Ofát í fjarvinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. apríl 2020 11:00 Margir óttast að aukakílóunum sé að fjölga nokkuð í samkomubanni. Ef það er eitthvað sem virðist breiðast út hraðar en kórónufaraldurinn sjálfur þá er það óttinn við ofát í fjarvinnu, heimaviðveru eða sóttkví. Að minnsta kosti ef marka má samfélagsmiðla þar sem vinir gantast með myndum og bröndurum sem endurspegla ástandið í mataræðinu eða í hvað stefnir. Hér eru fimm atriði til að sporna við ofáti í fjarvinnu. 1. Ákveddu klukkan hvað þú mátt borða Búðu þér til tímaáætlun sem er í takt við það sem þú þekkir úr vinnuumhverfinu. Þessi tímaáætlun, eða stundartafla máltíða, getur hjálpað þér að borða minna, vera betur vakandi yfir því hvað þú ert að borða, jafna blóðsykurinn og passa að þú standir ekki upp og grípir þér bara einhverja óhollustu vegna þess að hungrið er farið að segja of mikið til sín. Hér er talað um þrjár máltíðir og eitt millimál þar sem ekki líður lengur á milli en fimm klukkutímar. Dæmi um slíka áætlun gæti verið klukkan 8, klukkan 12, klukkan 16 og klukkan 19. 2. Vertu vakandi yfir því hvað þú borðar og veldu vel Ofát skýrist oft að því að það er verið að borða of mikið af óhollustu sem þýðir að svengdin er fljót að láta vita af sér aftur. Hvað gerir þig saddan/sadda? Er það kornflexskálin eða góður boostdrykkur að morgni? Eða er hafragrauturinn málið? Að sjálfsögðu má benda á prótein, trefjar, grænmeti og ávexti en hér er aðallega minnt á að velja vel og passa að það sem þú borðar sé saðsamt og dugi fram að næstu máltíð. 3. Endurskoðaðu hvað þú drekkur Að forðast sykraða drykki er aðalmálið og hér er bent á að vera með vatnsbrúsa við hendina þannig að þú sért að drekka vatn jafnt og þétt yfir daginn. Þá þarf að neyta áfengis í hófi á kvöldin. 4. Gerðu greinamun á líkamlegri svengd og huglægri svengd Fyrir marga er þetta erfiðasta áskorunin því löngunin í mat er oft mun meir en líkaminn er að kalla á. Huglæga svengdin er sú sem fær okkur til að freistast og þess vegna er ágætis regla að spyrja sjálfan sig í hvert sinn: Eru garnirnar aðeins farnar að gaula? Er svengdin í raun til staðar? Eins þarf að huga að skammtastærðinni þegar þú ert að borða þannig að þú borðir ekki of mikið. Besta ráðið er að gera ekkert annað á meðan þú ert að borða, borða hægt og vera vakandi yfir því þegar líkaminn er að segja þér að hann sé búinn að fá nóg. Sumsé: Ekkert sjónvarp, tölva eða sími á meðan þú borðar. 5. Leyfðu þér eitthvað Að forðast ofát í fjarvinnu er ekki það sama og megrun eða eitthvað allsherjar átak. Markmiðið er að koma reglu á mataræðið, borða hollara og minna en ekki að hætta öllu eða skipta því út fyrir grænmeti og aðra hollustu. Leyfðu þér frekar eitthvað smá. Ef þér finnst til dæmis gott að fá þér eina til tvær kexkökur eftir hádegismatinn, leyfðu þér það þá en haltu þig að öðru leyti við áætlunina þína. Aðalmálið er að kexpakkinn hverfi ekki ofan í þig síðdegis til viðbótar við allt annað sem þér mögulega tókst að finna í eldhússkápunum. Góðu ráðin Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Tengdar fréttir Að komast í rútínu á ný eftir páskafrí Að komast aftur í rútínu eftir frí er oft hægara sagt en gert. Svefninn er í algjöru rugli. Garnirnar gaula sem aldrei fyrr. Einbeitingin er erfið og þú veist ekki á hverju þú átt að byrja eða hvað þú ætlar að gera næst. 14. apríl 2020 07:00 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Ef það er eitthvað sem virðist breiðast út hraðar en kórónufaraldurinn sjálfur þá er það óttinn við ofát í fjarvinnu, heimaviðveru eða sóttkví. Að minnsta kosti ef marka má samfélagsmiðla þar sem vinir gantast með myndum og bröndurum sem endurspegla ástandið í mataræðinu eða í hvað stefnir. Hér eru fimm atriði til að sporna við ofáti í fjarvinnu. 1. Ákveddu klukkan hvað þú mátt borða Búðu þér til tímaáætlun sem er í takt við það sem þú þekkir úr vinnuumhverfinu. Þessi tímaáætlun, eða stundartafla máltíða, getur hjálpað þér að borða minna, vera betur vakandi yfir því hvað þú ert að borða, jafna blóðsykurinn og passa að þú standir ekki upp og grípir þér bara einhverja óhollustu vegna þess að hungrið er farið að segja of mikið til sín. Hér er talað um þrjár máltíðir og eitt millimál þar sem ekki líður lengur á milli en fimm klukkutímar. Dæmi um slíka áætlun gæti verið klukkan 8, klukkan 12, klukkan 16 og klukkan 19. 2. Vertu vakandi yfir því hvað þú borðar og veldu vel Ofát skýrist oft að því að það er verið að borða of mikið af óhollustu sem þýðir að svengdin er fljót að láta vita af sér aftur. Hvað gerir þig saddan/sadda? Er það kornflexskálin eða góður boostdrykkur að morgni? Eða er hafragrauturinn málið? Að sjálfsögðu má benda á prótein, trefjar, grænmeti og ávexti en hér er aðallega minnt á að velja vel og passa að það sem þú borðar sé saðsamt og dugi fram að næstu máltíð. 3. Endurskoðaðu hvað þú drekkur Að forðast sykraða drykki er aðalmálið og hér er bent á að vera með vatnsbrúsa við hendina þannig að þú sért að drekka vatn jafnt og þétt yfir daginn. Þá þarf að neyta áfengis í hófi á kvöldin. 4. Gerðu greinamun á líkamlegri svengd og huglægri svengd Fyrir marga er þetta erfiðasta áskorunin því löngunin í mat er oft mun meir en líkaminn er að kalla á. Huglæga svengdin er sú sem fær okkur til að freistast og þess vegna er ágætis regla að spyrja sjálfan sig í hvert sinn: Eru garnirnar aðeins farnar að gaula? Er svengdin í raun til staðar? Eins þarf að huga að skammtastærðinni þegar þú ert að borða þannig að þú borðir ekki of mikið. Besta ráðið er að gera ekkert annað á meðan þú ert að borða, borða hægt og vera vakandi yfir því þegar líkaminn er að segja þér að hann sé búinn að fá nóg. Sumsé: Ekkert sjónvarp, tölva eða sími á meðan þú borðar. 5. Leyfðu þér eitthvað Að forðast ofát í fjarvinnu er ekki það sama og megrun eða eitthvað allsherjar átak. Markmiðið er að koma reglu á mataræðið, borða hollara og minna en ekki að hætta öllu eða skipta því út fyrir grænmeti og aðra hollustu. Leyfðu þér frekar eitthvað smá. Ef þér finnst til dæmis gott að fá þér eina til tvær kexkökur eftir hádegismatinn, leyfðu þér það þá en haltu þig að öðru leyti við áætlunina þína. Aðalmálið er að kexpakkinn hverfi ekki ofan í þig síðdegis til viðbótar við allt annað sem þér mögulega tókst að finna í eldhússkápunum.
Góðu ráðin Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Tengdar fréttir Að komast í rútínu á ný eftir páskafrí Að komast aftur í rútínu eftir frí er oft hægara sagt en gert. Svefninn er í algjöru rugli. Garnirnar gaula sem aldrei fyrr. Einbeitingin er erfið og þú veist ekki á hverju þú átt að byrja eða hvað þú ætlar að gera næst. 14. apríl 2020 07:00 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Að komast í rútínu á ný eftir páskafrí Að komast aftur í rútínu eftir frí er oft hægara sagt en gert. Svefninn er í algjöru rugli. Garnirnar gaula sem aldrei fyrr. Einbeitingin er erfið og þú veist ekki á hverju þú átt að byrja eða hvað þú ætlar að gera næst. 14. apríl 2020 07:00