Framhaldsskóli á krossgötum – annar hluti Ólafur Haukur Johnson skrifar 11. mars 2020 08:00 Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. Gallinn við námskrána er hins vegar sá að hún er afar óskýr og hlutar hennar eru illa skiljanlegir þeim sem henni er aðallega ætlað að leiðbeina, þ.e. nemendum, foreldrum, kennurum og skólastjórnendum. Bókin er komin til ára sinna og viðhorf til framtíðarþarfa þjóðfélagsins, menntunar og endurmenntunar eru gjörbreytt. Brýnt er því að endurvinna námskrá þessa skólastigs með breytt viðhorf í huga. Mikilvægt er að texti hinnar nýju námskrár verði einfaldur og skýr svo námskráin sem handbók verði auðskilin þeim sem lesa hana og nota. Við endurvinnslu námskrárinnar þarf að einfalda kjarna náms í framhaldsskólum svo sá hluti námsins nýtist ekki aðeins sem góður grunnur fyrir háskólanám á næstu árum, heldur einnig sem grunnur að endurmenntun eftir áratugi. Til þess að svo verði þarf að gera ráð fyrir traustum kjarna á öllum námsbrautum sem nýtist þótt skipt sé síðar um nám úr félagsvísindanámi í náttúruvísindanám og öfugt svo dæmi sé tekið. Þetta er algerlega breytt hugsun frá því sem verið hefur enda hefur nám í framhaldsskólum verið miðað við að þar séu nemendur að undirbúa sig fyrir „ævistarfið“ sem alltaf yrði það sama. Núna þurfa framhaldsskólanemendur að undirbúa sig undir „margskonar ævistörf“ og ítrekaða endurmenntun! Vegna þess hve mikil óvissa er um endurmenntunarþörf síðar á ævinni væri best að allar námsbrautir í framhaldsskóla hefðu kjarna sem væri góður undirbúningur fyrir fjölbreytt háskólanám og verknám. Til að tryggja það sem best tel ég heppilegast að hafa þennan kjarna þann sama fyrir allar námsbrautir og að nám á fyrsta ári í framhaldsskóla yrði bundið við kjarnann. Því fylgir sá mikli kostur að nemendur velja áherslur í náminu (námsbrautir) ári seinna en þeir gera nú. Nú velja nemendur aðal námsbraut áður en framhaldsskólanám er hafið sem er á allan hátt óheppilegt. Að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólanum og þroskast um eitt ár áður aðal námsbraut er valin þekki ég af reynslu að skiptir ungmenni 16-17 ára gömul miklu máli. Samhliða því að mynda sameiginlegan kjarna fyrir allar námsbrautir þarf að færa úr kjarnanum það námsefni sem ekki er skýrt að nýtist í framtíðinni. Slíkt efni á að bjóða sem valgreinar eða á sérvöldum brautum. Framhaldsskólarnir geta síðan boðið mismunandi valgreinar eða brautir og nýtt framsetningu námsefnisins til að skapa sér sérstöðu á einstökum sviðum. Mismunandi áherslur á milli skóla munu þannig verða til þess að stuðla að samkeppni á milli þeirra, en kröftuga samkeppni vantar sárlega á þetta skólastig. Nefni ég hér nokkur atriði sem gætu nýst við að mynda einfaldan kjarna með fáum námsgreinum sem yrði framhaldsskólunum sameiginlegur: 1. Endurskoða þarf íslenskukennslu með það í huga að hafa einungis í kjarna framhaldsskólanáms hagnýtan hluta íslenskunnar eins grundvallaratriði í málfræði, stafsetningu, tjáningu og ritun en taka út ítarlegt málfræðinám og tímafrekan bókmenntalestur. 2. Endurskoða þarf enskukennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins eins og munnlega tjáningu og ritun en taka út þann hluta sem verr nýtist eins og ítarlega málfræði og umfangsmiklar bókmenntir. 3. Endurskoða þarf stærðfræðikennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins en taka út þann hluta sem síður nýtist eins og stærðfræði sem einungis er notuð í mjög sérhæfðu háskólanámi eða hefur þann aðal tilgang að þjálfa rökhugsun. Nám í rökhugsun er hægt að fella inn í annað nám svo sem frumkvöðlanám o.fl. þar sem það fær beint hagnýtt gildi. Stærðfræði sem eingöngu nýtist í sérhæfðu námi og störfum væri farsælt að setja í valgreinar og/eða kenna á háskólastigi. 4. Auk þess að taka hraustlega til í kennslu framangreindra grunngreina er eðlilegt að setja frumkvöðlafræði í kjarna og leggja þar áherslu á að kenna einstaklingum hugarfar sem hvetur til nýsköpunar og lausnar á vandamálum með óhefðbundnum hætti. Mikilvægt er einnig að samtímis læri þessir einstaklingar að vera óhræddir við að gera mistök á leiðinni að lausnum. 5. Síðast en ekki síst, setja þarf í kjarnann nám sem hefur styrkingu sjálfstrausts að markmiði og að hjálpa fólki að finna hamingju í lífinu. Einnig, eins og ég nefndi í fyrstu grein minni, þarf að huga sérstaklega að undirbúningi ungs fólks undir þátttöku í hamingjuríkum samskiptum og samböndum, undirbúa nemendur undir rekstur heimilis, barneignir og barnauppeldi. Fleira má hér nefna eins og málefnalega þátttöku í rökræðum, fjármálalæsi, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Í þriðja og síðasta hluta þessarar umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ mun ég fjalla um nauðsyn á breytingum á rekstri skólanna til að auka samkeppni, hvetja til framfara og lækkunar á rekstrarkostnaði. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ólafur Haukur Johnson Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. Gallinn við námskrána er hins vegar sá að hún er afar óskýr og hlutar hennar eru illa skiljanlegir þeim sem henni er aðallega ætlað að leiðbeina, þ.e. nemendum, foreldrum, kennurum og skólastjórnendum. Bókin er komin til ára sinna og viðhorf til framtíðarþarfa þjóðfélagsins, menntunar og endurmenntunar eru gjörbreytt. Brýnt er því að endurvinna námskrá þessa skólastigs með breytt viðhorf í huga. Mikilvægt er að texti hinnar nýju námskrár verði einfaldur og skýr svo námskráin sem handbók verði auðskilin þeim sem lesa hana og nota. Við endurvinnslu námskrárinnar þarf að einfalda kjarna náms í framhaldsskólum svo sá hluti námsins nýtist ekki aðeins sem góður grunnur fyrir háskólanám á næstu árum, heldur einnig sem grunnur að endurmenntun eftir áratugi. Til þess að svo verði þarf að gera ráð fyrir traustum kjarna á öllum námsbrautum sem nýtist þótt skipt sé síðar um nám úr félagsvísindanámi í náttúruvísindanám og öfugt svo dæmi sé tekið. Þetta er algerlega breytt hugsun frá því sem verið hefur enda hefur nám í framhaldsskólum verið miðað við að þar séu nemendur að undirbúa sig fyrir „ævistarfið“ sem alltaf yrði það sama. Núna þurfa framhaldsskólanemendur að undirbúa sig undir „margskonar ævistörf“ og ítrekaða endurmenntun! Vegna þess hve mikil óvissa er um endurmenntunarþörf síðar á ævinni væri best að allar námsbrautir í framhaldsskóla hefðu kjarna sem væri góður undirbúningur fyrir fjölbreytt háskólanám og verknám. Til að tryggja það sem best tel ég heppilegast að hafa þennan kjarna þann sama fyrir allar námsbrautir og að nám á fyrsta ári í framhaldsskóla yrði bundið við kjarnann. Því fylgir sá mikli kostur að nemendur velja áherslur í náminu (námsbrautir) ári seinna en þeir gera nú. Nú velja nemendur aðal námsbraut áður en framhaldsskólanám er hafið sem er á allan hátt óheppilegt. Að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólanum og þroskast um eitt ár áður aðal námsbraut er valin þekki ég af reynslu að skiptir ungmenni 16-17 ára gömul miklu máli. Samhliða því að mynda sameiginlegan kjarna fyrir allar námsbrautir þarf að færa úr kjarnanum það námsefni sem ekki er skýrt að nýtist í framtíðinni. Slíkt efni á að bjóða sem valgreinar eða á sérvöldum brautum. Framhaldsskólarnir geta síðan boðið mismunandi valgreinar eða brautir og nýtt framsetningu námsefnisins til að skapa sér sérstöðu á einstökum sviðum. Mismunandi áherslur á milli skóla munu þannig verða til þess að stuðla að samkeppni á milli þeirra, en kröftuga samkeppni vantar sárlega á þetta skólastig. Nefni ég hér nokkur atriði sem gætu nýst við að mynda einfaldan kjarna með fáum námsgreinum sem yrði framhaldsskólunum sameiginlegur: 1. Endurskoða þarf íslenskukennslu með það í huga að hafa einungis í kjarna framhaldsskólanáms hagnýtan hluta íslenskunnar eins grundvallaratriði í málfræði, stafsetningu, tjáningu og ritun en taka út ítarlegt málfræðinám og tímafrekan bókmenntalestur. 2. Endurskoða þarf enskukennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins eins og munnlega tjáningu og ritun en taka út þann hluta sem verr nýtist eins og ítarlega málfræði og umfangsmiklar bókmenntir. 3. Endurskoða þarf stærðfræðikennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins en taka út þann hluta sem síður nýtist eins og stærðfræði sem einungis er notuð í mjög sérhæfðu háskólanámi eða hefur þann aðal tilgang að þjálfa rökhugsun. Nám í rökhugsun er hægt að fella inn í annað nám svo sem frumkvöðlanám o.fl. þar sem það fær beint hagnýtt gildi. Stærðfræði sem eingöngu nýtist í sérhæfðu námi og störfum væri farsælt að setja í valgreinar og/eða kenna á háskólastigi. 4. Auk þess að taka hraustlega til í kennslu framangreindra grunngreina er eðlilegt að setja frumkvöðlafræði í kjarna og leggja þar áherslu á að kenna einstaklingum hugarfar sem hvetur til nýsköpunar og lausnar á vandamálum með óhefðbundnum hætti. Mikilvægt er einnig að samtímis læri þessir einstaklingar að vera óhræddir við að gera mistök á leiðinni að lausnum. 5. Síðast en ekki síst, setja þarf í kjarnann nám sem hefur styrkingu sjálfstrausts að markmiði og að hjálpa fólki að finna hamingju í lífinu. Einnig, eins og ég nefndi í fyrstu grein minni, þarf að huga sérstaklega að undirbúningi ungs fólks undir þátttöku í hamingjuríkum samskiptum og samböndum, undirbúa nemendur undir rekstur heimilis, barneignir og barnauppeldi. Fleira má hér nefna eins og málefnalega þátttöku í rökræðum, fjármálalæsi, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Í þriðja og síðasta hluta þessarar umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ mun ég fjalla um nauðsyn á breytingum á rekstri skólanna til að auka samkeppni, hvetja til framfara og lækkunar á rekstrarkostnaði. Höfundur er skólastjóri.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar