„Margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2020 09:30 Guðjón Pétur er einn öflugasti miðjumaður Pepsi Max-deildarinnar. vísir/vilhelm Guðjón Pétur Lýðsson verður ekki kátur ef hann þarf að sitja á bekknum hjá Breiðabliki í sumar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur en Breiðablik er með ansi stóran leikmannahóp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla sem áætlað er að hefjist í júní. Blikarnir voru á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar og Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, yfir sviðið. „Þú ert með breidd á miðsvæðinu sem ég hef ekkert séð áður hjá íslensku liði. Flestir leikmennirnir þarna eiga leiki með yngri landsliðum,“ sagði Hjörvar áður en hann nefndi alla þá leikmenn sem Breiðablik getur spilað á miðsvæðinu eða úti á kanti. Guðjón Pétur Lýðsson kom svo til umræðu en Guðjón Pétur hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðustu ár. „Þetta er ákveðið pússluspil. Ég þekki Guðjón Lýðsson ágætlega. Einstakur náungi í íslenskum fótbolta. Vinnur einhverja 20 tíma á dag og fer svo á æfingu. Allt öðruvísi en allir aðrir en ef Óskar ætlar að hafa hann á bekknum, þá er hann ekkert kátasti maðurinn á bekknum,“ sagði Hjörvar áður en Gummi tók við boltanum: „Ég hef verið á bekknum þegar Guðjón Pétur er þar og ég get alveg tekið undir það. Það er margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er,“ sagði Gummi í léttum tón áður en Hjörvar tók svo aftur við: „Hann hefur líka unnið sér fyrir því að fá þessa virðingu sem á hann skilið í íslenskum fótbolta. Hann er búinn að vera einn öflugasti miðjumaðurinn í deildinni frá því að hann kom upp með Haukum fyrir tíu árum síðan og gert vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Guðjón Pétur Lýðsson verður ekki kátur ef hann þarf að sitja á bekknum hjá Breiðabliki í sumar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur en Breiðablik er með ansi stóran leikmannahóp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla sem áætlað er að hefjist í júní. Blikarnir voru á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar og Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, yfir sviðið. „Þú ert með breidd á miðsvæðinu sem ég hef ekkert séð áður hjá íslensku liði. Flestir leikmennirnir þarna eiga leiki með yngri landsliðum,“ sagði Hjörvar áður en hann nefndi alla þá leikmenn sem Breiðablik getur spilað á miðsvæðinu eða úti á kanti. Guðjón Pétur Lýðsson kom svo til umræðu en Guðjón Pétur hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðustu ár. „Þetta er ákveðið pússluspil. Ég þekki Guðjón Lýðsson ágætlega. Einstakur náungi í íslenskum fótbolta. Vinnur einhverja 20 tíma á dag og fer svo á æfingu. Allt öðruvísi en allir aðrir en ef Óskar ætlar að hafa hann á bekknum, þá er hann ekkert kátasti maðurinn á bekknum,“ sagði Hjörvar áður en Gummi tók við boltanum: „Ég hef verið á bekknum þegar Guðjón Pétur er þar og ég get alveg tekið undir það. Það er margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er,“ sagði Gummi í léttum tón áður en Hjörvar tók svo aftur við: „Hann hefur líka unnið sér fyrir því að fá þessa virðingu sem á hann skilið í íslenskum fótbolta. Hann er búinn að vera einn öflugasti miðjumaðurinn í deildinni frá því að hann kom upp með Haukum fyrir tíu árum síðan og gert vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira