„Alltof vel sloppið að birta bara svarta mynd á Instagram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2020 09:30 Kevin-Prince Boateng þegar hann var kynntur sem leikmaður Barcelona í janúar í fyrra. Hann var ekki lengi hjá spænska stórliðinu eða aðeins fram á vor. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Knattspyrnumaðurinn Kevin-Prince Boateng finnst að margir leikmenn eigi að gera mun meira í að styðja réttindabaráttu svartra en að birta bara svarta mynd á Instagram. Fólk út um allan heim er hneykslað yfir meðferðinni á blökkumanninum George Floyd en hann dó eftir að hvítur lögreglumaður lá með hné sitt ofan á hálsi hans í meira en átta mínútur. Mikil mótmæli hafa verið út um öll Bandaríkjamenn og þau hafa náð til Evrópu og annarra heimshluta. Margir íþróttamenn hafa sýnt réttindabaráttunni sinn stuðning með orðum, athöfnum eða í viðtölum en stór hluti hefur hins vegar ekki tjáð sig að öðru leyti en að setja svarta mynd inn á Instagram reikninga sína. Knattspyrnumanninum Kevin-Prince Boateng finnst það bara vera hvergi nærri nóg. Hann vill sjá meiri stuðning í orði og verki. Kevin-Prince Boateng wants to see players do more than post a black picture. pic.twitter.com/fGvOoX4puP— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2020 „Það er ekki nóg að allir séu bara að birta svarta mynd á þessum tímum. Það er of auðvelt. Fólk er bara of hrætt við að standa fyrir eitthvað eða segja eitthvað vegna styrktaraðila sinna eða fylgjenda,“ sagði Kevin-Prince Boateng harðorður. „Af hverju eru þið ekki að tjá ykkur? Af hverju eru þið að segja eitthvað? Svört mynd er alltaf of auðveld leið,“ sagði Kevin-Prince Boateng. Kevin-Prince Boateng var síðast á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas en hefur leikið áður með liðum eins og Tottenham, AC Milan, Barcelona og Borussia Dortmund. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá þakkaði Kevin-Prince Boateng fólki fyrir að gera eitthvað þó að það væri bara að setja inn svarta mynd á Twitter. Hann vill bara sjá miklu meira gert svo að hlutirnir breytist í heiminum. Thank you @SkySports for letting me speak up one more Let s speak up! It s never too late #Everyone #NoToRacism #Culture #Football #Skysports #Interview pic.twitter.com/ZIWqniNlcE— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 4, 2020 All together we can win this battle. #justiceforFloyd #racialinjustice #Everyone #NoToRacism pic.twitter.com/BUuhzUJGma— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 2, 2020 Fótbolti Dauði George Floyd Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Kevin-Prince Boateng finnst að margir leikmenn eigi að gera mun meira í að styðja réttindabaráttu svartra en að birta bara svarta mynd á Instagram. Fólk út um allan heim er hneykslað yfir meðferðinni á blökkumanninum George Floyd en hann dó eftir að hvítur lögreglumaður lá með hné sitt ofan á hálsi hans í meira en átta mínútur. Mikil mótmæli hafa verið út um öll Bandaríkjamenn og þau hafa náð til Evrópu og annarra heimshluta. Margir íþróttamenn hafa sýnt réttindabaráttunni sinn stuðning með orðum, athöfnum eða í viðtölum en stór hluti hefur hins vegar ekki tjáð sig að öðru leyti en að setja svarta mynd inn á Instagram reikninga sína. Knattspyrnumanninum Kevin-Prince Boateng finnst það bara vera hvergi nærri nóg. Hann vill sjá meiri stuðning í orði og verki. Kevin-Prince Boateng wants to see players do more than post a black picture. pic.twitter.com/fGvOoX4puP— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2020 „Það er ekki nóg að allir séu bara að birta svarta mynd á þessum tímum. Það er of auðvelt. Fólk er bara of hrætt við að standa fyrir eitthvað eða segja eitthvað vegna styrktaraðila sinna eða fylgjenda,“ sagði Kevin-Prince Boateng harðorður. „Af hverju eru þið ekki að tjá ykkur? Af hverju eru þið að segja eitthvað? Svört mynd er alltaf of auðveld leið,“ sagði Kevin-Prince Boateng. Kevin-Prince Boateng var síðast á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas en hefur leikið áður með liðum eins og Tottenham, AC Milan, Barcelona og Borussia Dortmund. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá þakkaði Kevin-Prince Boateng fólki fyrir að gera eitthvað þó að það væri bara að setja inn svarta mynd á Twitter. Hann vill bara sjá miklu meira gert svo að hlutirnir breytist í heiminum. Thank you @SkySports for letting me speak up one more Let s speak up! It s never too late #Everyone #NoToRacism #Culture #Football #Skysports #Interview pic.twitter.com/ZIWqniNlcE— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 4, 2020 All together we can win this battle. #justiceforFloyd #racialinjustice #Everyone #NoToRacism pic.twitter.com/BUuhzUJGma— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 2, 2020
Fótbolti Dauði George Floyd Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira