Finnski fjármálaráðherrann segir af sér vegna hárrar þóknunar til framkomuráðgjafa Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2020 15:08 Hin 32 ára Katri Kulmuni tók við embætti fjármálaráðherra í september síðastliðinn. Hún hefur átt sæti á þingi frá árinu 2015. Getty Katri Kulmuni hefur sagt af sér sem fjármálaráðherra Finnlands. Hún ákveður að hætta í kjölfar fjölmiðlaumræðu í tengslum við greiðslu ráðuneytis hennar á háum reikningum til ráðgjafastofu sem veitti ráðherranum þjálfun í framkomu og ræðuflutningi. Ráðherrann boðaði óvænt til blaðamannafundar í dag þar sem hann tilkynnti um afsögnina. Fundurinn var stuttur og var fréttamönnum ekki gefinn kostur á að spyrja spurninga. Kulmuni sagðist þó ætla að halda áfram að gegna embætti formanns Miðflokksins og að flokkurinn muni áfram eiga aðild að ríkisstjórninni. Flokkurinn muni á næstu dögum velja nýjan fjármálaráðherra. Kulmuni útskýrði á fréttamannafundinum að hún hafi sem ráðherra óskað eftir þjálfun í að verða betri ræðumaður. Því hafi hún beðið ráðuneytið að kanna hvort hún gæti fengið þjálfun í að koma fram opinberlega. Hún hafi þó ekki verið meðvituð um að slíkt myndi hafa lagaleg vandkvæði í för með sér. Ráðherrann sagði að háir reikningar ráðgjafafyrirtækisins hafi komið sjálfri sér á óvart, en að hún sé reiðubúin að axla ábyrgð og hafi því ákveðið að segja af sér. Reikningur ráðgjafafyrirtækisins Tekirs nam 48 þúsund evrum, sem samsvarar rúmum sjö milljónum króna. Finnland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Katri Kulmuni hefur sagt af sér sem fjármálaráðherra Finnlands. Hún ákveður að hætta í kjölfar fjölmiðlaumræðu í tengslum við greiðslu ráðuneytis hennar á háum reikningum til ráðgjafastofu sem veitti ráðherranum þjálfun í framkomu og ræðuflutningi. Ráðherrann boðaði óvænt til blaðamannafundar í dag þar sem hann tilkynnti um afsögnina. Fundurinn var stuttur og var fréttamönnum ekki gefinn kostur á að spyrja spurninga. Kulmuni sagðist þó ætla að halda áfram að gegna embætti formanns Miðflokksins og að flokkurinn muni áfram eiga aðild að ríkisstjórninni. Flokkurinn muni á næstu dögum velja nýjan fjármálaráðherra. Kulmuni útskýrði á fréttamannafundinum að hún hafi sem ráðherra óskað eftir þjálfun í að verða betri ræðumaður. Því hafi hún beðið ráðuneytið að kanna hvort hún gæti fengið þjálfun í að koma fram opinberlega. Hún hafi þó ekki verið meðvituð um að slíkt myndi hafa lagaleg vandkvæði í för með sér. Ráðherrann sagði að háir reikningar ráðgjafafyrirtækisins hafi komið sjálfri sér á óvart, en að hún sé reiðubúin að axla ábyrgð og hafi því ákveðið að segja af sér. Reikningur ráðgjafafyrirtækisins Tekirs nam 48 þúsund evrum, sem samsvarar rúmum sjö milljónum króna.
Finnland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira