Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2020 12:05 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Farþegar sem koma til landsins og kjósa að fara í sýnatöku vegna Covid-19 fremur en að sitja 14 daga í sóttkví, munu frá 1. júlí næstkomandi greiða 15.000 kr. gjald vegna sýnatökunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þar segir að sýnataka á landamærum hefist 15. júní og verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar. Málið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, en börn fædd árið 2005 eða síðar munu ekki þurfa að fara í sýnatöku. Hagfræðileg rök „Eins og fram kemur í greinargerð sem kynnt var á síðasta ríkisstjórnarfundi, mæla hagfræðileg rök með því að ferðamenn verði látnir greiða fyrir kostnað við sýnatöku. Nú liggur fyrir að alþjóðaheilbrigðisreglugerðin stendur ekki í vegi fyrir slíkri gjaldtöku, enda sé sýnatakan valkvæð og tilkynnt með hæfilegum fyrirvara. Gjaldið sem innheimt verður frá 1. júlí næstkomandi miðast við beinan kostnað ríkisins annan en stofnkostnað og er miðað við fyrirliggjandi kostnaðargreiningu sem fram kemur í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum sem kynnt var í ríkisstjórn 26. maí síðastliðinn. Líkt og fram kom á fréttamannasfundi ríkisstjórnarinnar 12. maí síðastliðinn var talið rétt að sýnataka á landamærum yrði farþegum að kostnaðarlausu í upphafi meðan verið væri að ýta úrræðinu úr vör og leysa úr mögulegum hnökrum. Lagaheimild til gjaldtöku vegna sýnatökunnar er í lögum um sjúkratryggingar og mun heilbrigðisráðherra gefa út reglugerð um gjaldtökuna og fleiri atriði sem varða sýnatökuverkefnið á næstu dögum,“ segir í tilkynningunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir ber meginábyrgð Áður hafði verið greint frá því að sóttvarnalæknir muni bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku og greiningu sýna komufarþega í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sýkla- og veirufræðideild Landspítala og Íslenska erfðagreiningu. Hefur forsætisráðherra skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnalækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. 2. júní 2020 19:15 Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Farþegar sem koma til landsins og kjósa að fara í sýnatöku vegna Covid-19 fremur en að sitja 14 daga í sóttkví, munu frá 1. júlí næstkomandi greiða 15.000 kr. gjald vegna sýnatökunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þar segir að sýnataka á landamærum hefist 15. júní og verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar. Málið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, en börn fædd árið 2005 eða síðar munu ekki þurfa að fara í sýnatöku. Hagfræðileg rök „Eins og fram kemur í greinargerð sem kynnt var á síðasta ríkisstjórnarfundi, mæla hagfræðileg rök með því að ferðamenn verði látnir greiða fyrir kostnað við sýnatöku. Nú liggur fyrir að alþjóðaheilbrigðisreglugerðin stendur ekki í vegi fyrir slíkri gjaldtöku, enda sé sýnatakan valkvæð og tilkynnt með hæfilegum fyrirvara. Gjaldið sem innheimt verður frá 1. júlí næstkomandi miðast við beinan kostnað ríkisins annan en stofnkostnað og er miðað við fyrirliggjandi kostnaðargreiningu sem fram kemur í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum sem kynnt var í ríkisstjórn 26. maí síðastliðinn. Líkt og fram kom á fréttamannasfundi ríkisstjórnarinnar 12. maí síðastliðinn var talið rétt að sýnataka á landamærum yrði farþegum að kostnaðarlausu í upphafi meðan verið væri að ýta úrræðinu úr vör og leysa úr mögulegum hnökrum. Lagaheimild til gjaldtöku vegna sýnatökunnar er í lögum um sjúkratryggingar og mun heilbrigðisráðherra gefa út reglugerð um gjaldtökuna og fleiri atriði sem varða sýnatökuverkefnið á næstu dögum,“ segir í tilkynningunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir ber meginábyrgð Áður hafði verið greint frá því að sóttvarnalæknir muni bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku og greiningu sýna komufarþega í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sýkla- og veirufræðideild Landspítala og Íslenska erfðagreiningu. Hefur forsætisráðherra skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnalækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. 2. júní 2020 19:15 Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33
Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. 2. júní 2020 19:15
Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08