Tæknilæsið og skólakerfið Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 22. maí 2020 12:00 Um þessar mundir blása stjórnvöld til sóknar og leggja til aukna fjármuni í tækniframþróun. Leggja á fé í rannsóknir, auka stuðning við sprotafyrirtæki og efla tæknimenntun í verk- og listgreinum svo eitthvað sé nefnt. Nú skal bregðast við af myndugleika. Lítið ef nokkuð er hins vegar fjallað um aðgerðir í skólakerfinu til að mæta hinni stafrænu byltingu á sama tíma og umbreyting starfa á sér stað á ógnarhraða. Hvernig ætlum við sem samfélag að mæta þeim veruleika? Hvers vegna eru stjórnvöld ekki að leggja til stuðning við leik- og grunnskóla sérstaklega í þessari sértæku aðgerð í þágu tækniþróunar? Umbreytingar gerast ekki af sjálfu sér en einn lykilþáttur í slíkri vegferð er viðhorf. Ef við vinnum ekki að tæknilæsi allt frá fyrstu stigum menntunar þá mun samfélagi okkar ganga afar hægt að nálgast þetta nýja umhverfi. Tæknilæsi er grunnurinn að þessari umbyltingu allri, rétt eins og hefðbundið læsi tryggir aðgengi okkar að umheiminum í sinni víðustu mynd. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig sjá stjórnvöld þá umbreytingu eiga sér stað? Eða er það utan dagskrár? Skiptir það ekki máli? Er stjórnvöldum að yfirsjást? Eða á enn eina ferðina að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun? Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. En svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Gildi menntunar í stafrænni umbreytingu Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænnna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Fjartæknibúnaður er t.d. gluggi inn í heim fjölbreyttra tækifæra, en ef engin er þekkingin eða kunnáttan í slíku umhverfi aðlagast skólakerfið ekki þeirri nýju hugsun og þeim tækifærum sem þar felast. Börnum og ungmennum opnast þar leið til að fá aukna þjónustu á mörgum sviðum. Kennurum opnast leið til að einfalda yfirsýn og eftirfylgni með framvindu náms með kerfum sem hönnuð eru sérstaklega utan um nám og kennslu. Allt aðgengi að sérfræðiaðstoð verður einfaldara í umhverfi fjartækninnar og leiðir af sér nýsköpun, nýjar nálganir til að veita mikilvæga þjónustu. Og getur um leið flýtt fyrir þjónustu, að ekki sé talað um jafnt aðgengi að slíkri þjónustu óháð búsetu. Hjálp í formi talþjálfunar er sá snertiflötur fjartækninnar sem einna helst hefur tengst menntakerfinu. Önnur tækifæri eru falin í fjarkennslu, sem skólakerfið tók upp án nokkurs fyrirvara eins og við öll þekkjum. En hvað svo? Ætlum við ekki að grípa gæsina og styðja skólakerfið til frekari þróunar í stafrænni tækni? Er ekki kjörið að ganga hratt og örugglega inn í skólaumhverfi 21. aldarinnar og hrista af sér iðnbyltingarumhverfið með öllu? Við höfum öðlast dýrmæta reynslu og hana eigum við að nýta, en ekki falla í sama farið. Sem betur fer sér fjöldi kennara og stjórnenda tækifæri til að stökkva inn í framtíðina og ætlar sér að nýta nýfengna þekkingu. Þeir vilja halda í veruleika jafnvægis, minni streitu og valdeflingar í lífi barna og ungmenna. Vegurinn er greiður, en áframhaldandi för ræðst samt af góðum stuðningi við tæknimenntun kennara og fjármagni sem gerir þeim kleift að hrinda verkum í framkvæmd. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Um þessar mundir blása stjórnvöld til sóknar og leggja til aukna fjármuni í tækniframþróun. Leggja á fé í rannsóknir, auka stuðning við sprotafyrirtæki og efla tæknimenntun í verk- og listgreinum svo eitthvað sé nefnt. Nú skal bregðast við af myndugleika. Lítið ef nokkuð er hins vegar fjallað um aðgerðir í skólakerfinu til að mæta hinni stafrænu byltingu á sama tíma og umbreyting starfa á sér stað á ógnarhraða. Hvernig ætlum við sem samfélag að mæta þeim veruleika? Hvers vegna eru stjórnvöld ekki að leggja til stuðning við leik- og grunnskóla sérstaklega í þessari sértæku aðgerð í þágu tækniþróunar? Umbreytingar gerast ekki af sjálfu sér en einn lykilþáttur í slíkri vegferð er viðhorf. Ef við vinnum ekki að tæknilæsi allt frá fyrstu stigum menntunar þá mun samfélagi okkar ganga afar hægt að nálgast þetta nýja umhverfi. Tæknilæsi er grunnurinn að þessari umbyltingu allri, rétt eins og hefðbundið læsi tryggir aðgengi okkar að umheiminum í sinni víðustu mynd. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig sjá stjórnvöld þá umbreytingu eiga sér stað? Eða er það utan dagskrár? Skiptir það ekki máli? Er stjórnvöldum að yfirsjást? Eða á enn eina ferðina að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun? Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. En svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Gildi menntunar í stafrænni umbreytingu Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænnna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Fjartæknibúnaður er t.d. gluggi inn í heim fjölbreyttra tækifæra, en ef engin er þekkingin eða kunnáttan í slíku umhverfi aðlagast skólakerfið ekki þeirri nýju hugsun og þeim tækifærum sem þar felast. Börnum og ungmennum opnast þar leið til að fá aukna þjónustu á mörgum sviðum. Kennurum opnast leið til að einfalda yfirsýn og eftirfylgni með framvindu náms með kerfum sem hönnuð eru sérstaklega utan um nám og kennslu. Allt aðgengi að sérfræðiaðstoð verður einfaldara í umhverfi fjartækninnar og leiðir af sér nýsköpun, nýjar nálganir til að veita mikilvæga þjónustu. Og getur um leið flýtt fyrir þjónustu, að ekki sé talað um jafnt aðgengi að slíkri þjónustu óháð búsetu. Hjálp í formi talþjálfunar er sá snertiflötur fjartækninnar sem einna helst hefur tengst menntakerfinu. Önnur tækifæri eru falin í fjarkennslu, sem skólakerfið tók upp án nokkurs fyrirvara eins og við öll þekkjum. En hvað svo? Ætlum við ekki að grípa gæsina og styðja skólakerfið til frekari þróunar í stafrænni tækni? Er ekki kjörið að ganga hratt og örugglega inn í skólaumhverfi 21. aldarinnar og hrista af sér iðnbyltingarumhverfið með öllu? Við höfum öðlast dýrmæta reynslu og hana eigum við að nýta, en ekki falla í sama farið. Sem betur fer sér fjöldi kennara og stjórnenda tækifæri til að stökkva inn í framtíðina og ætlar sér að nýta nýfengna þekkingu. Þeir vilja halda í veruleika jafnvægis, minni streitu og valdeflingar í lífi barna og ungmenna. Vegurinn er greiður, en áframhaldandi för ræðst samt af góðum stuðningi við tæknimenntun kennara og fjármagni sem gerir þeim kleift að hrinda verkum í framkvæmd. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar