Kamerún vanræktasta neyðarsvæðið í veröldinni Heimsljós 10. júní 2020 12:10 Forsíðumynd skýrslu NRC Níu af tíu vanræktustu neyðarsvæðum veraldar eru í Afríku, samkvæmt árlegum lista norska flóttamannaráðsins (NRC) sem birtur var í dag. Átakasvæðin sem fá minnstan stuðning og minnstu athyglina eru í Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Burkina Faso. Að mati NRC er óttast að ástandið versni á árinu vegna kórónaveirufaraldursins. Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins segir að fyrrnefnd átakasvæði í Afríku þar sem milljónir íbúa neyðist til að hrekjast burt af heimilum sínum, séu enn og aftur þau neyðarsvæði í heiminum sem fá minnst fjármagn og minnstu athygli fjölmiðla. „Þrátt fyrir óskaplega neyð og alþjóðleg neyðarköll er enginn að hlusta,“ segir Jan Egland. Listinn yfir vanræktustu neyðarsvæðin byggir á greiningu á 40 heimshlutum þar sem fólk neyðist til að flýja vegna átaka. Þrjú viðmið eru lögð til grundvallar: skortur á fjármagni, skortur á athygli fjölmiðla, og pólitískt og diplómatískt áhugaleysi. Venesúela er eina landið utan Afríku á listanum en tíu efstu löndin eru þessi: Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Búrkína Fasó, Búrúndi, Venesúela, Malí, Suður-Súdan, Nígería, Miðafríkulýðveldið og Níger. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Kamerún Búrkína Fasó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent
Níu af tíu vanræktustu neyðarsvæðum veraldar eru í Afríku, samkvæmt árlegum lista norska flóttamannaráðsins (NRC) sem birtur var í dag. Átakasvæðin sem fá minnstan stuðning og minnstu athyglina eru í Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Burkina Faso. Að mati NRC er óttast að ástandið versni á árinu vegna kórónaveirufaraldursins. Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins segir að fyrrnefnd átakasvæði í Afríku þar sem milljónir íbúa neyðist til að hrekjast burt af heimilum sínum, séu enn og aftur þau neyðarsvæði í heiminum sem fá minnst fjármagn og minnstu athygli fjölmiðla. „Þrátt fyrir óskaplega neyð og alþjóðleg neyðarköll er enginn að hlusta,“ segir Jan Egland. Listinn yfir vanræktustu neyðarsvæðin byggir á greiningu á 40 heimshlutum þar sem fólk neyðist til að flýja vegna átaka. Þrjú viðmið eru lögð til grundvallar: skortur á fjármagni, skortur á athygli fjölmiðla, og pólitískt og diplómatískt áhugaleysi. Venesúela er eina landið utan Afríku á listanum en tíu efstu löndin eru þessi: Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Búrkína Fasó, Búrúndi, Venesúela, Malí, Suður-Súdan, Nígería, Miðafríkulýðveldið og Níger. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Kamerún Búrkína Fasó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent