Gæti bitnað mun verr á fótbolta kvenna Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 22:00 Ekki er ljóst hvenær íslenska landsliðið getur lokið undankeppni fyrir næsta Evrópumót, sem líklega verður fært frá 2021 til sumarsins 2022. VÍSIR/VILHELM Afleiðingar kórónuveirufaraldursins gætu orðið mun verri fyrir knattspyrnu kvenna en karla að mati alþjóðasamtaka leikmanna, Fifpro. Jonas Baer-Hoffmann, framkvæmdastjóri Fifpro, og Amanda Vandervort, yfirmaður málefna knattspyrnukvenna hjá samtökunum, segja fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirunnar mikla ógn fyrir knattspyrnu kvenna. Knattspyrnukonur séu að meðaltali með mun styttri samninga við félög, og líkur séu á því að hætt verði við ýmis verkefni sem hafi verið í gangi til að efla kvennaboltann sem verið hefur í mikilli sókn síðustu ár. Leikmönnum og áhorfendum hefur fjölgað mikið, ekki síst eftir vel heppnað heimsmeistaramót í fyrra. Stórmótin nauðsynlegur stökkpallur sem slæmt er að fresta „Þetta hefur allt verið á uppleið en svona jákvæður vöxtur getur verið viðkvæmur. Við sjáum hættu á því að ákveðin verkefni verði slegin út af borðinu eða þeim ekki sinnt eins og áður. Langtímaafleiðingar faraldursins, ef við horfum til jafnréttis og fjölbreytileika íþróttarinnar okkar, gætu orðið mun harkalegri fyrir kvennafótboltann,“ er haft eftir Baer-Hoffmann á vef BBC. Hann sagði knattspyrnukonur ekki eiga eins auðvelt og karla með að taka á sig launaskerðingu þar sem að laun þeirra væru mun lægri. „Það eru nokkrar hættur til staðar. Ein er sú að dregið verði úr þeim fjárfestingum sem við höfum séð undanfarið – við þurfum að halda áfram að fjárfesta í kvennaboltanum til að þróa atvinnumennskuna frekar. Við höfum líka séð að alþjóðlegum mótum hefur verið frestað. Knattspyrna kvenna þarf á þessum stórmótum að halda, eins og HM, EM og Ólympíuleikum, því þarna fá leikmenn frábært svið til að sýna sig og sanna. Þetta er eina alþjóðlega sviðið þar sem þessir leikmenn geta vakið áhuga félaga,“ sagði Baer-Hoffmann. Miklar áhyggjur af því að dregið sé úr fjárfestingum Ólympíuleikunum, þar sem bestu landslið heims leika í fótbolta kvenna án þeirra aldurstakmarka sem eru í karlakeppninni, hefur verið frestað um eitt ár til 2021. Allt virðist benda til þess að EM kvenna verði einnig frestað um eitt ár, til 2022. „Það er núna sem við þurfum að eiga samræður um kvennafótboltann. Ekki eftir nokkrar vikur eða nokkra mánuði, heldur núna,“ sagði Vandervort. „Við höfum miklar áhyggjur af því að verið sé að draga úr eða hætta við fjárfestingar í kvennaboltanum. Við þurfum að koma okkur saman um sameiginlega sýn. Saman getum við náð vexti sem stendur undir sér,“ sagði Vandervort. Fótbolti EM 2021 í Englandi Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Sjá meira
Afleiðingar kórónuveirufaraldursins gætu orðið mun verri fyrir knattspyrnu kvenna en karla að mati alþjóðasamtaka leikmanna, Fifpro. Jonas Baer-Hoffmann, framkvæmdastjóri Fifpro, og Amanda Vandervort, yfirmaður málefna knattspyrnukvenna hjá samtökunum, segja fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirunnar mikla ógn fyrir knattspyrnu kvenna. Knattspyrnukonur séu að meðaltali með mun styttri samninga við félög, og líkur séu á því að hætt verði við ýmis verkefni sem hafi verið í gangi til að efla kvennaboltann sem verið hefur í mikilli sókn síðustu ár. Leikmönnum og áhorfendum hefur fjölgað mikið, ekki síst eftir vel heppnað heimsmeistaramót í fyrra. Stórmótin nauðsynlegur stökkpallur sem slæmt er að fresta „Þetta hefur allt verið á uppleið en svona jákvæður vöxtur getur verið viðkvæmur. Við sjáum hættu á því að ákveðin verkefni verði slegin út af borðinu eða þeim ekki sinnt eins og áður. Langtímaafleiðingar faraldursins, ef við horfum til jafnréttis og fjölbreytileika íþróttarinnar okkar, gætu orðið mun harkalegri fyrir kvennafótboltann,“ er haft eftir Baer-Hoffmann á vef BBC. Hann sagði knattspyrnukonur ekki eiga eins auðvelt og karla með að taka á sig launaskerðingu þar sem að laun þeirra væru mun lægri. „Það eru nokkrar hættur til staðar. Ein er sú að dregið verði úr þeim fjárfestingum sem við höfum séð undanfarið – við þurfum að halda áfram að fjárfesta í kvennaboltanum til að þróa atvinnumennskuna frekar. Við höfum líka séð að alþjóðlegum mótum hefur verið frestað. Knattspyrna kvenna þarf á þessum stórmótum að halda, eins og HM, EM og Ólympíuleikum, því þarna fá leikmenn frábært svið til að sýna sig og sanna. Þetta er eina alþjóðlega sviðið þar sem þessir leikmenn geta vakið áhuga félaga,“ sagði Baer-Hoffmann. Miklar áhyggjur af því að dregið sé úr fjárfestingum Ólympíuleikunum, þar sem bestu landslið heims leika í fótbolta kvenna án þeirra aldurstakmarka sem eru í karlakeppninni, hefur verið frestað um eitt ár til 2021. Allt virðist benda til þess að EM kvenna verði einnig frestað um eitt ár, til 2022. „Það er núna sem við þurfum að eiga samræður um kvennafótboltann. Ekki eftir nokkrar vikur eða nokkra mánuði, heldur núna,“ sagði Vandervort. „Við höfum miklar áhyggjur af því að verið sé að draga úr eða hætta við fjárfestingar í kvennaboltanum. Við þurfum að koma okkur saman um sameiginlega sýn. Saman getum við náð vexti sem stendur undir sér,“ sagði Vandervort.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Sjá meira
Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35