Nú er tíminn til að laga það sem laga þarf í samfélaginu Drífa Snædal skrifar 20. maí 2020 20:30 Það er tilefni til að þakka fyrir þær frábæru viðtökur sem framtíðarsýn ASÍ „Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll“ hefur fengið hjá almenningi, öðrum almannaheillasamtökum og félögum í aðildarfélögum ASÍ. Þetta skjal, sem byggt er á stefnu ASÍ og nauðsynlegum viðbrögðum við fyrirsjáanlegri kreppu hefur verið til umræðu í fjölmiðlum og á fundum og um þessar mundir fylgjum við því eftir með samtölum við aðildarfélög ASÍ um allt land. Við munum svo kynna betur áherslur og sýn á hin fjölmörgu viðfangsefni með veffundum á næstunni. Hvar sem við hittum félaga þá er verið að ræða spennandi hugmyndir til framtíðar þótt vissulega sé þungt fyrir fæti víða. Áhyggjur af atvinnuástandi og ekki síst sálarástandi fólks eru mikið til umræðu og oft er starfsfólk stéttarfélaga í þeirri stöðu að hlusta og hughreysta og aðstoða einstaklinga við að finna leiðir út úr erfiðleikum. Enn og aftur sýnir sig mikilvægi stéttarfélaga fyrir einstaklinga ekki síður en heilu starfstéttirnar. Flugfreyjur og flugþjónar hafa staðið í ströngu við að reyna að ná samningum og það er mikið áhyggjuefni ef reynt verður að brjóta á bak aftur samstöðu þeirra og stéttarfélag. Það er ekki einungis ógn við þau sem stétt heldur ógn við skipulag vinnumarkaðarins og launafólk sem sækir kjör sín í samstöðu stéttarfélaga. Að lokum vil ég minnast á tímamótasamkomulag sem við gerðum með Öryrkjabandalaginu og öðrum heildarsamtökum launafólks þar sem við lýstum stuðningi við baráttu fyrir framfærsluöryggi. Nú er tími stórra hugmynda og tími til að lagfæra það sem þarf í okkar samfélagi. Baráttan gegn fátækt má ekki verða hornreka í okkar stóru verkefnum heldur miðpunkturinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Drífa Snædal Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Það er tilefni til að þakka fyrir þær frábæru viðtökur sem framtíðarsýn ASÍ „Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll“ hefur fengið hjá almenningi, öðrum almannaheillasamtökum og félögum í aðildarfélögum ASÍ. Þetta skjal, sem byggt er á stefnu ASÍ og nauðsynlegum viðbrögðum við fyrirsjáanlegri kreppu hefur verið til umræðu í fjölmiðlum og á fundum og um þessar mundir fylgjum við því eftir með samtölum við aðildarfélög ASÍ um allt land. Við munum svo kynna betur áherslur og sýn á hin fjölmörgu viðfangsefni með veffundum á næstunni. Hvar sem við hittum félaga þá er verið að ræða spennandi hugmyndir til framtíðar þótt vissulega sé þungt fyrir fæti víða. Áhyggjur af atvinnuástandi og ekki síst sálarástandi fólks eru mikið til umræðu og oft er starfsfólk stéttarfélaga í þeirri stöðu að hlusta og hughreysta og aðstoða einstaklinga við að finna leiðir út úr erfiðleikum. Enn og aftur sýnir sig mikilvægi stéttarfélaga fyrir einstaklinga ekki síður en heilu starfstéttirnar. Flugfreyjur og flugþjónar hafa staðið í ströngu við að reyna að ná samningum og það er mikið áhyggjuefni ef reynt verður að brjóta á bak aftur samstöðu þeirra og stéttarfélag. Það er ekki einungis ógn við þau sem stétt heldur ógn við skipulag vinnumarkaðarins og launafólk sem sækir kjör sín í samstöðu stéttarfélaga. Að lokum vil ég minnast á tímamótasamkomulag sem við gerðum með Öryrkjabandalaginu og öðrum heildarsamtökum launafólks þar sem við lýstum stuðningi við baráttu fyrir framfærsluöryggi. Nú er tími stórra hugmynda og tími til að lagfæra það sem þarf í okkar samfélagi. Baráttan gegn fátækt má ekki verða hornreka í okkar stóru verkefnum heldur miðpunkturinn.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar