„Að skima fólk sem er ekki með einkenni eru ekki góð vísindi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2020 17:24 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Stöð 2 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir að það séu ekki góð vísindi að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum á landamærunum líkt og fyrirhugað er í júní. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis. „Það að skima fólk sem er ekki með einkenni eru ekki góð vísindi. Það er mjög hátt hlutfall af falskt neikvæðum sýnum þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni.“ Orku heilbrigðisstarfsfólks sé betur varið í annað Hún segir að gífurlega mikil orka, fjármunir og vinna hafa farið í að skoða möguleikann á að skima ferðamenn á landamærunum. Áætlanir stjórnvalda um skimun á Keflavíkurflugvelli séu ekki ráðlegar. „Ég held við ættum að íhuga þá orku okkar heilbrigðisstarfsmanna og fjármuni sem muni fara í þetta verkefni sem hugsanlega væri betur varið annars staðar vegna þess að þetta mun ekki koma í veg fyrir að veiran berist til landsins.“ Hún segir að miklar líkur séu á því að jákvæð sýni muni greinast úr einkennalausum ferðamönnum sem mögulega hafi verið veikir fyrir mánuði eða meira, komnir með mótefni og ekki smitandi. „En við þurfum þá að bera ábyrgð á að einangra þá, fæða þá og veita þeim húsnæði í fjórtán daga,“ segir Bryndís sem bendir á þann mikla kostnað sem af því hlýst. Lítið þurfi til að Landspítalinn fari aftur á neyðarstig Bryndís var spurð hvort hún hefði miklar áhyggjur af því að smitum muni taka að fjölga eftir að landið verður opnað í júní. „Það munu koma til Íslands ferðamenn og Íslendingar sem munu bera veiruna í sér. Það er óumflýjanlegt. Það er mikilvægt, finnst mér, að landsmenn átti sig á því að það þarf ekki mikið til að Landspítalinn sé settur aftur á ákveðið viðbúnaðarstig og jafnvel neyðarstig.“ Viðbúnaður á Landspítalanum þegar faraldurinn var í hámarki var gríðarlegur. „Í tvo mánuði þá snerist heilbrigðiskerfið okkar um þessa veiru og allt annað sat á hakanum. Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því að þessi staða gæti komið upp aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. 28. maí 2020 18:19 „Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. 28. maí 2020 14:25 Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 28. maí 2020 14:02 Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir að það séu ekki góð vísindi að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum á landamærunum líkt og fyrirhugað er í júní. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis. „Það að skima fólk sem er ekki með einkenni eru ekki góð vísindi. Það er mjög hátt hlutfall af falskt neikvæðum sýnum þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni.“ Orku heilbrigðisstarfsfólks sé betur varið í annað Hún segir að gífurlega mikil orka, fjármunir og vinna hafa farið í að skoða möguleikann á að skima ferðamenn á landamærunum. Áætlanir stjórnvalda um skimun á Keflavíkurflugvelli séu ekki ráðlegar. „Ég held við ættum að íhuga þá orku okkar heilbrigðisstarfsmanna og fjármuni sem muni fara í þetta verkefni sem hugsanlega væri betur varið annars staðar vegna þess að þetta mun ekki koma í veg fyrir að veiran berist til landsins.“ Hún segir að miklar líkur séu á því að jákvæð sýni muni greinast úr einkennalausum ferðamönnum sem mögulega hafi verið veikir fyrir mánuði eða meira, komnir með mótefni og ekki smitandi. „En við þurfum þá að bera ábyrgð á að einangra þá, fæða þá og veita þeim húsnæði í fjórtán daga,“ segir Bryndís sem bendir á þann mikla kostnað sem af því hlýst. Lítið þurfi til að Landspítalinn fari aftur á neyðarstig Bryndís var spurð hvort hún hefði miklar áhyggjur af því að smitum muni taka að fjölga eftir að landið verður opnað í júní. „Það munu koma til Íslands ferðamenn og Íslendingar sem munu bera veiruna í sér. Það er óumflýjanlegt. Það er mikilvægt, finnst mér, að landsmenn átti sig á því að það þarf ekki mikið til að Landspítalinn sé settur aftur á ákveðið viðbúnaðarstig og jafnvel neyðarstig.“ Viðbúnaður á Landspítalanum þegar faraldurinn var í hámarki var gríðarlegur. „Í tvo mánuði þá snerist heilbrigðiskerfið okkar um þessa veiru og allt annað sat á hakanum. Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því að þessi staða gæti komið upp aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. 28. maí 2020 18:19 „Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. 28. maí 2020 14:25 Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 28. maí 2020 14:02 Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. 28. maí 2020 18:19
„Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. 28. maí 2020 14:25
Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 28. maí 2020 14:02
Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59