Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Everton á móti Cardiff City at Goodison Park í November 2018. Getty/Clive Brunskill/ Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hjá enska úrvalsdeildafélaginu Everton byrjuðu að æfa aftur í síðustu viku en eru þó ennþá bara að æfa í litlum hópnum. Fram að því höfðu leikmenn liðsins þurft að æfa einir heima hjá sér í tvo mánuði og þar hefur reynt heldur betur á viljastyrk og hugarfar leikmanna. Gylfi virðist hafa staðist þá prófraun með miklum glans því hann sagðist í viðtalinu við evertonfc.com vera í mjög góðu formi þrátt fyrir „fríið“ vegna kórónuveirufaraldarins. „Eiginkonan er með mér allan sólarhringinn og fær að þola mig þegar við töpum eða hlutirnir eru ekki að ganga upp. Hún ýtir á mig á hverjum degi,“ sagði Gylfi við blaðamann heimasíðu Everton. „Löngunin til að standa mig vel kemur einnig frá mér sjálfum. Ég hef enn metnað fyrir því að bæta mig og spila á þessu getustigi. Mér líður enn mjög vel í skrokknum og það er því erfitt að segja hversu mörg ár ég á eftir,“ sagði Gylfi sem verður 31 árs gamall seinna á þessu ári. "I feel physically better than I probably did when I was 20" https://t.co/An5M8TAUxM— Everton FC News (@LivEchoEFC) May 25, 2020 „Ég er sennilega betur á mig kominn líkamlega heldur en þegar ég var tvítugur,“ sagði Gylfi. „Það var gott að mæta aftur á æfingu, sjá framan í menn og æfa með öðrum leikmönnum þótt auðvitað við séum að halda hæfilegri fjarlægð á milli manna,“ sagði Gylfi. „Ég hef reynt að halda mér uppteknum eins mikið og hægt var og gera eins mikið og ég get úr hverjum degi. En þrátt fyrir að ég hafi æft vel þennan tíma þá hafa þessar níu vikur verið ansi langar að líða,“ sagði Gylfi. „Auk þess að vera að halda mér í fótboltaformi þá hef ég verið að æfa vippin mín í garðinum og prófað mig áfram á píanóinu. Ég keypti píanóið fyrir nokkrum árum þegar ég var hjá Swansea. Það hafa komið tímabil þar sem ég hef ætlað að fara á fullt í að æfa mig að spila en síðan hefur áhuginn minnkað. Ég næ því á endanum, sagði Gylfi. View this post on Instagram Gylfi . A post shared by Everton (@everton) on Nov 18, 2019 at 12:49pm PST „Ég er á þætti sjö eða átta af The Last Dance. Ég horfi á þá á meðan ég borða morgunmatinn fyrir æfingu. Það er magnað að sjá hvernig Jordan hugsar hlutina, hvernig hann pælir í öllu og hversu mikill keppnismaður hann er,“ sagði Gylfi. „Þetta er ekki aðeins góður sjónvarpsþáttur heldur er hann einnig frábær fyrir íþróttaáhugafólk til að komast nær honum og sjá það hvernig hann hugsar,“ sagði Gylfi. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hjá enska úrvalsdeildafélaginu Everton byrjuðu að æfa aftur í síðustu viku en eru þó ennþá bara að æfa í litlum hópnum. Fram að því höfðu leikmenn liðsins þurft að æfa einir heima hjá sér í tvo mánuði og þar hefur reynt heldur betur á viljastyrk og hugarfar leikmanna. Gylfi virðist hafa staðist þá prófraun með miklum glans því hann sagðist í viðtalinu við evertonfc.com vera í mjög góðu formi þrátt fyrir „fríið“ vegna kórónuveirufaraldarins. „Eiginkonan er með mér allan sólarhringinn og fær að þola mig þegar við töpum eða hlutirnir eru ekki að ganga upp. Hún ýtir á mig á hverjum degi,“ sagði Gylfi við blaðamann heimasíðu Everton. „Löngunin til að standa mig vel kemur einnig frá mér sjálfum. Ég hef enn metnað fyrir því að bæta mig og spila á þessu getustigi. Mér líður enn mjög vel í skrokknum og það er því erfitt að segja hversu mörg ár ég á eftir,“ sagði Gylfi sem verður 31 árs gamall seinna á þessu ári. "I feel physically better than I probably did when I was 20" https://t.co/An5M8TAUxM— Everton FC News (@LivEchoEFC) May 25, 2020 „Ég er sennilega betur á mig kominn líkamlega heldur en þegar ég var tvítugur,“ sagði Gylfi. „Það var gott að mæta aftur á æfingu, sjá framan í menn og æfa með öðrum leikmönnum þótt auðvitað við séum að halda hæfilegri fjarlægð á milli manna,“ sagði Gylfi. „Ég hef reynt að halda mér uppteknum eins mikið og hægt var og gera eins mikið og ég get úr hverjum degi. En þrátt fyrir að ég hafi æft vel þennan tíma þá hafa þessar níu vikur verið ansi langar að líða,“ sagði Gylfi. „Auk þess að vera að halda mér í fótboltaformi þá hef ég verið að æfa vippin mín í garðinum og prófað mig áfram á píanóinu. Ég keypti píanóið fyrir nokkrum árum þegar ég var hjá Swansea. Það hafa komið tímabil þar sem ég hef ætlað að fara á fullt í að æfa mig að spila en síðan hefur áhuginn minnkað. Ég næ því á endanum, sagði Gylfi. View this post on Instagram Gylfi . A post shared by Everton (@everton) on Nov 18, 2019 at 12:49pm PST „Ég er á þætti sjö eða átta af The Last Dance. Ég horfi á þá á meðan ég borða morgunmatinn fyrir æfingu. Það er magnað að sjá hvernig Jordan hugsar hlutina, hvernig hann pælir í öllu og hversu mikill keppnismaður hann er,“ sagði Gylfi. „Þetta er ekki aðeins góður sjónvarpsþáttur heldur er hann einnig frábær fyrir íþróttaáhugafólk til að komast nær honum og sjá það hvernig hann hugsar,“ sagði Gylfi.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn