Svona fer skimun fram á Keflavíkurflugvelli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2020 20:00 Undirbúningur fyrir skimun á Keflavíkurflugvelli er á lokastigi. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Í dag fór fram sýnatökuæfing á Keflavíkurflugvelli til að sjá hvort allt sé tilbúið fyrir skimun á vellinum. Stór dagur er á mánudaginn þegar landamæri Íslands verða formlega opnuð ferðamönnum. Búið er að setja upp tíu sýnatökubása á flugvellinum. „Þegar farþegar lenda hér á Keflavíkurflugvelli er fyrsta skref að mæta hingað í sýnatöku. Farþeginn sest niður og tekur sýnatakan einungis um tvær mínutur. Heilsufarsupplýsingar eru teknar niður og svo gengur farþeginn út.“ Skimunarbás á Keflavíkurflugvelli.ELISABET INGA Um 60 manns koma með beinum hætti að skimuninni. „Það þarf að tvímanna básana og svo er fólk til skiptanna þannig það eru um 30 manns á hverri vakt,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Búið er að reikna út að biðin í röð eftir sýnatöku ætti lengst að vera um 33 mínútur. Hart er brugðist við neiti farþegi að fylgja reglum um sýnatöku eða sóttkví. „Þá er viðbúið að þeim verði bara brottvísað úr landinu. Fái ekki að koma inn í landið,“ sagði Rögnvaldur. „Það sem kannski er mesta óvissan það er hver verður farþegafjöldinn á mánudag og næstu daga. Við eigum að geta keyrt í gegn á klukkustund 200 farþega,“ sagði Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Ekki er vitað hve margir farþegar koma til landsins á mánudag, en samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur. Er þetta mesta umferð um völlinn í nokkuð langan tíma en til samanburðar er einungis von á einni vél frá Lundúnum á morgun. Fyrsta vélin sem kemur á vegum SAS frá Kaupmannahöfn lendir um klukkan hálf ellefu á mánudag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Undirbúningur fyrir skimun á Keflavíkurflugvelli er á lokastigi. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Í dag fór fram sýnatökuæfing á Keflavíkurflugvelli til að sjá hvort allt sé tilbúið fyrir skimun á vellinum. Stór dagur er á mánudaginn þegar landamæri Íslands verða formlega opnuð ferðamönnum. Búið er að setja upp tíu sýnatökubása á flugvellinum. „Þegar farþegar lenda hér á Keflavíkurflugvelli er fyrsta skref að mæta hingað í sýnatöku. Farþeginn sest niður og tekur sýnatakan einungis um tvær mínutur. Heilsufarsupplýsingar eru teknar niður og svo gengur farþeginn út.“ Skimunarbás á Keflavíkurflugvelli.ELISABET INGA Um 60 manns koma með beinum hætti að skimuninni. „Það þarf að tvímanna básana og svo er fólk til skiptanna þannig það eru um 30 manns á hverri vakt,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Búið er að reikna út að biðin í röð eftir sýnatöku ætti lengst að vera um 33 mínútur. Hart er brugðist við neiti farþegi að fylgja reglum um sýnatöku eða sóttkví. „Þá er viðbúið að þeim verði bara brottvísað úr landinu. Fái ekki að koma inn í landið,“ sagði Rögnvaldur. „Það sem kannski er mesta óvissan það er hver verður farþegafjöldinn á mánudag og næstu daga. Við eigum að geta keyrt í gegn á klukkustund 200 farþega,“ sagði Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Ekki er vitað hve margir farþegar koma til landsins á mánudag, en samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur. Er þetta mesta umferð um völlinn í nokkuð langan tíma en til samanburðar er einungis von á einni vél frá Lundúnum á morgun. Fyrsta vélin sem kemur á vegum SAS frá Kaupmannahöfn lendir um klukkan hálf ellefu á mánudag
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira