„Hann þurfti að stilla einhverjum upp við vegg og hann tók mig“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2020 11:30 Hörður í leik með Bristol en hann spilaði meðal ananrs með liðinu gegn Manchester United. vísir/getty Hörður Björgvin Magnússon segir að aðal ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að yfirgefa enska B-deildarliðið Bristol City sé það að hann hafi ekki verið í náðinni hjá þjálfara liðsins og því hafi hann ekki verið lengi að stökkva á tilboð CSKA Moskvu þegar það kom. Hörður gekk í raðir rússneska stórliðsins sumarið 2018 og hefur leikið þar við góðan orðstír en hann hefur meðal annars leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Hann kom þaðan eftir að hafa leikið með Bristol á árunum 2016 til 2018. Hörður og samherji hans í íslenska landsliðinu og í CSKA Moskvu, Arnór Sigurðarson, voru gestir í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í gærkvöldi. Þar var Hörður spurður um félagaskiptin til Moskvu. „Þetta kom mjög hratt upp hjá CSKA. Þeir voru búnir að ákveða að hætta allir þessir miðverðir og þá kom upp að þeir höfðu áhuga. Ég sagði bara að við myndum kýla á þetta strax þar sem ég var ekki alveg í myndinni hjá þjálfaranum hjá Bristol,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segir að þjálfari Bristol á þeim tíma, Lee Johnson, hafi verið duglegur að kenna íslenska landsliðsmanninum um alls konar hluti, meira segja mörk sem hann átti engan þátt í. „Hann var búinn að taka mig rosalega mikið fyrir og setja mig upp við vegg og kenna mér um mörg mörk sem komu ekki einu sinni nálægt mér. Hann þurfti að stilla einhverjum upp við vegg og hann tók mig. Ég var með breitt bak og hélt áfram en þetta gaf mér meira tækifæri til að koma mér í burtu sem fyrst. Ég vildi ekki missa þetta tækifæri.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hörður um Bristol tímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Enski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon segir að aðal ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að yfirgefa enska B-deildarliðið Bristol City sé það að hann hafi ekki verið í náðinni hjá þjálfara liðsins og því hafi hann ekki verið lengi að stökkva á tilboð CSKA Moskvu þegar það kom. Hörður gekk í raðir rússneska stórliðsins sumarið 2018 og hefur leikið þar við góðan orðstír en hann hefur meðal annars leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Hann kom þaðan eftir að hafa leikið með Bristol á árunum 2016 til 2018. Hörður og samherji hans í íslenska landsliðinu og í CSKA Moskvu, Arnór Sigurðarson, voru gestir í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í gærkvöldi. Þar var Hörður spurður um félagaskiptin til Moskvu. „Þetta kom mjög hratt upp hjá CSKA. Þeir voru búnir að ákveða að hætta allir þessir miðverðir og þá kom upp að þeir höfðu áhuga. Ég sagði bara að við myndum kýla á þetta strax þar sem ég var ekki alveg í myndinni hjá þjálfaranum hjá Bristol,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segir að þjálfari Bristol á þeim tíma, Lee Johnson, hafi verið duglegur að kenna íslenska landsliðsmanninum um alls konar hluti, meira segja mörk sem hann átti engan þátt í. „Hann var búinn að taka mig rosalega mikið fyrir og setja mig upp við vegg og kenna mér um mörg mörk sem komu ekki einu sinni nálægt mér. Hann þurfti að stilla einhverjum upp við vegg og hann tók mig. Ég var með breitt bak og hélt áfram en þetta gaf mér meira tækifæri til að koma mér í burtu sem fyrst. Ég vildi ekki missa þetta tækifæri.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hörður um Bristol tímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Enski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira