Fylkismenn kölluðu Tryggva á fund og báðu hann um að róa sig á æfingum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 13:00 Tryggvi í leik með Fylki gegn Fram. vísir/anton Tryggvi Guðmundsson segir að ástæða viðskilnaðar hans við Fylki árið 2014 hafi meðal annars verið fundur sem hann og Sverrir Garðarsson hafi verið kallaður á vegna framgöngu þeirra á æfingum. Fylkir var síðasta félagið sem Tryggvi lék með í efstu deild en hann spilaði þar níu leiki árið 2013 og skoraði í þeim tvö mörk. Tryggvi gerði upp magnaðan feril sinn í Sportinu í kvöld hjá Ríkharði Óskari Guðnasyni sem var sýnt í gærkvöldi. „Þeir voru ekki ánægðir með hvernig ég var að hegða mér og ég var ekki ánægður með hvernig þeir tækluðu ákveðna hluti. Þeir voru ekki ánægðir með hvernig lífsstíll minn var á þessum tíma, þó svo að hann hafi ekki haft þannig séð áhrif að mínu mati. Það er þó auðvitað annara að dæma,“ sagði Tryggvi. „Það sem gerði mig svolítið pirraðan var að það var ákveðið að fá mann með reynslu og keppnismann og hataði að tapa. Þa eru til milljón manns sem elska að vinna en færri sem hata að tapa. Ég er einn af þeim og Sverrir Garðarsson var líka fenginn frá FH. Líka maður sem var með fjölda titla og var sigurvegari bæði á leikjum og æfingum.“ Hann segir að einn góðan veðurdag hafi fyrrum samherjarnir úr FH og þá samherjar í Árbænum verið kallaðir inn á fund þar sem þeirra beið mikilvæg skilaboð. „Svo kemur það upp að við erum teknir á fund og beðnir um að róa okkur á æfingum. Það séu of mikil læti í okkur á æfingum og menn séu að koma kvartandi undan okkur. Maður lætur vel í sér heyra á æfingum og þetta er oft í leiðinlegum tón og ég hef heyrt það hvert sem ég fer en það er alltaf góð meining á bakvið það.“ „Maður er að reyna leiðbeina en kemur því kannski ekki rétt frá sér í hita leiks en ég átti það til að ef mér fannst ég fara yfir strikið á æfingum að ég tók menn út í horn eftir æfingu og útskýrði fyrir þeim málið. Ég gerði það vel eins vel og ég gat. Það voru læti í mér á æfingum,“ sagði þessi mikli markaskorari. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um Fylkistímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson segir að ástæða viðskilnaðar hans við Fylki árið 2014 hafi meðal annars verið fundur sem hann og Sverrir Garðarsson hafi verið kallaður á vegna framgöngu þeirra á æfingum. Fylkir var síðasta félagið sem Tryggvi lék með í efstu deild en hann spilaði þar níu leiki árið 2013 og skoraði í þeim tvö mörk. Tryggvi gerði upp magnaðan feril sinn í Sportinu í kvöld hjá Ríkharði Óskari Guðnasyni sem var sýnt í gærkvöldi. „Þeir voru ekki ánægðir með hvernig ég var að hegða mér og ég var ekki ánægður með hvernig þeir tækluðu ákveðna hluti. Þeir voru ekki ánægðir með hvernig lífsstíll minn var á þessum tíma, þó svo að hann hafi ekki haft þannig séð áhrif að mínu mati. Það er þó auðvitað annara að dæma,“ sagði Tryggvi. „Það sem gerði mig svolítið pirraðan var að það var ákveðið að fá mann með reynslu og keppnismann og hataði að tapa. Þa eru til milljón manns sem elska að vinna en færri sem hata að tapa. Ég er einn af þeim og Sverrir Garðarsson var líka fenginn frá FH. Líka maður sem var með fjölda titla og var sigurvegari bæði á leikjum og æfingum.“ Hann segir að einn góðan veðurdag hafi fyrrum samherjarnir úr FH og þá samherjar í Árbænum verið kallaðir inn á fund þar sem þeirra beið mikilvæg skilaboð. „Svo kemur það upp að við erum teknir á fund og beðnir um að róa okkur á æfingum. Það séu of mikil læti í okkur á æfingum og menn séu að koma kvartandi undan okkur. Maður lætur vel í sér heyra á æfingum og þetta er oft í leiðinlegum tón og ég hef heyrt það hvert sem ég fer en það er alltaf góð meining á bakvið það.“ „Maður er að reyna leiðbeina en kemur því kannski ekki rétt frá sér í hita leiks en ég átti það til að ef mér fannst ég fara yfir strikið á æfingum að ég tók menn út í horn eftir æfingu og útskýrði fyrir þeim málið. Ég gerði það vel eins vel og ég gat. Það voru læti í mér á æfingum,“ sagði þessi mikli markaskorari. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um Fylkistímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira