Telja að Ragnar verði ekki áfram í Kaupmannahöfn á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2020 10:30 Hvar spilar Raggi Sig á næstu leiktíð? Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Ragnar Sigurðsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í fótbolta undanfarin ár, skrifaði undir hjá danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn í janúar á þessu ári. Er það í annað sinn sem Ragnar gengur til liðs við félagið en hann lék með því frá árunum 2011 til 2014. Nú virðist sem Ragnar gæti verið á leið frá félaginu. Landsliðsmiðvörðurinn gekk í raðir FCK þann 12. janúar og skrifaði undir samning fram á sumar. Þar áður hafði hann leikið í Rússlandi frá árinu 2014 ef frá er tekið stutt stopp hjá Fulham í ensku B-deildinni. Þeir Mikkel Bischoff og Lars Jacobsen, fyrrum atvinnumenn og núverandi sérfræðingar Eurosport í Danmörku, ræddu leikmannahóp FCK á dögunum. Telja þeir að allt fimm leikmenn í hópnum í dag eigi ekki framtíð hjá félaginu. Einn af þessum fimm leikmönnum er Raggi Sig. Ragnar var ekki í leikmannahópi liðsins þegar það mætti Lyngby í fyrsta leik sínum eftir að deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Mögulega spilar það inn í skoðun þeirra Bischoff og Jacobsen. Þá fékk hinn 33 ára gamli Ragnar aðeins hálfs árs samning hjá félaginu í janúar. Ragnar hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár en alls hefur hann leikið 94 leiki fyrir A-landslið Íslands. Nú virðist sem miðvörðurinn öflugi þurfi að leita sér að nýju liði í sumar. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Ragnar ekki valinn í fyrsta hóp eftir hlé Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki valinn í fyrsta leikmannahóp FC Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. 31. maí 2020 13:30 „Kannski les hann þá Playboy?“ Liðsfélagar Ragnars Sigurðssonar hjá FC Köbenhavn virðast ekki hafa mikla trú á því að íslenski landsliðsmiðvörðurinn sé lestrarhestur. 30. maí 2020 13:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í fótbolta undanfarin ár, skrifaði undir hjá danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn í janúar á þessu ári. Er það í annað sinn sem Ragnar gengur til liðs við félagið en hann lék með því frá árunum 2011 til 2014. Nú virðist sem Ragnar gæti verið á leið frá félaginu. Landsliðsmiðvörðurinn gekk í raðir FCK þann 12. janúar og skrifaði undir samning fram á sumar. Þar áður hafði hann leikið í Rússlandi frá árinu 2014 ef frá er tekið stutt stopp hjá Fulham í ensku B-deildinni. Þeir Mikkel Bischoff og Lars Jacobsen, fyrrum atvinnumenn og núverandi sérfræðingar Eurosport í Danmörku, ræddu leikmannahóp FCK á dögunum. Telja þeir að allt fimm leikmenn í hópnum í dag eigi ekki framtíð hjá félaginu. Einn af þessum fimm leikmönnum er Raggi Sig. Ragnar var ekki í leikmannahópi liðsins þegar það mætti Lyngby í fyrsta leik sínum eftir að deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Mögulega spilar það inn í skoðun þeirra Bischoff og Jacobsen. Þá fékk hinn 33 ára gamli Ragnar aðeins hálfs árs samning hjá félaginu í janúar. Ragnar hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár en alls hefur hann leikið 94 leiki fyrir A-landslið Íslands. Nú virðist sem miðvörðurinn öflugi þurfi að leita sér að nýju liði í sumar.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Ragnar ekki valinn í fyrsta hóp eftir hlé Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki valinn í fyrsta leikmannahóp FC Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. 31. maí 2020 13:30 „Kannski les hann þá Playboy?“ Liðsfélagar Ragnars Sigurðssonar hjá FC Köbenhavn virðast ekki hafa mikla trú á því að íslenski landsliðsmiðvörðurinn sé lestrarhestur. 30. maí 2020 13:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Sjá meira
Ragnar ekki valinn í fyrsta hóp eftir hlé Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki valinn í fyrsta leikmannahóp FC Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. 31. maí 2020 13:30
„Kannski les hann þá Playboy?“ Liðsfélagar Ragnars Sigurðssonar hjá FC Köbenhavn virðast ekki hafa mikla trú á því að íslenski landsliðsmiðvörðurinn sé lestrarhestur. 30. maí 2020 13:30