Rúnar fékk skýrsluna um Motherwell á kaffifilter Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 22:00 Rúnar Páll Sigmundsson rifjaði upp ótrúlegt tímabil Stjörnumanna árið 2014 með Gumma Ben í gær. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp Íslandsmeistaraárið 2014 með Gumma Ben í Sportinu í kvöld. Stjörnumenn náðu einnig afar langt í Evrópukeppni það ár. Stjörnumenn slógu Bangor City frá Wales út með tveimur 4-0 sigrum í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þeir unnu svo Motherwell frá Skotlandi og Lech Poznan frá Póllandi, áður en þeir voru slegnir út í síðustu umferð fyrir sjálfa riðlakeppnina, af stórliði Inter Mílanó. Rúnar fór með Brynjari Birni Gunnarssyni, þáverandi aðstoðarþjálfara Stjörnunnar, til að sjá Bangor spila og safna upplýsingum fyrir einvígi liðanna. Bangor reyndist engin fyrirstaða en daginn eftir útileikinn æfðu Stjörnumenn á æfingasvæði Wolves, í gegnum sambönd Brynjars Björns úr enska boltanum. Rúnar fól svo danska markmannsþjálfaranum Henrik Bödker að safna upplýsingum um næsta andstæðing, Motherwell, í Skotlandi. „Ég á nú kannski ekki að segja þessa sögu en ég get alveg stiklað á stóru varðandi hana. Henrik varð eftir til að sjá Motherwell spila og fór til Glasgow. Hann kom með helvíti góða skýrslu til baka, við getum orðað það þannig. Við slógum þá alla vega út,“ sagði Rúnar Páll léttur í bragði. Ætla má að Bödker hafi þurft að sinna fleiri erindum í ferðinni en skýrslan var alla vega ekki óþarflega löng: „Þetta var bara lítill kaffifilter sem hann hafði skrifað byrjunarliðið á. Það var alveg nóg fyrir okkur,“ sagði Rúnar og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjaði Evrópuævintýrið upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Evrópudeild UEFA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp Íslandsmeistaraárið 2014 með Gumma Ben í Sportinu í kvöld. Stjörnumenn náðu einnig afar langt í Evrópukeppni það ár. Stjörnumenn slógu Bangor City frá Wales út með tveimur 4-0 sigrum í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þeir unnu svo Motherwell frá Skotlandi og Lech Poznan frá Póllandi, áður en þeir voru slegnir út í síðustu umferð fyrir sjálfa riðlakeppnina, af stórliði Inter Mílanó. Rúnar fór með Brynjari Birni Gunnarssyni, þáverandi aðstoðarþjálfara Stjörnunnar, til að sjá Bangor spila og safna upplýsingum fyrir einvígi liðanna. Bangor reyndist engin fyrirstaða en daginn eftir útileikinn æfðu Stjörnumenn á æfingasvæði Wolves, í gegnum sambönd Brynjars Björns úr enska boltanum. Rúnar fól svo danska markmannsþjálfaranum Henrik Bödker að safna upplýsingum um næsta andstæðing, Motherwell, í Skotlandi. „Ég á nú kannski ekki að segja þessa sögu en ég get alveg stiklað á stóru varðandi hana. Henrik varð eftir til að sjá Motherwell spila og fór til Glasgow. Hann kom með helvíti góða skýrslu til baka, við getum orðað það þannig. Við slógum þá alla vega út,“ sagði Rúnar Páll léttur í bragði. Ætla má að Bödker hafi þurft að sinna fleiri erindum í ferðinni en skýrslan var alla vega ekki óþarflega löng: „Þetta var bara lítill kaffifilter sem hann hafði skrifað byrjunarliðið á. Það var alveg nóg fyrir okkur,“ sagði Rúnar og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjaði Evrópuævintýrið upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Evrópudeild UEFA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira