Patrekur hefur sett upp þriggja ára áætlun til að koma Stjörnunni í hæstu hæðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 14:15 Patrekur Jóhannesson mun þjálfa Stjörnuna á næstu leiktíð. Mynd/Stöð 2 Sport Patrekur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í Olís deild karla í handbolta, hefur sett upp áætlun sem á að skila Stjörnunni í hæstu hæðir handboltans. Þá reiknar hann með að liðið spili heimaleiki sína í TM höllinni eða Mýrinni eins og hún er oftast kölluð. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Patrek í þættinum Sportið í dag í liðinni viku. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Stjarnan hefur verið á bilinu sjöunda til níunda sæti undanfarin ár og þar á undan í fyrstu deild. Ég er með þriggja ára plan og í þeim liðum sem ég hef síðast verið að þjálfa hér á Íslandi þá hefur þetta endað vel eftir tvö ár en auðvitað vil ég alltaf berjast um efstu sætin. Það breytist aldrei sama hvar ég fer að þjálfa,“ sagði Patrekur er Henry spurði hann út í hvar Stjarnan myndi enda á næstu leiktíð. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta tekur tíma. Það er margt sem þarf að vera. Lykilatriði að liðið sé í toppstandi og þetta hangir allt saman. Það er verið að tala um Mýrina, Ásgarð og allt þetta. Við leysum það vandamál með því að vera með gott og áhugavert lið sem fólk vill sjá. Þá koma fleiri á völlinn. En markmið er að keppa um efsta sætið á þessum þremur árum.“ „Auðvitað viðurkenni ég það að hugmyndin var ekkert slæm að vera með keppnishús í Ásgarði og allt það en ég geri ráð fyrir því að við verðum í Mýrinni. Þú vinnur leikina ekkert í höllum, þú þarft að sýna það á gólfinu og auðvitað þarf stúkan og fleiri öryggisatriði að vera í lagi. Lykilatriði er samt að ég og leikmennirnir verðum þannig lið að fólk vill koma og horfa á okkur sama hvert húsið er,“ sagði Patrekur að lokum. Körfuknattleikslið Stjörnunnar leikur sína heimaleiki í Ásgarði og mikil kergja myndaðist í Garðabæ síðasta vetur er handboltalið félagsins vildi einnig leika sína heimaleiki þar. Sjá einnig: Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vill ekki deila Ásgarði með handboltanum Klippa: Patrekur reiknar með að spila í TM höllinni Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36 Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07 Stjarnan fær tvo af bestu mönnum Fjölnis Fjórir leikmenn hafa gengið í raðir karlaliðs Stjörnunnar í handbolta á síðustu dögum. 13. maí 2020 13:03 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í Olís deild karla í handbolta, hefur sett upp áætlun sem á að skila Stjörnunni í hæstu hæðir handboltans. Þá reiknar hann með að liðið spili heimaleiki sína í TM höllinni eða Mýrinni eins og hún er oftast kölluð. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Patrek í þættinum Sportið í dag í liðinni viku. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Stjarnan hefur verið á bilinu sjöunda til níunda sæti undanfarin ár og þar á undan í fyrstu deild. Ég er með þriggja ára plan og í þeim liðum sem ég hef síðast verið að þjálfa hér á Íslandi þá hefur þetta endað vel eftir tvö ár en auðvitað vil ég alltaf berjast um efstu sætin. Það breytist aldrei sama hvar ég fer að þjálfa,“ sagði Patrekur er Henry spurði hann út í hvar Stjarnan myndi enda á næstu leiktíð. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta tekur tíma. Það er margt sem þarf að vera. Lykilatriði að liðið sé í toppstandi og þetta hangir allt saman. Það er verið að tala um Mýrina, Ásgarð og allt þetta. Við leysum það vandamál með því að vera með gott og áhugavert lið sem fólk vill sjá. Þá koma fleiri á völlinn. En markmið er að keppa um efsta sætið á þessum þremur árum.“ „Auðvitað viðurkenni ég það að hugmyndin var ekkert slæm að vera með keppnishús í Ásgarði og allt það en ég geri ráð fyrir því að við verðum í Mýrinni. Þú vinnur leikina ekkert í höllum, þú þarft að sýna það á gólfinu og auðvitað þarf stúkan og fleiri öryggisatriði að vera í lagi. Lykilatriði er samt að ég og leikmennirnir verðum þannig lið að fólk vill koma og horfa á okkur sama hvert húsið er,“ sagði Patrekur að lokum. Körfuknattleikslið Stjörnunnar leikur sína heimaleiki í Ásgarði og mikil kergja myndaðist í Garðabæ síðasta vetur er handboltalið félagsins vildi einnig leika sína heimaleiki þar. Sjá einnig: Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vill ekki deila Ásgarði með handboltanum Klippa: Patrekur reiknar með að spila í TM höllinni Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36 Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07 Stjarnan fær tvo af bestu mönnum Fjölnis Fjórir leikmenn hafa gengið í raðir karlaliðs Stjörnunnar í handbolta á síðustu dögum. 13. maí 2020 13:03 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00
Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30
ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36
Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07
Stjarnan fær tvo af bestu mönnum Fjölnis Fjórir leikmenn hafa gengið í raðir karlaliðs Stjörnunnar í handbolta á síðustu dögum. 13. maí 2020 13:03
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita