Blikar á varðbergi vegna veirunnar en starfsemin óskert | Einn þjálfari í sóttkví Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 10:00 Margmenni kemur saman í Fífunni á hverjum einasta degi. Vísir/Vilhelm Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, þeirrar fjölmennustu á landinu, segir að félagið sé á varðbergi vegna kórónuveirunnar. Einn þjálfari í yngri flokkum Breiðabliks er í sóttkví en ekki hefur komið upp smit hjá iðkendum. Um 1500-1600 iðka fótbolta hjá Breiðabliki og Fífan er afar fjölfarin. „Við erum varkárir. Félagið hefur frestað viðburðum; golfsýningu, herrakvöldi og svo er árshátíð í apríl sem getur vel verið að verði frestað. Allt hefur þetta áhrif á tekjurnar inn í félagið,“ sagði Eysteinn í samtali við Vísi. „Við fylgjum öllum fyrirmælum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og störfum náið með Kópavogsbæ. Við fundum reglulega og tökum stöðuna dag frá degi.“ Fyrr í vikunni greindu Blikar foreldrum iðkenda frá því að þjálfari yngri flokka væri kominn í sóttkví. „Einn þjálfari er í sóttkví og foreldrum var tilkynnt um það á mánudaginn,“ sagði Eysteinn. Eysteinn Pétur Lárusson er framkvæmdastjóri Breiðabliks.mynd/breiðablik Hann segir að Blikar hafi gripið til ráðstafana til að minnka líkurnar á smiti. „Eitt af því sem við erum að undirbúa er að starfsfólk geti unnið heima. Við erum með sprittstanda við alla innganga og það er oftar þrifið; spritta handrið, hurðahúna og fleira á þeim rýmum sem eru fjölförnust,“ sagði Eysteinn. Blikar hafa hingað til ekki fellt niður æfingar eða skert starfsemi sína. „Við höldum okkar striki þangað til annað er ákveðið,“ sagði Eysteinn. En hefur iðkendum á æfingum fækkað hjá Breiðabliki eftir kórónuveiran fór að breiðast út? „Ég er ekki alveg með puttann á þeim púlsi en í fljótu bragði get ég ekki séð það,“ sagði Eysteinn. En eru Blikar með viðbragðsáætlun ef smit kemur upp? „Þá leitum við til Kópavogsbæjar og almannavarna og fylgjum þeim í einu og öllu. Við erum alveg viðbúnir því að þurfa að grípa til skertrar starfsemi. En við förum ekki þá leið nema það verði tilmælin og það komi upp tilvik,“ sagði Eysteinn að endingu. Íslenski boltinn Kópavogur Wuhan-veiran Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, þeirrar fjölmennustu á landinu, segir að félagið sé á varðbergi vegna kórónuveirunnar. Einn þjálfari í yngri flokkum Breiðabliks er í sóttkví en ekki hefur komið upp smit hjá iðkendum. Um 1500-1600 iðka fótbolta hjá Breiðabliki og Fífan er afar fjölfarin. „Við erum varkárir. Félagið hefur frestað viðburðum; golfsýningu, herrakvöldi og svo er árshátíð í apríl sem getur vel verið að verði frestað. Allt hefur þetta áhrif á tekjurnar inn í félagið,“ sagði Eysteinn í samtali við Vísi. „Við fylgjum öllum fyrirmælum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og störfum náið með Kópavogsbæ. Við fundum reglulega og tökum stöðuna dag frá degi.“ Fyrr í vikunni greindu Blikar foreldrum iðkenda frá því að þjálfari yngri flokka væri kominn í sóttkví. „Einn þjálfari er í sóttkví og foreldrum var tilkynnt um það á mánudaginn,“ sagði Eysteinn. Eysteinn Pétur Lárusson er framkvæmdastjóri Breiðabliks.mynd/breiðablik Hann segir að Blikar hafi gripið til ráðstafana til að minnka líkurnar á smiti. „Eitt af því sem við erum að undirbúa er að starfsfólk geti unnið heima. Við erum með sprittstanda við alla innganga og það er oftar þrifið; spritta handrið, hurðahúna og fleira á þeim rýmum sem eru fjölförnust,“ sagði Eysteinn. Blikar hafa hingað til ekki fellt niður æfingar eða skert starfsemi sína. „Við höldum okkar striki þangað til annað er ákveðið,“ sagði Eysteinn. En hefur iðkendum á æfingum fækkað hjá Breiðabliki eftir kórónuveiran fór að breiðast út? „Ég er ekki alveg með puttann á þeim púlsi en í fljótu bragði get ég ekki séð það,“ sagði Eysteinn. En eru Blikar með viðbragðsáætlun ef smit kemur upp? „Þá leitum við til Kópavogsbæjar og almannavarna og fylgjum þeim í einu og öllu. Við erum alveg viðbúnir því að þurfa að grípa til skertrar starfsemi. En við förum ekki þá leið nema það verði tilmælin og það komi upp tilvik,“ sagði Eysteinn að endingu.
Íslenski boltinn Kópavogur Wuhan-veiran Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira