Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2020 17:40 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Rannsókn málsins teygir anga sína víða. Samsett/EPA Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. Tom er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018 eða að hafa átt aðild að morðinu. Sönnunargögn sem komið hafa fram frá handtökunni eru talin renna stoðum undir það að Anne-Elisabeth hafi verið myrt en þó er enn talinn möguleiki að Anne-Elisabeth hafi verið rænt. Megintilgátan nú er þó að hún hafi verið myrt segir Haris Hrenovica, saksóknari í samtali við norska ríkisútvarpið. Anne-Elisabeth hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi í Noregi og hefur ekkert til hennar spurst síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn til að vitja konu sinnar. Lögreglan telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth. Meintir mannræningjar, sem eiga að hafa skilið eftir téð bréf, krefjast milljónir króna lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Tom Hagen hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar og sendi þeim síðast, að því er við vitum, skilaboð í lok maí þar sem hann kvaðst reiðubúinn að greiða lausnargjaldið. Þrátt fyrir að Tom Hagen hafi verið sleppt úr gæsluvarðhaldi heldur lögreglurannsóknin í Sloraveien áfram og fékk lögreglan sérstakt leyfi frá dómara til þess þar sem talið er að heimili þjónanna geymi sönnunargögn sem þjóni lykilhlutverki í málinu. Þá hefur lögreglan fengið leyfi til að framkvæma svokallaða „þriðjaaðilaleit“ (no. tredjemannsransakelser) á heimilinu. Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30 Heldur áfram samningaviðræðum við meinta mannræningja Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. 2. júní 2020 21:47 Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. Tom er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018 eða að hafa átt aðild að morðinu. Sönnunargögn sem komið hafa fram frá handtökunni eru talin renna stoðum undir það að Anne-Elisabeth hafi verið myrt en þó er enn talinn möguleiki að Anne-Elisabeth hafi verið rænt. Megintilgátan nú er þó að hún hafi verið myrt segir Haris Hrenovica, saksóknari í samtali við norska ríkisútvarpið. Anne-Elisabeth hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi í Noregi og hefur ekkert til hennar spurst síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn til að vitja konu sinnar. Lögreglan telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth. Meintir mannræningjar, sem eiga að hafa skilið eftir téð bréf, krefjast milljónir króna lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Tom Hagen hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar og sendi þeim síðast, að því er við vitum, skilaboð í lok maí þar sem hann kvaðst reiðubúinn að greiða lausnargjaldið. Þrátt fyrir að Tom Hagen hafi verið sleppt úr gæsluvarðhaldi heldur lögreglurannsóknin í Sloraveien áfram og fékk lögreglan sérstakt leyfi frá dómara til þess þar sem talið er að heimili þjónanna geymi sönnunargögn sem þjóni lykilhlutverki í málinu. Þá hefur lögreglan fengið leyfi til að framkvæma svokallaða „þriðjaaðilaleit“ (no. tredjemannsransakelser) á heimilinu.
Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30 Heldur áfram samningaviðræðum við meinta mannræningja Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. 2. júní 2020 21:47 Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30
Heldur áfram samningaviðræðum við meinta mannræningja Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. 2. júní 2020 21:47
Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent