Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2020 11:34 Lestarstöð í Suður-Kóreu sótthreinsuð. AP/Lee Jin-man Sá áfangi náðist í fyrsta sinn í Suður-Kóreu í dag að fleiri náðu sér af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust á einum degi. Alls greindust 110 smit á milli daga og þrír létu lífið. 177 manns náðu sér af veirunni á milli daga. Á einum degi náðu fleiri sér af veirunni en greindust með hana og því fækkaði heildarfjölda smitaðra. Það var í fyrsta sinn og embættismenn búast við því að þessi þróun muni halda áfram næstu daga. Þrátt fyrir að nýja kórónuveiran hafi greinst upphaflega á svipuðum tíma í Suður-Kóreu og Ítalíu er himinn og haf á stöðunni í löndunum tveimur. Á undanfarinni viku hafa greinst tæplega tólf þúsund ný tilfelli á Ítalíu en einungis tæplega tvö þúsund í Suður-Kóreu. Í heildina hafa greinst um fimmtán þúsund smit á Ítalíu, sem samsvarar um 25 smitum á hverja hundrað þúsund íbúa, og tæplega átta þúsund í Suður-Kóreu, eða um sextán smit á hverju hundrað þúsund íbúa. Þar að auki hafa rúmlega þúsund manns dáið á Ítalíu en einungis 70 í Suður-Kóreu. Munurinn liggur þó ekki einungis í fjölda smita heldur einnig í aðstæðum íbúa. Yfirvöld Ítalíu hafa svo gott sem sett alla íbúa landsins í sóttkví en ekki hefur verið gripið til sambærilegra aðgerða í Suður-Kóreu. Þar eru um 29 þúsund manns í sóttkví en engum tilteknum svæðum landsins hefur verið lokað. Munur þessi útskýrist að miklu leyti á mismunandi aðferðum yfirvalda ríkjanna tveggja gegn veirunni, samkvæmt greiningu Reuters fréttaveitunni. Á Ítalíu ákváðu yfirvöld að reyna ekki að elta uppi smitaða og beittu þess í stað sóttkví til að draga úr smitum. Búið er að greina rúmlega 73 þúsund sýni. Í Suður-Kóreu fara yfirvöld fram gegn sjúkdómnum af mikilli hörku. Búið er að greina sýni úr rúmlega 222 þúsund manns og er notast við gögn úr farsímum og gervihnöttum til að fylgjast með ferðum fólks sem talið er vera smitberar. Kínverjar, sem virðast hafa náð tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar beittu svipuðum en þó mun grófari aðferðum. Sjá einnig: Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Sérfræðingar segja erfitt að alhæfa út frá samanburði ríkjanna. Niðurstaðan gefi þó sterkar vísbendingar um að umfangsmikil skimun fyrir sjúkdómnum sé öflugt tól til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Suður-Kórea Ítalía Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Aðeins fimmtán ný smit greindust á meginlandi Kína í gær, þar af innan við tíu í héraðinu í kringum Wuhan þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. 12. mars 2020 15:52 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Sá áfangi náðist í fyrsta sinn í Suður-Kóreu í dag að fleiri náðu sér af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust á einum degi. Alls greindust 110 smit á milli daga og þrír létu lífið. 177 manns náðu sér af veirunni á milli daga. Á einum degi náðu fleiri sér af veirunni en greindust með hana og því fækkaði heildarfjölda smitaðra. Það var í fyrsta sinn og embættismenn búast við því að þessi þróun muni halda áfram næstu daga. Þrátt fyrir að nýja kórónuveiran hafi greinst upphaflega á svipuðum tíma í Suður-Kóreu og Ítalíu er himinn og haf á stöðunni í löndunum tveimur. Á undanfarinni viku hafa greinst tæplega tólf þúsund ný tilfelli á Ítalíu en einungis tæplega tvö þúsund í Suður-Kóreu. Í heildina hafa greinst um fimmtán þúsund smit á Ítalíu, sem samsvarar um 25 smitum á hverja hundrað þúsund íbúa, og tæplega átta þúsund í Suður-Kóreu, eða um sextán smit á hverju hundrað þúsund íbúa. Þar að auki hafa rúmlega þúsund manns dáið á Ítalíu en einungis 70 í Suður-Kóreu. Munurinn liggur þó ekki einungis í fjölda smita heldur einnig í aðstæðum íbúa. Yfirvöld Ítalíu hafa svo gott sem sett alla íbúa landsins í sóttkví en ekki hefur verið gripið til sambærilegra aðgerða í Suður-Kóreu. Þar eru um 29 þúsund manns í sóttkví en engum tilteknum svæðum landsins hefur verið lokað. Munur þessi útskýrist að miklu leyti á mismunandi aðferðum yfirvalda ríkjanna tveggja gegn veirunni, samkvæmt greiningu Reuters fréttaveitunni. Á Ítalíu ákváðu yfirvöld að reyna ekki að elta uppi smitaða og beittu þess í stað sóttkví til að draga úr smitum. Búið er að greina rúmlega 73 þúsund sýni. Í Suður-Kóreu fara yfirvöld fram gegn sjúkdómnum af mikilli hörku. Búið er að greina sýni úr rúmlega 222 þúsund manns og er notast við gögn úr farsímum og gervihnöttum til að fylgjast með ferðum fólks sem talið er vera smitberar. Kínverjar, sem virðast hafa náð tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar beittu svipuðum en þó mun grófari aðferðum. Sjá einnig: Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Sérfræðingar segja erfitt að alhæfa út frá samanburði ríkjanna. Niðurstaðan gefi þó sterkar vísbendingar um að umfangsmikil skimun fyrir sjúkdómnum sé öflugt tól til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Suður-Kórea Ítalía Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Aðeins fimmtán ný smit greindust á meginlandi Kína í gær, þar af innan við tíu í héraðinu í kringum Wuhan þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. 12. mars 2020 15:52 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Aðeins fimmtán ný smit greindust á meginlandi Kína í gær, þar af innan við tíu í héraðinu í kringum Wuhan þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. 12. mars 2020 15:52
Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25