Rétta leiðin frá kreppu til lífsgæða Drífa Snædal skrifar 15. maí 2020 14:30 Rétta leiðin úr þessari kreppu er að styrkja framfærslu almennings, tryggja húsnæðisöryggi og lífsgæði til framtíðar. Þetta er ekki tímapunkturinn til að skera niður, skerða lífskjör, selja ríkiseignir eða draga úr styrk innviða. Þessi skilaboð er að finna í áherslum Alþýðusambandsins sem kynntar voru í gær undir heitinu: Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll. Það römmum við inn stefnuna til skemmri og lengri tíma enda erum við í þeirri stöðu núna að ákveða hvernig samfélag við viljum reisa eftir það áfall sem veiran hefur valdið efnahagnum og atvinnulífinu. Ísland nýtur þess nú að vera fyrirmynd annarra þjóða í heilsuvörnum. Við skulum líka vera fyrirmynd annarra þjóða í endurreisninni þar sem ákvarðanir eru teknar fyrir fjöldann en ekki hina fáu. Það kostar baráttu við sérhagsmunaöfl og þar þurfa almannaheillasamtök að leggjast á eitt. Niðurstaða þessarar kreppu má ekki verða brunaútsala á ríkiseignum eða að almenningi sé gert að herða sultarólina – þá verður kreppan dýpri og erfiðari en hún þarf að vera. Við skulum byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf en verið hefur til að verja okkur betur fyrir áföllum framtíðar. Sú vegferð að treysta atvinnuuppbyggingu með aukinn matvælaframleiðslu, nýsköpun, tækni og grænum störfum er orðin aðkallandi og við þurfum menntun sem styður við þá uppbyggingu. Við verðum að koma í veg fyrir að kreppan auki kulnun og örorku með því að flýta styttingu vinnuvikunnar og byrja á þeim stéttum sem sinna líkamlega og andlega erfiðum störfum á lægstu laununum. Treystum réttindi á vinnumarkaði og aukum lífsgæði og öryggi fyrir fjöldann en ekki fáa. Verum saman á réttu leiðinni. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Rétta leiðin úr þessari kreppu er að styrkja framfærslu almennings, tryggja húsnæðisöryggi og lífsgæði til framtíðar. Þetta er ekki tímapunkturinn til að skera niður, skerða lífskjör, selja ríkiseignir eða draga úr styrk innviða. Þessi skilaboð er að finna í áherslum Alþýðusambandsins sem kynntar voru í gær undir heitinu: Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll. Það römmum við inn stefnuna til skemmri og lengri tíma enda erum við í þeirri stöðu núna að ákveða hvernig samfélag við viljum reisa eftir það áfall sem veiran hefur valdið efnahagnum og atvinnulífinu. Ísland nýtur þess nú að vera fyrirmynd annarra þjóða í heilsuvörnum. Við skulum líka vera fyrirmynd annarra þjóða í endurreisninni þar sem ákvarðanir eru teknar fyrir fjöldann en ekki hina fáu. Það kostar baráttu við sérhagsmunaöfl og þar þurfa almannaheillasamtök að leggjast á eitt. Niðurstaða þessarar kreppu má ekki verða brunaútsala á ríkiseignum eða að almenningi sé gert að herða sultarólina – þá verður kreppan dýpri og erfiðari en hún þarf að vera. Við skulum byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf en verið hefur til að verja okkur betur fyrir áföllum framtíðar. Sú vegferð að treysta atvinnuuppbyggingu með aukinn matvælaframleiðslu, nýsköpun, tækni og grænum störfum er orðin aðkallandi og við þurfum menntun sem styður við þá uppbyggingu. Við verðum að koma í veg fyrir að kreppan auki kulnun og örorku með því að flýta styttingu vinnuvikunnar og byrja á þeim stéttum sem sinna líkamlega og andlega erfiðum störfum á lægstu laununum. Treystum réttindi á vinnumarkaði og aukum lífsgæði og öryggi fyrir fjöldann en ekki fáa. Verum saman á réttu leiðinni. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar