Kynntu 15 nýjar aðgerðir og 35 prósenta losunarsamdrátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 15:27 Fjórtán af fimmtán nýjum aðgerðum má sjá hér á glærunni. Undir handlegg Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra vantar fimmtánda markmiðið; Kortlagning á ástandi lands. Vísir/Vilhelm Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag, þar af fimmtán nýjar. Með aðgerðunum er gert ráð fyrir að Ísland nái 35 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, sem er talsvert meiri samdráttur en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag. Fyrsta útgáfan var gefin út árið 2018. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Ráðherrarnir samankomnir á fundinum.vísir/vilhelm „Þetta þýðir að Ísland nær alþjóðlegum skuldbindingum sínum í loftslagsmálum um 29% samdrátt og gott betur, eða 35%. Til viðbótar eru aðgerðir sem eru í mótun taldar geta skilað 5-11%, eða samtals 40-46% samdrætti,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í uppfærðri aðgerðaáætlun er aðgerðunum skipt í þrjá hluta eftir því hvernig þær tengjast skuldbindingum Íslands. Þeir eru: Bein ábyrgð Íslands (ESR) (flokkar A-G): 40 aðgerðir Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) (flokkur H): 3 aðgerðir Landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) (flokkur I): 5 aðgerðir Skiptingu á árlegri losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu eftir flokkum samkvæmt aðgerðaáætluninni má svo sjá á myndinni hér fyrir neðan. Á meðal þess sem fær aukið vægi í áætluninni nú eru breyttar ferðavenjur, til að mynda almenningssamgöngur og rafknúin ökutæki, og úrgangsmál og sóun. Þá voru kynntar aðgerðir til að auka innlenda grænmetisframleiðslu, fjölga vistvænum bílaleigubílum, styðja við orkuskipti í þungaflutningum, fanga kolefni frá stóriðju, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun og draga úr losun frá byggingariðnaði. 46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020-2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út haustið 2018. „Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hægt verður að fylgjast með framgangi áætlunarinnar á vefsvæðinu co2.is. Fundinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrir neðan má skoða glærukynningu frá fundinum. Tengd skjöl adgerdaraaetlun_i_loftslagsmalum_2020PDF3.3MBSækja skjal Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag, þar af fimmtán nýjar. Með aðgerðunum er gert ráð fyrir að Ísland nái 35 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, sem er talsvert meiri samdráttur en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag. Fyrsta útgáfan var gefin út árið 2018. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Ráðherrarnir samankomnir á fundinum.vísir/vilhelm „Þetta þýðir að Ísland nær alþjóðlegum skuldbindingum sínum í loftslagsmálum um 29% samdrátt og gott betur, eða 35%. Til viðbótar eru aðgerðir sem eru í mótun taldar geta skilað 5-11%, eða samtals 40-46% samdrætti,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í uppfærðri aðgerðaáætlun er aðgerðunum skipt í þrjá hluta eftir því hvernig þær tengjast skuldbindingum Íslands. Þeir eru: Bein ábyrgð Íslands (ESR) (flokkar A-G): 40 aðgerðir Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) (flokkur H): 3 aðgerðir Landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) (flokkur I): 5 aðgerðir Skiptingu á árlegri losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu eftir flokkum samkvæmt aðgerðaáætluninni má svo sjá á myndinni hér fyrir neðan. Á meðal þess sem fær aukið vægi í áætluninni nú eru breyttar ferðavenjur, til að mynda almenningssamgöngur og rafknúin ökutæki, og úrgangsmál og sóun. Þá voru kynntar aðgerðir til að auka innlenda grænmetisframleiðslu, fjölga vistvænum bílaleigubílum, styðja við orkuskipti í þungaflutningum, fanga kolefni frá stóriðju, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun og draga úr losun frá byggingariðnaði. 46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020-2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út haustið 2018. „Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hægt verður að fylgjast með framgangi áætlunarinnar á vefsvæðinu co2.is. Fundinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrir neðan má skoða glærukynningu frá fundinum. Tengd skjöl adgerdaraaetlun_i_loftslagsmalum_2020PDF3.3MBSækja skjal
Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira