Telur íslensk yfirvöld velja varfærnari leið en aðrar þjóðir Sylvía Hall skrifar 3. júní 2020 11:34 Jóhannes Þór Skúlason Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjónustuaðila hafa vonast eftir því að samræmi yrði milli landa varðandi reglur um komu ferðamanna. Ríkisstjórnin stefnir á að hefja skimun fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli 15. júní næstkomandi. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra útilokaði hann aðra kosti um takmarkanir á komu ferðamanna til landsins. Algjör opnun eða lokun landamæranna kæmi ekki til greina að hans mati, og þá væri heilsufarsskoðun fyrir eða við komu til landsins of kostnaðarsöm og ólíkleg til árangurs. Þá falla niðurstöður úr mótefnamælingu ekki undir heilsufarsskoðun. Val um skimun eða fjórtán daga sóttkví væru því bestu kostirnir, eða framvísun vottorðs sem þykir jafngilda skimun. „Þetta er vandmeðfarið samspil heilbrigðisþátta og efnahagsþátta sem á sér núna stað um alla álfuna. Það er orðinn mikill þrýstingur á að það opnist á ferðalög aftur, ég tala nú ekki um frá til dæmis ríkjum sem eiga mikið undir ferðaþjónustunni eins og við Miðjarðarhafið og hérna norður í Atlantshafinu,“ segir Jóhannes Þór í samtali við fréttastofu. „Við höfum verið að horfa til þess að vonandi yrðu þessar reglur einhvern veginn eins samræmdar og hægt væri, en eins og komið hefur fram er engin alþjóðleg samvinna beinlínis um það.“ Samtök ferðaþjónustunnar telji leið íslenskra yfirvalda vera varfærnari en þær leiðir sem mörg önnur ríki heimsins kjósi að fara. Það verði því áhugavert að sjá hvernig þessi útfærsla hafa áhrif á ferðaþjónustu hér á landi í sumar. „Maður veltir fyrir sér hvernig það muni þróast inn í sumarið ef það verði opnari leiðir á milli landa á meginlandi Evrópu en hingað til Íslands, hvort þetta verði talin einhvers konar hindrun fyrir ferðalög.“ Mikilvægt að upplýsingarnar séu aðgengilegar Jóhannes segir fyrirsjáanleika skipta öllu máli í þessu samhengi og að bæði ferðamenn og ferðaþjónustuaðilar geti skipulagt sína starfsemi í kringum aðgerðir yfirvalda. Það séu enn spurningar sem eigi eftir að svara varðandi opnun landamæranna. „Þar eigum við enn þá því miður töluvert í land þótt það sé núna töluvert um liðið síðan þessi opnun var tilkynnt og símarnir byrjuðu að hringja með allskonar spurningum. Við erum ekki enn komin með samræmd svör sem við getum til dæmis kynnt okkar viðskiptamönnum og ferðaskrifstofum erlendis sem koma hingað með hópa,“ segir Jóhannes Þór og á þar við um upplýsingar um kostnað fyrir ferðamenn vegna skimunar og sóttkví. „Hvað gerist ef að sá sem situr fyrir framan mig í flugvélinni eða í rútunni eða á flugvellinum er smitaður, þarf ég þá að fara í sóttkví? Hver borgar það? Fæ ég eitthvað endurgreitt? Þetta eru spurningar sem er verið að vinna úr núna og okkur hefur vantað þessa grundvallarþætti þangað til í gær, þannig nú eru menn að hlaupa mjög hratt til þess að gera þetta.“ Hann segist binda vonir við það að allar nauðsynlegar upplýsingar verði samræmdar og gerðar aðgengilegar á einum stað. Þannig geti opinberir aðilar og aðilar í ferðaþjónustu vísað á sömu svör við þeim spurningum sem kynnu að vakna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. 2. júní 2020 19:15 Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Sóttvarnalæknir enn þeirrar skoðunar að skimun á Keflavíkurflugvelli sé rétta leiðin Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 31. maí 2020 10:40 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjónustuaðila hafa vonast eftir því að samræmi yrði milli landa varðandi reglur um komu ferðamanna. Ríkisstjórnin stefnir á að hefja skimun fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli 15. júní næstkomandi. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra útilokaði hann aðra kosti um takmarkanir á komu ferðamanna til landsins. Algjör opnun eða lokun landamæranna kæmi ekki til greina að hans mati, og þá væri heilsufarsskoðun fyrir eða við komu til landsins of kostnaðarsöm og ólíkleg til árangurs. Þá falla niðurstöður úr mótefnamælingu ekki undir heilsufarsskoðun. Val um skimun eða fjórtán daga sóttkví væru því bestu kostirnir, eða framvísun vottorðs sem þykir jafngilda skimun. „Þetta er vandmeðfarið samspil heilbrigðisþátta og efnahagsþátta sem á sér núna stað um alla álfuna. Það er orðinn mikill þrýstingur á að það opnist á ferðalög aftur, ég tala nú ekki um frá til dæmis ríkjum sem eiga mikið undir ferðaþjónustunni eins og við Miðjarðarhafið og hérna norður í Atlantshafinu,“ segir Jóhannes Þór í samtali við fréttastofu. „Við höfum verið að horfa til þess að vonandi yrðu þessar reglur einhvern veginn eins samræmdar og hægt væri, en eins og komið hefur fram er engin alþjóðleg samvinna beinlínis um það.“ Samtök ferðaþjónustunnar telji leið íslenskra yfirvalda vera varfærnari en þær leiðir sem mörg önnur ríki heimsins kjósi að fara. Það verði því áhugavert að sjá hvernig þessi útfærsla hafa áhrif á ferðaþjónustu hér á landi í sumar. „Maður veltir fyrir sér hvernig það muni þróast inn í sumarið ef það verði opnari leiðir á milli landa á meginlandi Evrópu en hingað til Íslands, hvort þetta verði talin einhvers konar hindrun fyrir ferðalög.“ Mikilvægt að upplýsingarnar séu aðgengilegar Jóhannes segir fyrirsjáanleika skipta öllu máli í þessu samhengi og að bæði ferðamenn og ferðaþjónustuaðilar geti skipulagt sína starfsemi í kringum aðgerðir yfirvalda. Það séu enn spurningar sem eigi eftir að svara varðandi opnun landamæranna. „Þar eigum við enn þá því miður töluvert í land þótt það sé núna töluvert um liðið síðan þessi opnun var tilkynnt og símarnir byrjuðu að hringja með allskonar spurningum. Við erum ekki enn komin með samræmd svör sem við getum til dæmis kynnt okkar viðskiptamönnum og ferðaskrifstofum erlendis sem koma hingað með hópa,“ segir Jóhannes Þór og á þar við um upplýsingar um kostnað fyrir ferðamenn vegna skimunar og sóttkví. „Hvað gerist ef að sá sem situr fyrir framan mig í flugvélinni eða í rútunni eða á flugvellinum er smitaður, þarf ég þá að fara í sóttkví? Hver borgar það? Fæ ég eitthvað endurgreitt? Þetta eru spurningar sem er verið að vinna úr núna og okkur hefur vantað þessa grundvallarþætti þangað til í gær, þannig nú eru menn að hlaupa mjög hratt til þess að gera þetta.“ Hann segist binda vonir við það að allar nauðsynlegar upplýsingar verði samræmdar og gerðar aðgengilegar á einum stað. Þannig geti opinberir aðilar og aðilar í ferðaþjónustu vísað á sömu svör við þeim spurningum sem kynnu að vakna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. 2. júní 2020 19:15 Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Sóttvarnalæknir enn þeirrar skoðunar að skimun á Keflavíkurflugvelli sé rétta leiðin Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 31. maí 2020 10:40 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. 2. júní 2020 19:15
Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33
Sóttvarnalæknir enn þeirrar skoðunar að skimun á Keflavíkurflugvelli sé rétta leiðin Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 31. maí 2020 10:40