Rof í geðlæknismeðferðum vegna heimsfaraldursins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. maí 2020 14:35 Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Reykjavíkurborg Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Komum á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans fækkaði. Þá tóku margir geðlæknar sér frí á meðan samfélagssmit var sem mest. Talsvert var um að meðferð færi fram í gegnum síma eða fjarfundarbúnað en Óttar reiknar ekki með að sú breyting hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir sjúklinga. „Ef við tölum fyrst um bráðamótttöku geðsviðs þá fækkaði komum þangað og við höfum ekki orðið vör við mikla aðsókn eftir að samkomubanninu var aflétt þannig að við sjáum hvorki aukingu í komum á bráðamóttöku geðdeildar á meðan á faraldrinum stóð né eftir að honum linnti.“ Óttar bætir við að ákveðið rof hafi komið í meðferð sjúklinga á einkastofum þegar faraldurinn stóð sem hæst. „Vegna þess að margir hættu að vinna og mörgum var sinnt í gegnum síma og Zoom samtölum og þvíumlíkt en ég held það hafi ekki verið neinar alvarlegar afleiðingar af því.“ Margir skjólstæðingar hafi verið hræddir við að fara út, einkum eldra fólk. Samningaþóf við Sjúkratryggingar í fyrstu vegna meðferða í gegnum síma Óttar var spurður hvort nýtt fyrirkomulag á meðferð, til dæmis í gegnum fjarfundarbúnað eða síma hafi gengið upp gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. „Jú, eftir smá tíma og smá samningaþóf sem stóð nú ekki lengi. Það voru allir mjög viljugir að leysa þetta mál; ráðuneytið, ráðherra og Sjúkratryggingar Íslands. Þannig að þetta með símaþjónustuna var nú leyst og þeir sem voru mjög tæknivæddir tóku hana upp og það gekk ágætlega.“ Óttar segir, enn sem komið er, að hann geti ekki séð að faraldurinn hafi haft alvarlegar afleiðingar á geðheilsu þjóðarinnar þrátt fyrir að talsvert hafi verið um afkomu-og heilsukvíða. „Auðvitað eru ákveðnir einstaklingar sem voru mjög kvíðnir fyrir sem urðu kannski enn kvíðnari og þeir sem eru með heilsutengdan kvíða. Þetta fór mjög illa í þá en langflestir lifðu með þessu.“ Óttar segist vera ánægður með öfluga upplýsingagjöf þríeykisins svokallaða og stjórnvalda í faraldrinum. Daglegir upplýsingafundir og reglulegt stöðumat hafi eflt tiltrú almennings. „Þetta róaði þjóðina og gerði það að verkum að það var aldrei nein „panic“ gagnvart þessum faraldri.“ Lífsgæðakapphlaupið og samkeppnin ekki lífsnauðsynleg Óttar segir að heilt yfir hafi samfélagið aðlagast breyttum aðstæðum hratt og vel. Aðlögunin þurfi ekki eingöngu að vera neikvæð með tilliti til geðheilsu þótt vissulega séu margar neikvæðar hliðar á Covid-19. Hann segir að faraldurinn hafi fengið fólk til að staldra við, horfa inn á við og forangsraða betur þeim þáttum lífsins sem skiptir það máli. „Fólkið færist nær hvert öðru, talar meira saman og gerir meira saman. Það hefur líka áherslu á geðheilsuna. Fólk áttar sig á því hvað raunverulega er eftirsókn eftir vindi; allar þessar utanlandsferðir, golfferðir og borgarferðir. Það lifir bara ágætu lífi þó það fari ekki í þessar ferðir. Þetta endalausa hlaup og samkeppnisþjóðfélag er ekki lífsnauðsynlegt. Það er alveg hægt að slaka aðeins á. Þessir þættir breyta hugarfari og hefur áhrif á geðheilsu. Þetta er annars flókin staða og kannski verður ekki hægt að gera þetta upp fyrr en eftir svona tíu ár, ef engin önnur kreppa kemur upp á þessu tímabili.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Samband íslenskra framhaldsskólanema sendu út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð. Samkvæmt niðurstöðum finna um 56 prósent nemenda fyrir depurð og um þriðjungur nemenda finnur fyrir kvíða. 17. maí 2020 18:28 Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. 13. maí 2020 08:30 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Komum á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans fækkaði. Þá tóku margir geðlæknar sér frí á meðan samfélagssmit var sem mest. Talsvert var um að meðferð færi fram í gegnum síma eða fjarfundarbúnað en Óttar reiknar ekki með að sú breyting hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir sjúklinga. „Ef við tölum fyrst um bráðamótttöku geðsviðs þá fækkaði komum þangað og við höfum ekki orðið vör við mikla aðsókn eftir að samkomubanninu var aflétt þannig að við sjáum hvorki aukingu í komum á bráðamóttöku geðdeildar á meðan á faraldrinum stóð né eftir að honum linnti.“ Óttar bætir við að ákveðið rof hafi komið í meðferð sjúklinga á einkastofum þegar faraldurinn stóð sem hæst. „Vegna þess að margir hættu að vinna og mörgum var sinnt í gegnum síma og Zoom samtölum og þvíumlíkt en ég held það hafi ekki verið neinar alvarlegar afleiðingar af því.“ Margir skjólstæðingar hafi verið hræddir við að fara út, einkum eldra fólk. Samningaþóf við Sjúkratryggingar í fyrstu vegna meðferða í gegnum síma Óttar var spurður hvort nýtt fyrirkomulag á meðferð, til dæmis í gegnum fjarfundarbúnað eða síma hafi gengið upp gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. „Jú, eftir smá tíma og smá samningaþóf sem stóð nú ekki lengi. Það voru allir mjög viljugir að leysa þetta mál; ráðuneytið, ráðherra og Sjúkratryggingar Íslands. Þannig að þetta með símaþjónustuna var nú leyst og þeir sem voru mjög tæknivæddir tóku hana upp og það gekk ágætlega.“ Óttar segir, enn sem komið er, að hann geti ekki séð að faraldurinn hafi haft alvarlegar afleiðingar á geðheilsu þjóðarinnar þrátt fyrir að talsvert hafi verið um afkomu-og heilsukvíða. „Auðvitað eru ákveðnir einstaklingar sem voru mjög kvíðnir fyrir sem urðu kannski enn kvíðnari og þeir sem eru með heilsutengdan kvíða. Þetta fór mjög illa í þá en langflestir lifðu með þessu.“ Óttar segist vera ánægður með öfluga upplýsingagjöf þríeykisins svokallaða og stjórnvalda í faraldrinum. Daglegir upplýsingafundir og reglulegt stöðumat hafi eflt tiltrú almennings. „Þetta róaði þjóðina og gerði það að verkum að það var aldrei nein „panic“ gagnvart þessum faraldri.“ Lífsgæðakapphlaupið og samkeppnin ekki lífsnauðsynleg Óttar segir að heilt yfir hafi samfélagið aðlagast breyttum aðstæðum hratt og vel. Aðlögunin þurfi ekki eingöngu að vera neikvæð með tilliti til geðheilsu þótt vissulega séu margar neikvæðar hliðar á Covid-19. Hann segir að faraldurinn hafi fengið fólk til að staldra við, horfa inn á við og forangsraða betur þeim þáttum lífsins sem skiptir það máli. „Fólkið færist nær hvert öðru, talar meira saman og gerir meira saman. Það hefur líka áherslu á geðheilsuna. Fólk áttar sig á því hvað raunverulega er eftirsókn eftir vindi; allar þessar utanlandsferðir, golfferðir og borgarferðir. Það lifir bara ágætu lífi þó það fari ekki í þessar ferðir. Þetta endalausa hlaup og samkeppnisþjóðfélag er ekki lífsnauðsynlegt. Það er alveg hægt að slaka aðeins á. Þessir þættir breyta hugarfari og hefur áhrif á geðheilsu. Þetta er annars flókin staða og kannski verður ekki hægt að gera þetta upp fyrr en eftir svona tíu ár, ef engin önnur kreppa kemur upp á þessu tímabili.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Samband íslenskra framhaldsskólanema sendu út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð. Samkvæmt niðurstöðum finna um 56 prósent nemenda fyrir depurð og um þriðjungur nemenda finnur fyrir kvíða. 17. maí 2020 18:28 Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. 13. maí 2020 08:30 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Samband íslenskra framhaldsskólanema sendu út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð. Samkvæmt niðurstöðum finna um 56 prósent nemenda fyrir depurð og um þriðjungur nemenda finnur fyrir kvíða. 17. maí 2020 18:28
Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. 13. maí 2020 08:30