Þrír úr Arsenal í einangrun eftir gallað próf Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2020 11:30 Arsenal-menn hafa átt erfitt uppdráttar síðustu daga. VÍSIR/GETTY Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Arsenal eftir að keppni hófst að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrír leikmanna liðsins gátu ekki æft í aðdraganda tapsins gegn Manchester City vegna gruns um kórónuveirusmit. Arsenal steinlá gegn City, 3-0, síðastliðinn miðvikudag í fyrsta leik sínum eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. The Athletic hefur nú greint frá því að í reglubundinni skimun úrvalsdeildarinnar fyrir veirunni, viku fyrir leikinn, hafi einn leikmanna Arsenal greinst með jákvætt sýni. Leikmaðurinn hafi því þurft að fara í einangrun, sem og tveir liðsfélagar sem hann var í mestum samskiptum við. Grunur lék á því að um falska niðurstöðu væri að ræða en leikmennirnir urðu samkvæmt reglum deildarinnar að vera í einangrun, jafnvel þótt að Arsenal tæki sín eigin próf sem reyndust neikvæð. Leikmennirnir þrír misstu því af þremur æfingadögum en fengu að mæta á æfingu á þriðjudag, degi fyrir leikinn við City. Samkvæmt The Athletic ferðuðust þeir allir með til Manchester og voru í leikmannahópi Arsenal. Arsenal, sem hafði ekki tapað í átta leikjum í röð fyrir hléið og unnið þrjá síðustu leikina, hefur nú tapað tveimur fyrstu leikjum eftir hléið. Liðið tapaði 2-1 á útivelli gegn Brighton á laugardaginn og er komið niður í 10. sæti deildarinnar. Við þetta bætist að markmaðurinn Bernd Leno meiddist í hné í leiknum við Brighton, og gæti hugsanlega verið frá keppni næsta árið, og þeir Pablo Mari og Granit Xhaka meiddust í ökkla gegn City. Arsenal mætir næst Southampton á útivelli á fimmtudaginn. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Arsenal-mönnum að læra að sýna auðmýkt: „Ætlaði aldrei að meiða hann“ Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. 20. júní 2020 16:26 Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02 David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Arsenal eftir að keppni hófst að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrír leikmanna liðsins gátu ekki æft í aðdraganda tapsins gegn Manchester City vegna gruns um kórónuveirusmit. Arsenal steinlá gegn City, 3-0, síðastliðinn miðvikudag í fyrsta leik sínum eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. The Athletic hefur nú greint frá því að í reglubundinni skimun úrvalsdeildarinnar fyrir veirunni, viku fyrir leikinn, hafi einn leikmanna Arsenal greinst með jákvætt sýni. Leikmaðurinn hafi því þurft að fara í einangrun, sem og tveir liðsfélagar sem hann var í mestum samskiptum við. Grunur lék á því að um falska niðurstöðu væri að ræða en leikmennirnir urðu samkvæmt reglum deildarinnar að vera í einangrun, jafnvel þótt að Arsenal tæki sín eigin próf sem reyndust neikvæð. Leikmennirnir þrír misstu því af þremur æfingadögum en fengu að mæta á æfingu á þriðjudag, degi fyrir leikinn við City. Samkvæmt The Athletic ferðuðust þeir allir með til Manchester og voru í leikmannahópi Arsenal. Arsenal, sem hafði ekki tapað í átta leikjum í röð fyrir hléið og unnið þrjá síðustu leikina, hefur nú tapað tveimur fyrstu leikjum eftir hléið. Liðið tapaði 2-1 á útivelli gegn Brighton á laugardaginn og er komið niður í 10. sæti deildarinnar. Við þetta bætist að markmaðurinn Bernd Leno meiddist í hné í leiknum við Brighton, og gæti hugsanlega verið frá keppni næsta árið, og þeir Pablo Mari og Granit Xhaka meiddust í ökkla gegn City. Arsenal mætir næst Southampton á útivelli á fimmtudaginn.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Arsenal-mönnum að læra að sýna auðmýkt: „Ætlaði aldrei að meiða hann“ Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. 20. júní 2020 16:26 Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02 David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Segir Arsenal-mönnum að læra að sýna auðmýkt: „Ætlaði aldrei að meiða hann“ Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. 20. júní 2020 16:26
Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02
David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15