Segja að Daníel hafi virkað þungur: „Fyrstu mínúturnar leist mér ekkert á þetta“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júní 2020 11:00 Daníel, lengst til hægri, fagnar fyrsta marki FH í 2-1 sigrinum á ÍA. vísir/getty Daníel Hafsteinsson, miðjumaður FH, spilaði vel í 2-1 sigrinum á ÍA um helgina en FH er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Spekingarnir í Pepsi Max-stúkunni segja þó að Daníel geti komist í betra form. Daníel er á láni hjá Fimleikafélaginu frá Helsingborg í Svíþjóð en hann gekk í raðir sænska liðsins um mitt síðasta tímabil frá uppeldisfélaginu, KA. Hann lék ansi mikið lausum hala í leiknum gegn ÍA og fann sér mikið af plássi. „Ég ætla ekki að taka það af Daníel en það var ekkert endilega af því hann var svo fljótur að hrista hann af sér heldur fannst mér Brynjar vera á vitlausum stað. Hann var ekki á réttum stað í hjarta miðjunnar og Daníel var oft laus,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Næst barst talið að forminu hjá miðjumanninum knáa en hann spilaði örfáa leiki á tíma sínum í Svíþjóð. „Úr fjarska þá virkaði hann mjög þungur og fyrstu mínúturnar leist mér ekkert á þetta. Það hafði enginn áhrif því hann var einn besti maðurinn þarna en mér fannst utan frá séð að það væri smá barnaspik að trufla hann,“ sagði Sigurvin. Tómas Ingi segir að plássið sem hann hafi fengið hafi verið ótrúlegt. „Það er eins og það hafi ekki verið þveginn búningurinn í tólf ár. Það var enginn nálægt honum. Hann var alltaf einn og ótrúlegt pláss sem hann fær í leiknum. Hann er klókur en sá sem spilaði á móti honum var það þá ekki eða hvað?“ Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um Daníel Hafsteinsson Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Daníel Hafsteinsson, miðjumaður FH, spilaði vel í 2-1 sigrinum á ÍA um helgina en FH er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Spekingarnir í Pepsi Max-stúkunni segja þó að Daníel geti komist í betra form. Daníel er á láni hjá Fimleikafélaginu frá Helsingborg í Svíþjóð en hann gekk í raðir sænska liðsins um mitt síðasta tímabil frá uppeldisfélaginu, KA. Hann lék ansi mikið lausum hala í leiknum gegn ÍA og fann sér mikið af plássi. „Ég ætla ekki að taka það af Daníel en það var ekkert endilega af því hann var svo fljótur að hrista hann af sér heldur fannst mér Brynjar vera á vitlausum stað. Hann var ekki á réttum stað í hjarta miðjunnar og Daníel var oft laus,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Næst barst talið að forminu hjá miðjumanninum knáa en hann spilaði örfáa leiki á tíma sínum í Svíþjóð. „Úr fjarska þá virkaði hann mjög þungur og fyrstu mínúturnar leist mér ekkert á þetta. Það hafði enginn áhrif því hann var einn besti maðurinn þarna en mér fannst utan frá séð að það væri smá barnaspik að trufla hann,“ sagði Sigurvin. Tómas Ingi segir að plássið sem hann hafi fengið hafi verið ótrúlegt. „Það er eins og það hafi ekki verið þveginn búningurinn í tólf ár. Það var enginn nálægt honum. Hann var alltaf einn og ótrúlegt pláss sem hann fær í leiknum. Hann er klókur en sá sem spilaði á móti honum var það þá ekki eða hvað?“ Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um Daníel Hafsteinsson
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira