Þreyttar á að bíða eftir nýrri stjórnarskrá og taka málin í sínar hendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júní 2020 11:49 Konurnar gengu fylktu liði að Alþingishúsinu í hádeginu. Aðsend Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá mun í dag, á kvenréttindadaginn, fylkja liði í Mæðragarðinum við Lækjargötu og heiðra nýju stjórnarskrána. Í dag ýtti félagið úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Eins gaf félagið út kynningarmyndband um hina nýju stjórnarskrá í dag. Í samtali við Vísi segir Helga Baldvins Bjargardóttir, forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá, að þær 13.500 konur sem félagið telur séu orðnar þreyttar á að bíða. „Við ætlum bara að taka málin í okkar eigin hendur. Við erum að skipuleggja okkur út um allt land. Ætlum að gera eitthvað skemmtilegt og vekja athygli á því að það á eftir að lögfesta nýju stjórnarskrána, sem þjóðin kaus um í atkvæðagreiðslu árið 2012,“ segir Helga. Hún segir konur á Íslandi vera að vakna til vitundar um kraft sinn og þær telji stjórnarskrána byggja á kvenlegum gildum á borð við sjálfstæði, jafnrétti og valddreifingu. Frá fundi félagsins í hádeginu.Aðsend „Sitjandi valdhöfum gengur mjög illa að dreifa valdinu og takmarka vald sitt sjálfir. Við ætlum bara að koma og hjálpa þeim.“ Helga gerir ráð fyrir að rúmlega hundrað konur í samtökunum komi saman nú klukkan 12 í Mæðragarðinum við Lækjargötu. Þaðan verður haldið sem leið liggur á Austurvöll þar sem sungin verða lög til heiðurs hinni nýju, ólögfestu stjórnarskrá. Í dag ýttu samtökin úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti stjórnarskrána sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Hér má nálgast söfnunina, en þegar þetta er skrifað hafa tæplega 600 manns sett nafn sitt á listann. Þá birtu samtökin í dag sérstakt kynningarmyndband um nýju stjórnarskrána, ferlið á bak við hana og ástæður þess að hún hefur ekki enn verið lögfest. Myndbandið má sjá hér að neðan. https://listar.island.is/Stydjum/nyjustjornarskrana Kæru Íslendingar, nú er kominn tími til að Alþingi virði...Posted by Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá on Friday, 19 June 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Stjórnarskrá Kvenréttindadagurinn Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá mun í dag, á kvenréttindadaginn, fylkja liði í Mæðragarðinum við Lækjargötu og heiðra nýju stjórnarskrána. Í dag ýtti félagið úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Eins gaf félagið út kynningarmyndband um hina nýju stjórnarskrá í dag. Í samtali við Vísi segir Helga Baldvins Bjargardóttir, forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá, að þær 13.500 konur sem félagið telur séu orðnar þreyttar á að bíða. „Við ætlum bara að taka málin í okkar eigin hendur. Við erum að skipuleggja okkur út um allt land. Ætlum að gera eitthvað skemmtilegt og vekja athygli á því að það á eftir að lögfesta nýju stjórnarskrána, sem þjóðin kaus um í atkvæðagreiðslu árið 2012,“ segir Helga. Hún segir konur á Íslandi vera að vakna til vitundar um kraft sinn og þær telji stjórnarskrána byggja á kvenlegum gildum á borð við sjálfstæði, jafnrétti og valddreifingu. Frá fundi félagsins í hádeginu.Aðsend „Sitjandi valdhöfum gengur mjög illa að dreifa valdinu og takmarka vald sitt sjálfir. Við ætlum bara að koma og hjálpa þeim.“ Helga gerir ráð fyrir að rúmlega hundrað konur í samtökunum komi saman nú klukkan 12 í Mæðragarðinum við Lækjargötu. Þaðan verður haldið sem leið liggur á Austurvöll þar sem sungin verða lög til heiðurs hinni nýju, ólögfestu stjórnarskrá. Í dag ýttu samtökin úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti stjórnarskrána sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Hér má nálgast söfnunina, en þegar þetta er skrifað hafa tæplega 600 manns sett nafn sitt á listann. Þá birtu samtökin í dag sérstakt kynningarmyndband um nýju stjórnarskrána, ferlið á bak við hana og ástæður þess að hún hefur ekki enn verið lögfest. Myndbandið má sjá hér að neðan. https://listar.island.is/Stydjum/nyjustjornarskrana Kæru Íslendingar, nú er kominn tími til að Alþingi virði...Posted by Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá on Friday, 19 June 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Stjórnarskrá Kvenréttindadagurinn Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?