Börnin sem enginn vill fá heim Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2020 12:54 Aðstæðurnar í fangabúðunum þykja ömurlegar. EPA/AHMED MARDNLI Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim og vilja það ekki. Þegar sjö ára stúlka frá Frakklandi vektist alvarlega í síðasta mánuði var þó flugvél send eftir henni og hún flutt til Frakklands. Móðir hennar, tveir bræður og tvíburasystur voru þó skilin eftir. Þegar vígamenn Íslamska ríkisins töpuðu yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna í Írak og Sýrlandi tókst mörgum vígamönnum frá svæðinu að koma sér fyrir meðal íbúa og fela sig. Erlendir vígamenn gátu það hins vegar ekki og voru flestir þeirra felldir. Fjölmargir enduðu þó í haldi Kúrda. Fjölskyldur þeirra enduðu sömuleiðis í haldi Kúrda og síðan hefur lítill sem enginn vilji verið fyrir því að taka á móti fólkinu í heimalöndum þeirra og hafa Kúrdar setið upp með þau og tilheyrandi kostnað. Aðstæður ekki góðar og munu ekki skána Kúrdar hafa þó ekki burði til að halda svo mörgum föngum í langan tíma og vöruðu við því strax að aðstæður yrðu ekki góðar í þessum búðum. Margir hafa verið fluttir til Írak þar sem þeir hafa að mestu verið dæmdir til dauða eftir stutt og jafnvel umdeild réttarhöld. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt umrædd ríki harðlega fyrir að taka ekki á móti börnum vígamanna og segja þau meðal annars í hættu á að aðhyllast gildum og málflutningi ISIS-liða. Þó flest ríki vilji ekki taka á móti umræddum börnum er vert að taka fram að yfirvöld ríkja eins og Rússlands, Kósóvó, Tyrklands, Úsbekistan og Kasakstan hafa tekið á móti minnst hundrað börnum í hverju ríki. Í búðunum er einnig skortur á matvælum og vatni auk þess sem börnin fá ekki menntun og heilbrigðisþjónustu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða áhrif Covid-19 gæti haft í búðunum. Ekkert smit hefur greinst í þeim en enn sem komið er hefur ekkert verið skimað fyrir sjúkdómnum þar. Í frétt New York Times segir að einhver barnanna hafi búið í þessum fangabúðum um árabil og minnst níu börn sem áttu evrópska foreldra hafi dáið á undanförnum árum. Þau eru sögð hafa dáið af ástæðum sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Lítill vilji til að fá börnin heim en enginn vilji til að taka við foreldrunum Meðal þeirra ástæðna sem forsvarsmenn ríkjanna sem um ræðir vísa til varðandi það að ekki sé hægt að flytja börnin til heimalanda foreldra þeirra eru erfiðleikar við að sannreyna hverjir foreldrar þeirra eru, hætturnar við að senda erindreka á átakasvæði og að ekki sé vilji til að slíta börnin frá mæðrum þeirra. Þó lítill vilji sé til að taka við börnunum er nánast enginn vilji til að flytja mæðurnar heim og hvað þá feður þeirra. Embættismenn óttast að geta ekki tekið á móti börnunum án þess að taka einnig við foreldrunum. Reynslan hefur sýnt að erfitt er að sakfella ISIS-liða heima fyrir. Sérfræðingar sem blaðamenn NYT ræddu við segja þó að mál frönsku stúlkunnar sýni að hægt sé að flytja börnin heim. Heilt yfir eru Frakkar þó mjög mótfallnir því að flytja vígamenn og börn þeirra aftur til Frakklands. Af um 300 börnum franskra foreldra hafa um átján verið flutt til Frakklands. Ríkisstjórn Frakklands gerir lítinn greinarmun á mönnum og konum sem gengu til liðs við ISIS og segja að réttast væri að rétta yfir þeim í Sýrlandi eða Írak. En eins og áður segir óttast sérfræðingar að verið sé að búa til nýja kynslóð hryðjuverkamanna í fangabúðunum í Sýrlandi. Sýrland Frakkland Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim og vilja það ekki. Þegar sjö ára stúlka frá Frakklandi vektist alvarlega í síðasta mánuði var þó flugvél send eftir henni og hún flutt til Frakklands. Móðir hennar, tveir bræður og tvíburasystur voru þó skilin eftir. Þegar vígamenn Íslamska ríkisins töpuðu yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna í Írak og Sýrlandi tókst mörgum vígamönnum frá svæðinu að koma sér fyrir meðal íbúa og fela sig. Erlendir vígamenn gátu það hins vegar ekki og voru flestir þeirra felldir. Fjölmargir enduðu þó í haldi Kúrda. Fjölskyldur þeirra enduðu sömuleiðis í haldi Kúrda og síðan hefur lítill sem enginn vilji verið fyrir því að taka á móti fólkinu í heimalöndum þeirra og hafa Kúrdar setið upp með þau og tilheyrandi kostnað. Aðstæður ekki góðar og munu ekki skána Kúrdar hafa þó ekki burði til að halda svo mörgum föngum í langan tíma og vöruðu við því strax að aðstæður yrðu ekki góðar í þessum búðum. Margir hafa verið fluttir til Írak þar sem þeir hafa að mestu verið dæmdir til dauða eftir stutt og jafnvel umdeild réttarhöld. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt umrædd ríki harðlega fyrir að taka ekki á móti börnum vígamanna og segja þau meðal annars í hættu á að aðhyllast gildum og málflutningi ISIS-liða. Þó flest ríki vilji ekki taka á móti umræddum börnum er vert að taka fram að yfirvöld ríkja eins og Rússlands, Kósóvó, Tyrklands, Úsbekistan og Kasakstan hafa tekið á móti minnst hundrað börnum í hverju ríki. Í búðunum er einnig skortur á matvælum og vatni auk þess sem börnin fá ekki menntun og heilbrigðisþjónustu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða áhrif Covid-19 gæti haft í búðunum. Ekkert smit hefur greinst í þeim en enn sem komið er hefur ekkert verið skimað fyrir sjúkdómnum þar. Í frétt New York Times segir að einhver barnanna hafi búið í þessum fangabúðum um árabil og minnst níu börn sem áttu evrópska foreldra hafi dáið á undanförnum árum. Þau eru sögð hafa dáið af ástæðum sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Lítill vilji til að fá börnin heim en enginn vilji til að taka við foreldrunum Meðal þeirra ástæðna sem forsvarsmenn ríkjanna sem um ræðir vísa til varðandi það að ekki sé hægt að flytja börnin til heimalanda foreldra þeirra eru erfiðleikar við að sannreyna hverjir foreldrar þeirra eru, hætturnar við að senda erindreka á átakasvæði og að ekki sé vilji til að slíta börnin frá mæðrum þeirra. Þó lítill vilji sé til að taka við börnunum er nánast enginn vilji til að flytja mæðurnar heim og hvað þá feður þeirra. Embættismenn óttast að geta ekki tekið á móti börnunum án þess að taka einnig við foreldrunum. Reynslan hefur sýnt að erfitt er að sakfella ISIS-liða heima fyrir. Sérfræðingar sem blaðamenn NYT ræddu við segja þó að mál frönsku stúlkunnar sýni að hægt sé að flytja börnin heim. Heilt yfir eru Frakkar þó mjög mótfallnir því að flytja vígamenn og börn þeirra aftur til Frakklands. Af um 300 börnum franskra foreldra hafa um átján verið flutt til Frakklands. Ríkisstjórn Frakklands gerir lítinn greinarmun á mönnum og konum sem gengu til liðs við ISIS og segja að réttast væri að rétta yfir þeim í Sýrlandi eða Írak. En eins og áður segir óttast sérfræðingar að verið sé að búa til nýja kynslóð hryðjuverkamanna í fangabúðunum í Sýrlandi.
Sýrland Frakkland Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira