Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 07:35 Lögreglumenn í Peking vakta inngang að Xinfadi markaðnum en þangað má rekja nýjustu kórónuveirusmitin sem komið hafa upp í borginni. EPA/ROMAN PILIPEY Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking, höfuðborg Kína, á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. Útbreiðsluna má rekja til Xinfadi markaðarins þar sem ýmis hrávara er seld. Markaðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í Asíu og fer um 80 prósent sölu landbúnaðarvara frá Peking, bæði innanlands og utan, fram á markaðnum. Markaðnum hefur nú verið lokað og hafa tugir þúsunda íbúa borgarinnar og næsta nágrennis verið skimaðir fyrir veirunni. Þá hefur farið af stað yfirgripsmikið verkefni til að hafa uppi á öllum þeim sem hafa farið nýlega á markaðinn eða verið í nánd við gesti hans. Þá hefur sumum skólum verið lokað á ný til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. „Hættan á að faraldurinn breiðist frekar út er mjög mikil þannig að við ættum að grípa til róttækra aðgerða,“ sagði Xu Hejiang, talsmaður borgaryfirvalda í Peking, á blaðamannafundi á mánudag. Xinfadi er á stærð við nærri 160 fótboltaleikvangi og er um 20 sinnum stærri en sjávarafurðamarkaðurinn í Wuhan þar sem kórónuveiran kom fyrst upp. Þúsundir tonna matvæla ganga kaupum og sölum á Xinfadi dag hvern. Yfirvöld í Peking staðfestu á mánudag að 36 ný tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst á sunnudag, 14. júní, og 36 tilfelli greindust einnig á laugardag. Svo margir hafa ekki greinst með veiruna á dag frá því í síðari hluta marsmánaðar. Þá hafa 79 tilfelli komið upp á aðeins fjórum dögum sem er það hæsta frá því í febrúar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking, höfuðborg Kína, á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. Útbreiðsluna má rekja til Xinfadi markaðarins þar sem ýmis hrávara er seld. Markaðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í Asíu og fer um 80 prósent sölu landbúnaðarvara frá Peking, bæði innanlands og utan, fram á markaðnum. Markaðnum hefur nú verið lokað og hafa tugir þúsunda íbúa borgarinnar og næsta nágrennis verið skimaðir fyrir veirunni. Þá hefur farið af stað yfirgripsmikið verkefni til að hafa uppi á öllum þeim sem hafa farið nýlega á markaðinn eða verið í nánd við gesti hans. Þá hefur sumum skólum verið lokað á ný til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. „Hættan á að faraldurinn breiðist frekar út er mjög mikil þannig að við ættum að grípa til róttækra aðgerða,“ sagði Xu Hejiang, talsmaður borgaryfirvalda í Peking, á blaðamannafundi á mánudag. Xinfadi er á stærð við nærri 160 fótboltaleikvangi og er um 20 sinnum stærri en sjávarafurðamarkaðurinn í Wuhan þar sem kórónuveiran kom fyrst upp. Þúsundir tonna matvæla ganga kaupum og sölum á Xinfadi dag hvern. Yfirvöld í Peking staðfestu á mánudag að 36 ný tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst á sunnudag, 14. júní, og 36 tilfelli greindust einnig á laugardag. Svo margir hafa ekki greinst með veiruna á dag frá því í síðari hluta marsmánaðar. Þá hafa 79 tilfelli komið upp á aðeins fjórum dögum sem er það hæsta frá því í febrúar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira