einlægum vilja ritstjórna til að vekja athygli á og fjalla um menningu, listir, íþróttir og ýmsa viðburði af metnaði og áhuga. Og leyfa ólíkum röddum að hljóma í aðsendum greinum. Hjá bæjarblöðum hefur einhvern veginn ávallt verið vís skilningur í garð fólks sem hefur haft úr litlu fjármagni að moða til að koma fallegum hugsjónum í framkvæmd sem hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á bæjarbrag, menningu og samstöðu í nærsamfélögum. Eftir að ég varð ritstjóri bæjarblaðs fyrir þremur árum, og síðar útgefandi, hef ég fundið sterkt hversu mikið nærsamfélagið reiðir sig á þessa tegund fjölmiðlunar til að koma málefnum á framfæri, benda á fólk sem er að gera góða hluti eða hefur áhugaverða sögu að segja. Ég hef oft fengið skilaboð á samfélagsmiðlum um eitthvað sem er að gerast akkúrat þá stundina og hvort ég vilji ekki skjótast með myndavélina og gera því skil. Og svo eru það öll félagasamtökin sem sífellt safna fjármunum til að láta gott af sér leiða og ég er alltaf stolt af að vekja athygli á. Efnistökin eru endalaus. Eins og víða hefur komið fram hafa einkareknir fjölmiðlar líklega aldrei átt jafn mikið undir högg að sækja og um þessar mundir. Krafan um framleiðslu á efni frá þeim hefur þó á sama tíma líklega aldrei verið meiri - og samkeppnin er hörð á óvenju rýrum auglýsingamarkaði vegna covid-19. Prentunar- og dreifingarkostnaður er mikill og æ fleiri auglýsendur velja aðrar leiðir en bæjarblöðin og þá oftast samfélagsmiðla sem enn eru ekki skattlagðir á Íslandi. Eigendur margra bæjarblaða hafa undanfarin ár haldið úti rekstri nánast einungis því þeir eygðu von um stuðning frá ríkinu fyrir tilstuðlan fjölmiðlafrumvarpsins. Þeir bundu vonir við það en munu að öllum líkindum týna tölunni hver af öðrum á næstu mánuðum ef ekki verður gripið inn í. Bæjarmiðlar eru ekki einhver munaðarvara sem má missa sín í fjölmiðlaflórunni. Þvert á móti gegna þeir mikilvægu hlutverki í nærsamfélögum sem þeir sinna, hver á sinn hátt, einmitt á tímum eins og núna þegar samtakamátturinn er mikilvægari en allt. Þeir fanga sálina í hverju bæjarfélagi og við þurfum saman að standa vörð um hlutverk þeirra. Við höfum reitt okkur á þjónustu þeirra áratugum saman. Núna reiða þeir sig á okkar stuðning. Höfundur er útgefandi og ritstjóri Hafnfirðings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Sem barni fannst mér spennandi þegar svarthvítu bæjarblöð þess tíma komu inn um bréfalúguna. Það var skemmtilegt að fletta þeim og skoða hvort ég þekkti einhver andlit. Oftast var um að ræða krakka sem höfðu efnt til hlutaveltu og mynd tekin af þeim á skrifstofu bæjarblaðsins eða krakkar sem höfðu náð góðum árangri í íþróttum með bikara og verðlaunapeninga. Einstaka sinnum kannaðist ég við andlit í spurningu vikunnar og hrópaði þá upp yfir mig af ánægju og sýndi foreldrum. Um og yfir tvítugt fór ég að taka meira eftir auglýsingum, m.a. frá tískuvöruverslunum, hárgreiðslustofum og slíku. Þá voru margar auglýsingar í blöðunum. Og ég las greinar eftir fólk sem ég kannaðist við eða hafði mætur á. Áfram skiptu þó myndir af fólki mestu máli og hvort ég náði að greina einhvern sem ég þekkti. Í kringum kosningar reyndi ég að kynna mér einhver mál af dýpt sem fjallað var um í bæjarblaðinu en þó hafði ýmislegt annað áhrif á ákvarðanir í kjörklefum, eins og hvort fólk var góðlegt í framan, hafði traust yfirbragð - eða hvort ég þekkti andlitin. Eftir að hafa starfað í banka og gjaldheimtu fór ég meira að taka eftir nauðungaruppboðum og risastórum auglýsingum bankanna, síðu eftir síðu, um mikilvægi þess að stofna gjaldeyrisreikninga og trompbækur með háum innlánsvöxtum. Og ég fór jafnframt að lesa viðtöl við áhugavert fólk og fjölbreyttar fréttir. Áhugi á málefnum breytist með þroska, aldri og reynslu en bæjarblöð eru samt einhvern veginn fastur hluti af tilverunni. Þrátt fyrir að þau hafi líka breyst út frá tíðaranda hverju sinni, sinna þau alltaf mikilvægu hlutverki og höfða til margra kynslóða. Þau þykja einhvern veginn orðin sjálfsögð. Þegar ég kynntist bæjarblaðamennsku fyrst sem starfsvettvangi fyrir sjö árum tók ég sérstaklega eftir einlægum vilja ritstjórna til að vekja athygli á og fjalla um menningu, listir, íþróttir og ýmsa viðburði af metnaði og áhuga. Og leyfa ólíkum röddum að hljóma í aðsendum greinum. Hjá bæjarblöðum hefur einhvern veginn ávallt verið vís skilningur í garð fólks sem hefur haft úr litlu fjármagni að moða til að koma fallegum hugsjónum í framkvæmd sem hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á bæjarbrag, menningu og samstöðu í nærsamfélögum. Eftir að ég varð ritstjóri bæjarblaðs fyrir þremur árum, og síðar útgefandi, hef ég fundið sterkt hversu mikið nærsamfélagið reiðir sig á þessa tegund fjölmiðlunar til að koma málefnum á framfæri, benda á fólk sem er að gera góða hluti eða hefur áhugaverða sögu að segja. Ég hef oft fengið skilaboð á samfélagsmiðlum um eitthvað sem er að gerast akkúrat þá stundina og hvort ég vilji ekki skjótast með myndavélina og gera því skil. Og svo eru það öll félagasamtökin sem sífellt safna fjármunum til að láta gott af sér leiða og ég er alltaf stolt af að vekja athygli á. Efnistökin eru endalaus. Eins og víða hefur komið fram hafa einkareknir fjölmiðlar líklega aldrei átt jafn mikið undir högg að sækja og um þessar mundir. Krafan um framleiðslu á efni frá þeim hefur þó á sama tíma líklega aldrei verið meiri - og samkeppnin er hörð á óvenju rýrum auglýsingamarkaði vegna covid-19. Prentunar- og dreifingarkostnaður er mikill og æ fleiri auglýsendur velja aðrar leiðir en bæjarblöðin og þá oftast samfélagsmiðla sem enn eru ekki skattlagðir á Íslandi. Eigendur margra bæjarblaða hafa undanfarin ár haldið úti rekstri nánast einungis því þeir eygðu von um stuðning frá ríkinu fyrir tilstuðlan fjölmiðlafrumvarpsins. Þeir bundu vonir við það en munu að öllum líkindum týna tölunni hver af öðrum á næstu mánuðum ef ekki verður gripið inn í. Bæjarmiðlar eru ekki einhver munaðarvara sem má missa sín í fjölmiðlaflórunni. Þvert á móti gegna þeir mikilvægu hlutverki í nærsamfélögum sem þeir sinna, hver á sinn hátt, einmitt á tímum eins og núna þegar samtakamátturinn er mikilvægari en allt. Þeir fanga sálina í hverju bæjarfélagi og við þurfum saman að standa vörð um hlutverk þeirra. Við höfum reitt okkur á þjónustu þeirra áratugum saman. Núna reiða þeir sig á okkar stuðning. Höfundur er útgefandi og ritstjóri Hafnfirðings.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar