Annar heilbrigðisráðherra í stjórn Bolsonaro hrökklast úr embætti Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 20:27 Nelson Teich greindi frá afsögn sinni sem heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag en gaf ekki upp ástæðu. Brasilískir fjölmiðlar segja að ágreiningur við Bolosnaro um notkun á malaríulyfi hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Brasilíu sagði af sér í dag eftir innan við mánuð í embætti. Hann hefur verið ósammála Jair Bolsonaro forseta um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Forveri hans í embættinu var rekinn vegna ágreinings við forsetann. Nelson Teich hafði gagnrýnt tilskipun Bolsonaro forseta um að leyfa líkamsræktarstöðvum og snyrtistofum að hefja starfsemi á ný. Hann gaf þó enga ástæðu þegar hann greindi frá afsögn sinni á blaðamannafundi í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði hann Bolsonaro fyrir tækifærið til að gegna embættinu og heilbrigðisstarfsfólki fyrir störf sín. Þrátt fyrir að Brasilíu sé orðin að einum af miðpunktum heimsfaraldursins með meira en 200.000 staðfest smit og tæplega 14.000 dauðsföll hefur Bolsonaro gert lítið úr honum. Forsetinn er andsnúinn takmörkunum eins og útgöngu- og samgöngubönnum og hefur ítrekað lýst faraldrinum sem „dálítilli flensu“. Útbreiðsla kórónuveirunni sé „óumflýjanleg“. Teich hafði einnig verið ósáttur við þá áherslu sem Bolsonaro lagði á að nota malaríulyfið choloroquine sem meðferð við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki ljóst að lyfið gagnist. Þá hafði hann og forsetann greint á um áætlanir um að slaka á takmörkunum. Í síðustu viku sagði Teich að hann hefði ekki verið hafður með í ráðum áður en Bolsonaro gaf líkamsræktarstöðvum, hárgreiðslu- og snyrtistofum grænt ljós að hefja starfsemi aftur. Bolsonaro rak Luiz Henrique Mandetta, forvera Teich í embættinu, fyrir innan við mánuði og gagnrýndi fyrir að hvetja landsmenn til þess að stunda félagsforðun og halda sig heima við til að draga úr útbreiðslu faraldursins. Forsetinn hefur staðið fyrir mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum með stuðningsmönnum sínum. Hann hefur sætt gagnrýni lýðheilsusérfræðinga fyrir að taka faraldurinn ekki alvarlega. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. 13. maí 2020 13:27 Mesti fjöldi látinna á einum degi til þessa í Brasilíu Brasilía er nú í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem flestir hafa látið lífið af völdum veirunnar en óttast er að tala látinna sé þó mun hærri 13. maí 2020 07:38 Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Brasilíu sagði af sér í dag eftir innan við mánuð í embætti. Hann hefur verið ósammála Jair Bolsonaro forseta um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Forveri hans í embættinu var rekinn vegna ágreinings við forsetann. Nelson Teich hafði gagnrýnt tilskipun Bolsonaro forseta um að leyfa líkamsræktarstöðvum og snyrtistofum að hefja starfsemi á ný. Hann gaf þó enga ástæðu þegar hann greindi frá afsögn sinni á blaðamannafundi í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði hann Bolsonaro fyrir tækifærið til að gegna embættinu og heilbrigðisstarfsfólki fyrir störf sín. Þrátt fyrir að Brasilíu sé orðin að einum af miðpunktum heimsfaraldursins með meira en 200.000 staðfest smit og tæplega 14.000 dauðsföll hefur Bolsonaro gert lítið úr honum. Forsetinn er andsnúinn takmörkunum eins og útgöngu- og samgöngubönnum og hefur ítrekað lýst faraldrinum sem „dálítilli flensu“. Útbreiðsla kórónuveirunni sé „óumflýjanleg“. Teich hafði einnig verið ósáttur við þá áherslu sem Bolsonaro lagði á að nota malaríulyfið choloroquine sem meðferð við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki ljóst að lyfið gagnist. Þá hafði hann og forsetann greint á um áætlanir um að slaka á takmörkunum. Í síðustu viku sagði Teich að hann hefði ekki verið hafður með í ráðum áður en Bolsonaro gaf líkamsræktarstöðvum, hárgreiðslu- og snyrtistofum grænt ljós að hefja starfsemi aftur. Bolsonaro rak Luiz Henrique Mandetta, forvera Teich í embættinu, fyrir innan við mánuði og gagnrýndi fyrir að hvetja landsmenn til þess að stunda félagsforðun og halda sig heima við til að draga úr útbreiðslu faraldursins. Forsetinn hefur staðið fyrir mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum með stuðningsmönnum sínum. Hann hefur sætt gagnrýni lýðheilsusérfræðinga fyrir að taka faraldurinn ekki alvarlega.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. 13. maí 2020 13:27 Mesti fjöldi látinna á einum degi til þessa í Brasilíu Brasilía er nú í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem flestir hafa látið lífið af völdum veirunnar en óttast er að tala látinna sé þó mun hærri 13. maí 2020 07:38 Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Sjá meira
Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. 13. maí 2020 13:27
Mesti fjöldi látinna á einum degi til þessa í Brasilíu Brasilía er nú í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem flestir hafa látið lífið af völdum veirunnar en óttast er að tala látinna sé þó mun hærri 13. maí 2020 07:38
Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39
Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04