Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. júní 2020 15:00 Margir horfðu á Kastljós miðvikudaginn 27. maí, þar sem Einar Þorsteinsson, fréttamaður, ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar (IE), um framlag fyrirtækisins til Covid-19 skimana síðustu tvo mánuði og möguleikann á því, að IE kæmi líka að skimunum í sambandi við komu ferðamanna frá miðjum júni. Að vanda var Kári skemmtilegur í tali og látbragði, hnittinn og orðhvatur, en fyrir undirritaðan vantaði þó nokkuð á, að málflutningur sjarmörsins næði trúverðugu eða sannfærandi stigi, og, það sem verra var: Tölur um þá fjármuni, sem IE á að hafa fært inn í íslenzkt samfélag, síðustu tvo mánuði, virðast út í hött. Aðspurður sagði Kári, að kostnaður við eina Covid-19 skimun væri 3.000 til 4.000 krónur. Þegar nánar var farið út í kostnað við skimun ferðamanna, var svar Kára það, að, ef kaupa ætti tæki og afskrifa á einu ári og skima 500 manns á dag, yrði sá kostnaður 1,7 milljón, en það jafngildir 3.400 krónum á mann/skimun. Nokkru seinna í viðtalinu, sagði svo Kári þetta orðrétt:“...ég hugsa, að kostnaðurinn við það, sem við gerðum á þessum síðustu tveimur mánuðum, sé svona 3 milljarðar, sem við færðum inn í þetta samfélag“. Heyrði ég þetta rétt!? Fyrir lá, að ÍE hefði framkvæmt um 40.000 skimanir á því tímabili, sem um ræðir, og miðað við kostnað upp á 3.400 krónur á skimun, væri heildarkostnaðurinn við þessar 40.000 skimanir, 136 milljónir króna, en ekki 3 milljarðar! Er munur á þessum tölum ekki minni en 20-faldur! Hér virðist vísindamanninum óhressa hafa orðið illilega á í messunni, eflaust óvart, þó að það sé vart skiljanlegt. Svo stór virðist þessi villa. Ég lagði þessar tölur fyrir forstjórann, áður en ég setti þessa grein á pappír, bað um skýringar, taldi mig kannske hafa misskilið eitthvað, en fékk engin svör. Auðvitað er það líka stórt og glæsilegt framlag til íslenzks samfélags, að IE skuli hafa skimað landsmenn fyrir 136 milljónir króna án greiðslu, en er þetta góðvilji einn og elska IE - eða öllu heldur eiganda þeirra, Amgen í USA, Kári virðist ekkert eiga í IE - á íslenzku samfélagi? Það væri þó ansi mikil og óvenjuleg væntumþykja! Hangir kannske eitthvað fleira á spýtunni? T.a.m. víðtækur aðgangur IE að fjölmörgum og mismunandi lífsýnum, sem styrkja kann lífsýnabanka IE, eftir því sem heimildir leyfa, og gagnast mun IE, eða eiganda þeirra, ef ekki báðum, í starfsemi þeirra og tekjuöflun? Kannske eru menn hér að slá tvær flugur í einu höggi, sem kann að vera í lagi, en æskilegt er þá, að skýrt sé frá þessum málum með opnum og heiðarlegum hætti; gagnsæis gætt. Það fer fremur illa í undirritaðan, að menn slái sig 20-falt til riddara vegna framlags til íslenzks samfélags, ekki sízt, ef framlagið tryggir þeim sjálfum verulega hagsmuni í leiðinni, en Amgen er á NASDAQ hlutabréfamarkaði og sækir auðvitað í hagnað og góða afkomu með flestum tiltækjum ráðum. Er að mati undirritaðs fremur ósennilegt, að þeir skenki eyjaskeggjum, hér norður í Dumbshafi, hundruð miljóna af gjafmildi og hlýjum hug einu saman. Venjulega er tilgangur svona fyrirtækja, að afla sem mests hagnaðar og gróða, til að styrkja hlutabréf og verðmæti félagsins, enda er það eðlilegt, í lagi og ekkert við því að segja. H.C. Andersen skrifaði dæmisögu um ýktan og uppblásinn söguburð, þar sem 1 fjöður var gerð að 5 hænum. Ég fæ ekki betur séð, en að forstjóri IE hafi gert 5 hænur að 100 í Kastljósi 27. maí. Nú kann fólki að finnast, að hér sé óvægilega vegið að góðum og merkum vísindamanni og skemmtilegum fýr, en til þess má þá hugsa, að sá, sem í hlut á, tekur sjálfur ekki alltaf á öðrum með silkihönzkum. Er skemmst að minnast þess, að vísindamaðurinn líkti heilbrigðisráðherra við hrokafulla 10 ára stelpu í nefndu Kastljósi. Nú í gær og í fyrradag komu fram nýjar upplýsingar um kostnað við skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli. Það er vitaskuld mun flóknara ferli, en það, sem Kári vitnaði í, í sínu 3ja milljarða tali. Kom fram, að þessar ferðamannaskimanir myndu kosta 160 milljónir króna, en þá var miðað við 500 manns á dag í 14 daga. Það jafngildir því, að kostnaður við hvert sýni sé 23.000 krónur. Jafnvel þó að sú fjárhæð sé lögð til grundvallar, þegar „framlag IE inn í þetta samfélag“ er reiknað - sem Kári gerði ekki, hann var með sínar tölur, eins og að framan greinir - þá væri heildarkostnaður við skimanir IE síðustu 2 mánuði ekki 3 milljarðar, eins og forstjórinn nefndi, laufléttur í bragði, heldur 0,9 milljarður. Kári er áberandi í opinberri umræðu, vinsæll og dáður af mörgum, og, hygg ég, að margir trúi á hann og treysti með margt. Er það að sumu leyti maklegt, Kári hefur ýmislegt gott og gagnlegt gert fyrir íslenzkt samfélag. Það breytir þó ekki því, að hann verður að hafa rétt við og halda sig innan ramma þess, sem satt er og rétt, eða leiðrétta það ella. Er kvöðin á honum kannske meiri, en á mörgum öðrum, vegna stöðu hans og framsækni. Ef forstjórinn fasmikli telur, að hér sé hallað réttu máli, hefur hann greiðan aðgang að fjölmiðlum til að útskýra sitt mál eða leiðrétta það, sem hann kann að telja rangtúlkað eða rangfært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Margir horfðu á Kastljós miðvikudaginn 27. maí, þar sem Einar Þorsteinsson, fréttamaður, ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar (IE), um framlag fyrirtækisins til Covid-19 skimana síðustu tvo mánuði og möguleikann á því, að IE kæmi líka að skimunum í sambandi við komu ferðamanna frá miðjum júni. Að vanda var Kári skemmtilegur í tali og látbragði, hnittinn og orðhvatur, en fyrir undirritaðan vantaði þó nokkuð á, að málflutningur sjarmörsins næði trúverðugu eða sannfærandi stigi, og, það sem verra var: Tölur um þá fjármuni, sem IE á að hafa fært inn í íslenzkt samfélag, síðustu tvo mánuði, virðast út í hött. Aðspurður sagði Kári, að kostnaður við eina Covid-19 skimun væri 3.000 til 4.000 krónur. Þegar nánar var farið út í kostnað við skimun ferðamanna, var svar Kára það, að, ef kaupa ætti tæki og afskrifa á einu ári og skima 500 manns á dag, yrði sá kostnaður 1,7 milljón, en það jafngildir 3.400 krónum á mann/skimun. Nokkru seinna í viðtalinu, sagði svo Kári þetta orðrétt:“...ég hugsa, að kostnaðurinn við það, sem við gerðum á þessum síðustu tveimur mánuðum, sé svona 3 milljarðar, sem við færðum inn í þetta samfélag“. Heyrði ég þetta rétt!? Fyrir lá, að ÍE hefði framkvæmt um 40.000 skimanir á því tímabili, sem um ræðir, og miðað við kostnað upp á 3.400 krónur á skimun, væri heildarkostnaðurinn við þessar 40.000 skimanir, 136 milljónir króna, en ekki 3 milljarðar! Er munur á þessum tölum ekki minni en 20-faldur! Hér virðist vísindamanninum óhressa hafa orðið illilega á í messunni, eflaust óvart, þó að það sé vart skiljanlegt. Svo stór virðist þessi villa. Ég lagði þessar tölur fyrir forstjórann, áður en ég setti þessa grein á pappír, bað um skýringar, taldi mig kannske hafa misskilið eitthvað, en fékk engin svör. Auðvitað er það líka stórt og glæsilegt framlag til íslenzks samfélags, að IE skuli hafa skimað landsmenn fyrir 136 milljónir króna án greiðslu, en er þetta góðvilji einn og elska IE - eða öllu heldur eiganda þeirra, Amgen í USA, Kári virðist ekkert eiga í IE - á íslenzku samfélagi? Það væri þó ansi mikil og óvenjuleg væntumþykja! Hangir kannske eitthvað fleira á spýtunni? T.a.m. víðtækur aðgangur IE að fjölmörgum og mismunandi lífsýnum, sem styrkja kann lífsýnabanka IE, eftir því sem heimildir leyfa, og gagnast mun IE, eða eiganda þeirra, ef ekki báðum, í starfsemi þeirra og tekjuöflun? Kannske eru menn hér að slá tvær flugur í einu höggi, sem kann að vera í lagi, en æskilegt er þá, að skýrt sé frá þessum málum með opnum og heiðarlegum hætti; gagnsæis gætt. Það fer fremur illa í undirritaðan, að menn slái sig 20-falt til riddara vegna framlags til íslenzks samfélags, ekki sízt, ef framlagið tryggir þeim sjálfum verulega hagsmuni í leiðinni, en Amgen er á NASDAQ hlutabréfamarkaði og sækir auðvitað í hagnað og góða afkomu með flestum tiltækjum ráðum. Er að mati undirritaðs fremur ósennilegt, að þeir skenki eyjaskeggjum, hér norður í Dumbshafi, hundruð miljóna af gjafmildi og hlýjum hug einu saman. Venjulega er tilgangur svona fyrirtækja, að afla sem mests hagnaðar og gróða, til að styrkja hlutabréf og verðmæti félagsins, enda er það eðlilegt, í lagi og ekkert við því að segja. H.C. Andersen skrifaði dæmisögu um ýktan og uppblásinn söguburð, þar sem 1 fjöður var gerð að 5 hænum. Ég fæ ekki betur séð, en að forstjóri IE hafi gert 5 hænur að 100 í Kastljósi 27. maí. Nú kann fólki að finnast, að hér sé óvægilega vegið að góðum og merkum vísindamanni og skemmtilegum fýr, en til þess má þá hugsa, að sá, sem í hlut á, tekur sjálfur ekki alltaf á öðrum með silkihönzkum. Er skemmst að minnast þess, að vísindamaðurinn líkti heilbrigðisráðherra við hrokafulla 10 ára stelpu í nefndu Kastljósi. Nú í gær og í fyrradag komu fram nýjar upplýsingar um kostnað við skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli. Það er vitaskuld mun flóknara ferli, en það, sem Kári vitnaði í, í sínu 3ja milljarða tali. Kom fram, að þessar ferðamannaskimanir myndu kosta 160 milljónir króna, en þá var miðað við 500 manns á dag í 14 daga. Það jafngildir því, að kostnaður við hvert sýni sé 23.000 krónur. Jafnvel þó að sú fjárhæð sé lögð til grundvallar, þegar „framlag IE inn í þetta samfélag“ er reiknað - sem Kári gerði ekki, hann var með sínar tölur, eins og að framan greinir - þá væri heildarkostnaður við skimanir IE síðustu 2 mánuði ekki 3 milljarðar, eins og forstjórinn nefndi, laufléttur í bragði, heldur 0,9 milljarður. Kári er áberandi í opinberri umræðu, vinsæll og dáður af mörgum, og, hygg ég, að margir trúi á hann og treysti með margt. Er það að sumu leyti maklegt, Kári hefur ýmislegt gott og gagnlegt gert fyrir íslenzkt samfélag. Það breytir þó ekki því, að hann verður að hafa rétt við og halda sig innan ramma þess, sem satt er og rétt, eða leiðrétta það ella. Er kvöðin á honum kannske meiri, en á mörgum öðrum, vegna stöðu hans og framsækni. Ef forstjórinn fasmikli telur, að hér sé hallað réttu máli, hefur hann greiðan aðgang að fjölmiðlum til að útskýra sitt mál eða leiðrétta það, sem hann kann að telja rangtúlkað eða rangfært.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar