Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 09:56 Tómlegt var um að litast á Leicester-torgi í miðborg Lundúna í gær. Vísir/EPA Fjöldasamkomur verða bannaðar til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á Bretlandi í næstu viku. Stórviðburðum og íþróttaviðburðum hefur meðal annars verið frestað eða aflýst vegna heimsfaraldursins nú þegar. Bresk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu ákveðið við faraldrinum. Fram að þessu hefur ríkisstjórnin ekki gripið til aðgerða sem önnur ríki hafa beitt gegn veirunni, þar á meðal samkomubanns. Nú hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildum sínum innan bresku ríkisstjórnarinnar að ráðherrar séu að leggja drög að því að taka fyrir ýmsar tegundir opinberra viðburða, þar á meðal fjöldasamkoma, í samráði við vísindaráðgjafa og lækna. Lagafrumvarp verði lagt fram í næstu viku sem gefi ríkisstjórninni heimild til að banna samkomur og bæta samtökum og fyrirtækjum tjónið. Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu frestaði öllum leikjum þangað til í apríl í gær og þá var Lundúnamaraþoninu frestað sömuleiðis. Elísabet drottning afboðaði sig á samkomur sem eru fyrirhugaðar í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur einnig frestað sveitarstjórnar- og borgarstjórakosningum sem áttu að fara fram á Englandi í maí um ár. Skoska heimastjórnin hafði áður mælst til þess að hætt yrði við allar samkomur fimm hundrað manns eða fleiri. Óttast áhrifin á veitinga- og hótelgeirann Samtök breskra veitingastaða og hótela vara stjórnvöld nú við því að fjöldi starfa á hótelum, kaffihúsum og veitingastöðum eigi eftir að tapast af völdum kórónuveirufaraldursins áður en maímánuður rennur upp hlaupi þau ekki undir bagga með iðnaðinum. Í bréfi sem þau rituðu Rishi Sunak, fjármálaráðherra, lýsa þau faraldrinum sem ógn við tilvist iðnaðarins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau vilja meðal annars fá heimild til þess að segja starfsfólki upp tímabundið til að bregðast við hrapandi eftirspurn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Fjöldasamkomur verða bannaðar til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á Bretlandi í næstu viku. Stórviðburðum og íþróttaviðburðum hefur meðal annars verið frestað eða aflýst vegna heimsfaraldursins nú þegar. Bresk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu ákveðið við faraldrinum. Fram að þessu hefur ríkisstjórnin ekki gripið til aðgerða sem önnur ríki hafa beitt gegn veirunni, þar á meðal samkomubanns. Nú hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildum sínum innan bresku ríkisstjórnarinnar að ráðherrar séu að leggja drög að því að taka fyrir ýmsar tegundir opinberra viðburða, þar á meðal fjöldasamkoma, í samráði við vísindaráðgjafa og lækna. Lagafrumvarp verði lagt fram í næstu viku sem gefi ríkisstjórninni heimild til að banna samkomur og bæta samtökum og fyrirtækjum tjónið. Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu frestaði öllum leikjum þangað til í apríl í gær og þá var Lundúnamaraþoninu frestað sömuleiðis. Elísabet drottning afboðaði sig á samkomur sem eru fyrirhugaðar í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur einnig frestað sveitarstjórnar- og borgarstjórakosningum sem áttu að fara fram á Englandi í maí um ár. Skoska heimastjórnin hafði áður mælst til þess að hætt yrði við allar samkomur fimm hundrað manns eða fleiri. Óttast áhrifin á veitinga- og hótelgeirann Samtök breskra veitingastaða og hótela vara stjórnvöld nú við því að fjöldi starfa á hótelum, kaffihúsum og veitingastöðum eigi eftir að tapast af völdum kórónuveirufaraldursins áður en maímánuður rennur upp hlaupi þau ekki undir bagga með iðnaðinum. Í bréfi sem þau rituðu Rishi Sunak, fjármálaráðherra, lýsa þau faraldrinum sem ógn við tilvist iðnaðarins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau vilja meðal annars fá heimild til þess að segja starfsfólki upp tímabundið til að bregðast við hrapandi eftirspurn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent