Kristín og Hilmar bætast í leikarahóp Þjóðleikhússins og leika í Upphafi Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júní 2020 16:00 Kristín og Hilmar ganga til liðs við Þjóðleikhúsið. Leikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson hafa nú bæði gengið til liðs við Þjóðleikhúsið. Þau mun leika saman í verkinu Upphaf sem María Reyndal leikstýrir og verður frumsýnt 11. september. Verkið var frumsýnt í Breska þjóðleikhúsinu í London fyrir þremur árum og hlaut afar góðar viðtökur. Það gekk fyrir fullu húsi, var flutt yfir á West End og hefur síðan verið sviðsett víða um heim. Leikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson hafa nú verið ráðin á fasta samninga hjá Þjóðleikhúsinu bæði hafa þau verið í fremsta flokki íslenskra leikara, hlotið Grímuverðlaun og aðrar viðurkenningar fyrir hlutverk sín og munu fara með hlutverk í verkinu Upphaf. María Reyndal leikstýrir en verkið er frumsýnt í Kassanum 4. september næstkomandi. Kristín Þóra og Hilmar bætast því í hóp þeirra fjölmörgu leikara og listrænu stjórnenda sem hafa gengið til liðs við Þjóðleikhúsið á undanförnum vikum og mánuðum, en nú þegar hafa leikararnir og leikstjórarnir Þorleifur Arnarsson, Ólafur Egill og Unnur Ösp bæst í hópinn, auk þess sem lýsingahönnuðurinn Björn Bergsteinn, leikmyndahöfundurinn Ilmur Stefánsdóttir og Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir dramaturg hafa gengið til liðs við Þjóðleikhúsið. Miklir reynsluboltar Kristín Þóra Haraldsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007 og síðan þá hefur hún tekið þátt í tugum leiksýninga ýmist hjá Leikfélagi Akureyrar, Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Af nýlegum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum má nefna þættina Fanga, Brot og Stellu Blomkvist og kvikmyndirnar Andið eðlilega og Lof mér að falla. Kristín Þóra hefur verið tilnefnd 6 sinnum til Grímunnar og 2 sinnum til Eddunnar. Kristín Þóra hlaut Stefaníustjakann frá minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2014 og Grímuverðlaunin 2016 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Auglýsingu ársins. Árið 2018 vann hún Edduna fyrir hlutverk sitt í Lof mér að falla. Auk þess hefur Kristín verið valin sem Shooting Star 2018 ásamt 10 öðrum efnilegum leikurum í Evrópu. Fyrir hlutverk sín í Andið Eðlilega og Lof mér að falla hefur hún fengið fjölda tilnefninga til Alþjóðlegra verðlauna. Hilmar Guðjónsson útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og var þegar fastráðinn við Borgarleikhúsið. Eftir útskrift hafa hlutverkin verið ótalmörg. Hann hlaut Grímuverðlaun fyrir hlutverk sitt í Rautt og nú í vor var hann tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir Helgi Þór rofna. Meðal annarra verka sem hann hefur leikið í eru Fanný og Alexander, Ríkharður III, Mávurinn og Salka Valka. Þá hefur Hilmar farið með hlutverk í kvikmyndunum Bjarnfreðarson og Á annan veg og fékk hann tilnefningu til Edduverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni. Í sjónvarpi hefur Hilmar tekið að sér hlutverk í sjónvarpsmyndinni Fiskar á þurru landi og svo þáttaröðunum Fólkið í blokkinni, Drekasvæðinu, Stellu Blomkvist og Venjulegu fólki auk hlutverka í Áramótaskaupum, Jólastundinni okkar og Ævari Vísindamanni. Þá hefur Hilmar leikið í fjölda stuttmynda, nú síðast Ráðabruggi Regínu. Haustið 2011 var Hilmar valinn í hóp Shooting Stars, ungra og efnilegra kvikmyndaleikara í Evrópu. Menning Leikhús Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Leikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson hafa nú bæði gengið til liðs við Þjóðleikhúsið. Þau mun leika saman í verkinu Upphaf sem María Reyndal leikstýrir og verður frumsýnt 11. september. Verkið var frumsýnt í Breska þjóðleikhúsinu í London fyrir þremur árum og hlaut afar góðar viðtökur. Það gekk fyrir fullu húsi, var flutt yfir á West End og hefur síðan verið sviðsett víða um heim. Leikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson hafa nú verið ráðin á fasta samninga hjá Þjóðleikhúsinu bæði hafa þau verið í fremsta flokki íslenskra leikara, hlotið Grímuverðlaun og aðrar viðurkenningar fyrir hlutverk sín og munu fara með hlutverk í verkinu Upphaf. María Reyndal leikstýrir en verkið er frumsýnt í Kassanum 4. september næstkomandi. Kristín Þóra og Hilmar bætast því í hóp þeirra fjölmörgu leikara og listrænu stjórnenda sem hafa gengið til liðs við Þjóðleikhúsið á undanförnum vikum og mánuðum, en nú þegar hafa leikararnir og leikstjórarnir Þorleifur Arnarsson, Ólafur Egill og Unnur Ösp bæst í hópinn, auk þess sem lýsingahönnuðurinn Björn Bergsteinn, leikmyndahöfundurinn Ilmur Stefánsdóttir og Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir dramaturg hafa gengið til liðs við Þjóðleikhúsið. Miklir reynsluboltar Kristín Þóra Haraldsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007 og síðan þá hefur hún tekið þátt í tugum leiksýninga ýmist hjá Leikfélagi Akureyrar, Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Af nýlegum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum má nefna þættina Fanga, Brot og Stellu Blomkvist og kvikmyndirnar Andið eðlilega og Lof mér að falla. Kristín Þóra hefur verið tilnefnd 6 sinnum til Grímunnar og 2 sinnum til Eddunnar. Kristín Þóra hlaut Stefaníustjakann frá minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2014 og Grímuverðlaunin 2016 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Auglýsingu ársins. Árið 2018 vann hún Edduna fyrir hlutverk sitt í Lof mér að falla. Auk þess hefur Kristín verið valin sem Shooting Star 2018 ásamt 10 öðrum efnilegum leikurum í Evrópu. Fyrir hlutverk sín í Andið Eðlilega og Lof mér að falla hefur hún fengið fjölda tilnefninga til Alþjóðlegra verðlauna. Hilmar Guðjónsson útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og var þegar fastráðinn við Borgarleikhúsið. Eftir útskrift hafa hlutverkin verið ótalmörg. Hann hlaut Grímuverðlaun fyrir hlutverk sitt í Rautt og nú í vor var hann tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir Helgi Þór rofna. Meðal annarra verka sem hann hefur leikið í eru Fanný og Alexander, Ríkharður III, Mávurinn og Salka Valka. Þá hefur Hilmar farið með hlutverk í kvikmyndunum Bjarnfreðarson og Á annan veg og fékk hann tilnefningu til Edduverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni. Í sjónvarpi hefur Hilmar tekið að sér hlutverk í sjónvarpsmyndinni Fiskar á þurru landi og svo þáttaröðunum Fólkið í blokkinni, Drekasvæðinu, Stellu Blomkvist og Venjulegu fólki auk hlutverka í Áramótaskaupum, Jólastundinni okkar og Ævari Vísindamanni. Þá hefur Hilmar leikið í fjölda stuttmynda, nú síðast Ráðabruggi Regínu. Haustið 2011 var Hilmar valinn í hóp Shooting Stars, ungra og efnilegra kvikmyndaleikara í Evrópu.
Menning Leikhús Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira