Fækkun ferðalaga, breytt fundarmenning og ný tækifæri fyrir alþjóðlegt umhverfi Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. júní 2020 11:00 Valdís Arnórsdóttir hjá Marel. Vísir/Vilhelm Fundarmenning, þrif, fækkun ferðalaga, rafrænir viðburðir og áhersla á andlega líðan starfsfólks er meðal þeirra atriða sem Valdís Arnórsdóttir hjá Marel nefnir í svörum sínum um það hvernig vinnustaðurinn er að breytast í kjölfar kórónufaraldurs. Þá segir Valdís umhverfi alþjóðlegra fyrirtækja vera að breytast umtalsvert. „Þessi faraldur hefur gefið alþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að prófa aðstæður sem áður voru ekki taldar henta eða ganga upp,“ segir Valdís og bætir við „Sem dæmi þá hafa verið haldnir stórir rafrænir viðburðir fyrir viðskiptavini okkar sem hefðu að óbreyttu farið fram á ákveðnum stað með tilheyrandi ferðalögum á fólki og búnaði. Þá hafa allir starfsmannafundir félagsins færst yfir á rafrænt form.“ Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um hið nýja ,,norm“ vinnustaða: Í hverju felst það, hvað hefur breyst og hvað mun breytast til frambúðar í kjölfar kórónufaraldurs? Í þessari annarri grein af þremur er rætt við Valdísi Arnórsdóttur sem er stjórnandi á mannauðssviði móðurfélags Marel og leiðir alþjóðlegt viðbragðsteymi Marel gegn COVID-19 í 30 löndum. Hjá þeim hefur alþjóðlega viðbragðsteymið tekið saman helstu þætti varðandi endurkomu starfsfólks á vinnustaðinn í áætlun sem ætlað er að tryggja áframhaldandi öryggi starfsmanna Marel og rekstraröryggi. Við byrjuðum á því að spyrja Valdísi með hvaða hætti endurkomuáætlunin er að breyta vinnustaðnum. „Endurkomuáætlunin tekur á margvíslegum þáttum svo sem stífari þrifa- og hreinlætisáætlun, breyttu skipulagi á vinnustað að teknu tilliti til fjölda á staðnum og fjarlægðar milli vinnustöðva. Starfsfólki verður áfram gefin kostur á auknum sveigjanleiki á vinnutíma og vinnustað og framleiðslustarfsfólk hefur forgang í aðgengi að starfsstöðvum Marel þar sem samkomutakmörkunum hefur ekki verið aflétt enda getur það starsfólk ekki sinnt vinnu sinni heiman frá. Samskipti fara nú að mestu leyti í gegnum Microsoft Teams og aðra rafræna miðla og það hefur kallað á endurskoðun á tíðni og eðli samskipta, vali á samskiptatækjum og samskiptaleiðum. Í kjölfarið tekur fundarmenning breytingum sem og öll þjálfun fer nú fram með rafrænum hætti. Þá hugum við að andlegri heilsu starfsmanna við endurkomu á vinnustaðinn en það getur reynst starfsmönnum jafnmikil breyting að koma til baka eins og það var að fara heim og þar gerum við ráðstafanir til að vinna í hvatningu, helgun, kvíða og jafnvel ótta. Síðast en ekki síst gerir áætlunin ráð fyrir því að seinni bylgja faraldursins muni koma og þá viðbrögðum við því,“ segir Valdís. Valdís segir kórónufaraldurinn hafa gefið alþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að prófa nýjar aðstæður sem áður þóttu ekki hentugar.Vísir/Vilhelm Að hennar sögn mun faraldurinn breyta mörgu í hinu alþjóðlega umhverfi og nefnir þar sem dæmi stóra viðburði þar sem fólk ferðast á milli landa til að hittast. Hjá Marel er ætlunin að fækka ferðalögum frá því sem áður var. Ferðaleiðbeiningar hafa verið endurskoðaðar með það að markmiði tryggja öryggi starfsmanna á ferðlögum og einnig að fækka ferðalögum,“ segir Valdís. En kalla einhverjar breytingar á vinnustaðnum á endurskoðun eða breytingar á ráðningasamningum starfsfólks? „Nei ráðningarsamningar hafa ekki breyst en auðvitað hefur margt varðandi vinnufyrirkomulag breyst sem nú þarf að koma til móts við,“ segir Valdís og bætir við „Þetta á til dæmis um aukinn sveigjanleika á vinnutíma og aðstoð við að koma upp viðunandi vinnuaðstöðu heima fyrir.“ Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Fundarmenning, þrif, fækkun ferðalaga, rafrænir viðburðir og áhersla á andlega líðan starfsfólks er meðal þeirra atriða sem Valdís Arnórsdóttir hjá Marel nefnir í svörum sínum um það hvernig vinnustaðurinn er að breytast í kjölfar kórónufaraldurs. Þá segir Valdís umhverfi alþjóðlegra fyrirtækja vera að breytast umtalsvert. „Þessi faraldur hefur gefið alþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að prófa aðstæður sem áður voru ekki taldar henta eða ganga upp,“ segir Valdís og bætir við „Sem dæmi þá hafa verið haldnir stórir rafrænir viðburðir fyrir viðskiptavini okkar sem hefðu að óbreyttu farið fram á ákveðnum stað með tilheyrandi ferðalögum á fólki og búnaði. Þá hafa allir starfsmannafundir félagsins færst yfir á rafrænt form.“ Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um hið nýja ,,norm“ vinnustaða: Í hverju felst það, hvað hefur breyst og hvað mun breytast til frambúðar í kjölfar kórónufaraldurs? Í þessari annarri grein af þremur er rætt við Valdísi Arnórsdóttur sem er stjórnandi á mannauðssviði móðurfélags Marel og leiðir alþjóðlegt viðbragðsteymi Marel gegn COVID-19 í 30 löndum. Hjá þeim hefur alþjóðlega viðbragðsteymið tekið saman helstu þætti varðandi endurkomu starfsfólks á vinnustaðinn í áætlun sem ætlað er að tryggja áframhaldandi öryggi starfsmanna Marel og rekstraröryggi. Við byrjuðum á því að spyrja Valdísi með hvaða hætti endurkomuáætlunin er að breyta vinnustaðnum. „Endurkomuáætlunin tekur á margvíslegum þáttum svo sem stífari þrifa- og hreinlætisáætlun, breyttu skipulagi á vinnustað að teknu tilliti til fjölda á staðnum og fjarlægðar milli vinnustöðva. Starfsfólki verður áfram gefin kostur á auknum sveigjanleiki á vinnutíma og vinnustað og framleiðslustarfsfólk hefur forgang í aðgengi að starfsstöðvum Marel þar sem samkomutakmörkunum hefur ekki verið aflétt enda getur það starsfólk ekki sinnt vinnu sinni heiman frá. Samskipti fara nú að mestu leyti í gegnum Microsoft Teams og aðra rafræna miðla og það hefur kallað á endurskoðun á tíðni og eðli samskipta, vali á samskiptatækjum og samskiptaleiðum. Í kjölfarið tekur fundarmenning breytingum sem og öll þjálfun fer nú fram með rafrænum hætti. Þá hugum við að andlegri heilsu starfsmanna við endurkomu á vinnustaðinn en það getur reynst starfsmönnum jafnmikil breyting að koma til baka eins og það var að fara heim og þar gerum við ráðstafanir til að vinna í hvatningu, helgun, kvíða og jafnvel ótta. Síðast en ekki síst gerir áætlunin ráð fyrir því að seinni bylgja faraldursins muni koma og þá viðbrögðum við því,“ segir Valdís. Valdís segir kórónufaraldurinn hafa gefið alþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að prófa nýjar aðstæður sem áður þóttu ekki hentugar.Vísir/Vilhelm Að hennar sögn mun faraldurinn breyta mörgu í hinu alþjóðlega umhverfi og nefnir þar sem dæmi stóra viðburði þar sem fólk ferðast á milli landa til að hittast. Hjá Marel er ætlunin að fækka ferðalögum frá því sem áður var. Ferðaleiðbeiningar hafa verið endurskoðaðar með það að markmiði tryggja öryggi starfsmanna á ferðlögum og einnig að fækka ferðalögum,“ segir Valdís. En kalla einhverjar breytingar á vinnustaðnum á endurskoðun eða breytingar á ráðningasamningum starfsfólks? „Nei ráðningarsamningar hafa ekki breyst en auðvitað hefur margt varðandi vinnufyrirkomulag breyst sem nú þarf að koma til móts við,“ segir Valdís og bætir við „Þetta á til dæmis um aukinn sveigjanleika á vinnutíma og aðstoð við að koma upp viðunandi vinnuaðstöðu heima fyrir.“
Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira