Endar Ronaldo ferilinn eftir allt í Bandaríkjunum? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 17:00 Er Ronaldo farinn að hugsa um að flytja til Miami og vera besti vinur David Beckham eða til vinar síns Nani í Orlando? EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Þó svo að Cristiano Ronaldo hafi tekið fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum þá virðist sem portúgalska ofurstjarnan hafi mögulega skipt um skoðun. Ítalska stórliðið Juventus tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Napoli í gær er liðin mættust í úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og var farið beint í vítaspyrnukeppni þar sem Napoli hafði betur gegn áttföldum Ítalíumeisturum Juventus. Er þetta annar úrslitaleikurinn sem Juventus tapar í röð en liðið tapaði fyrir Lazio í ítalska Ofurbikarnum undir lok síðasta árs. Það er spurning hversu marga úrslitaleiki til viðbótar Ronaldo leikur með Juventus en Luis Nani, fyrrum samherji hins 35 ára gamla Ronaldo hjá Manchester United og portúgalska landsliðinu, sagði á dögunum að Ronaldo hefði sagt við sig að hann hefði áhuga á að enda ferilinn í MLS-deildinni. Cristiano Ronaldo told Nani he will probably end up in MLS (via @TaylorTwellman) pic.twitter.com/W7Cg0nr3DD— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2020 Ronaldo tók fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum en mögulega hefur hann skipt um skoðun í dag. Það virðist sem flestir knattspyrnumenn Evrópu séu tilbúnir að fara í MLS-deildina og spila fyrir lið David Beckham, Inter Miami. Hver veit nema Ronaldo gangi svo bara til liðs við Orlando City og endi ferilinn með áðurnefndum Nani sem gekk í raðir félagsins á síðasta ári. Hefur Nani skorað tólf mörk í 30 leikjum fyrir Orlando. Þar með yrði Ronaldp önnur stórstjarnan sem hefði spilað fyrir bæði spænska stórveldið Real Madrid og Orlando City. Hin stórstjarnan er hinn brasilíski Kaka en hann gekk í raðir Real Madrid sumarið 2009 líkt og Ronaldo. Fimm árum síðar gekk hann í raðir Orlando og lék með þeim allt til ársins 2017 þegar skórnir fóru á hilluna. Fótbolti Ítalski boltinn MLS Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
Þó svo að Cristiano Ronaldo hafi tekið fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum þá virðist sem portúgalska ofurstjarnan hafi mögulega skipt um skoðun. Ítalska stórliðið Juventus tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Napoli í gær er liðin mættust í úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og var farið beint í vítaspyrnukeppni þar sem Napoli hafði betur gegn áttföldum Ítalíumeisturum Juventus. Er þetta annar úrslitaleikurinn sem Juventus tapar í röð en liðið tapaði fyrir Lazio í ítalska Ofurbikarnum undir lok síðasta árs. Það er spurning hversu marga úrslitaleiki til viðbótar Ronaldo leikur með Juventus en Luis Nani, fyrrum samherji hins 35 ára gamla Ronaldo hjá Manchester United og portúgalska landsliðinu, sagði á dögunum að Ronaldo hefði sagt við sig að hann hefði áhuga á að enda ferilinn í MLS-deildinni. Cristiano Ronaldo told Nani he will probably end up in MLS (via @TaylorTwellman) pic.twitter.com/W7Cg0nr3DD— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2020 Ronaldo tók fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum en mögulega hefur hann skipt um skoðun í dag. Það virðist sem flestir knattspyrnumenn Evrópu séu tilbúnir að fara í MLS-deildina og spila fyrir lið David Beckham, Inter Miami. Hver veit nema Ronaldo gangi svo bara til liðs við Orlando City og endi ferilinn með áðurnefndum Nani sem gekk í raðir félagsins á síðasta ári. Hefur Nani skorað tólf mörk í 30 leikjum fyrir Orlando. Þar með yrði Ronaldp önnur stórstjarnan sem hefði spilað fyrir bæði spænska stórveldið Real Madrid og Orlando City. Hin stórstjarnan er hinn brasilíski Kaka en hann gekk í raðir Real Madrid sumarið 2009 líkt og Ronaldo. Fimm árum síðar gekk hann í raðir Orlando og lék með þeim allt til ársins 2017 þegar skórnir fóru á hilluna.
Fótbolti Ítalski boltinn MLS Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira