Fótboltakonan í Breiðabliki smitaðist í Bandaríkjunum Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 14:47 Kári hefur rakið smitið, greint veiruna að teknu tilliti til stökk breytinga og telur sig nú geta fullyrt með óyggjandi hætti að smitið sé frá Bandaríkjunum komið. visir/vilhelm/Bára Dröfn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að nú liggi fyrir að fótboltakonan úr Breiðabliki hafi smitast í Bandaríkjunum. Um tíma leit út fyrir að svo væri ekki en smitrakning auk greining á stökkbreytingu veirunnar leiði þetta í ljós. „Endanlegt svar fengum við svo með því að raðgreina veiruna úr öllum þremur smituðu einstaklingunum, fótboltakonunni, fótboltamanninum og vinkonunni. Það vill nefnilega svo til að veiran bætir á sig stökkbreytingum þegar hún flyst á milli einstaklinga og þótt stökkbreytingatíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja,“ segir Kári í afar athyglisverðri grein sem finna má á Vísi. Smitaðist af sambýliskonunni Þar rekur Kári af mikilli nákvæmni hvernig smitrakningin fór um víðan völl, hvaðan smitið ætti uppruna sinn en það reyndist svo við greiningu veirunnar sem hið rétta í ljós. Stökkbreytingarnar raðast í mynstur sem verða hægt og hægt nokkuð einkennandi fyrir landsvæði. „Veiran í öllum þremur er með sama mynstur og er það án nokkurs vafa frá Bandaríkjunum þannig að atburðarrásin var óyggjandi eftirfarandi: Fótboltakonan smitaðist í Bandaríkjunum og það er ljóst að hún smitaðist af sambýliskonunni en ekki sambýliskonan af henni vegna þess að fótboltakonan var með svo lítið magn af veirunni þegar hún kom til landsins að hún fannst ekki. Síðan fjölgaði veiran sér í nef-og munnholi hennar og hún varð smitandi og smitaði vinkonuna og fótboltamanninn,“ segir Kári. Nú er verið að leita að fleirum sem kynnu að hafa smitast af þeim þremur en einn fannst í dag, 28. júní. Náð þremur en misst einn Kári bendir á mikilvægi þess að forsendur breyti ályktunum. Með því að taka góða sögu af sýktum einstaklingum og beita víðtækri skimun, smitrakningu, mótefnamælingu og raðgreiningu er hægt að sækja nokkuð nákvæman skilning á því sem er að gerast og bregðast við því. Veiruprófið sé ekki fullkomið og erfitt sé að finna veiruna áður en hún hefur náð fótfestu. Skipmun á landamærum minnkar mjög líkurnar á því að smitandi einstaklingar komist inn í landið án þess að fara í einangrun. „Við höfum til þessa náð þremur og misst einn þannig að af okkar takmörkuðu reynslu hefur skimunin fækkað tilfellum um 75%.“ (15:55. Athugasemd. Í fyrri útgáfu var þessi frétt myndskreytt með samsettri mynd af Kára annars vegar og hins vegar svipmynd úr leik Blikaliðsins, af einum ótilgreindum ónefndum leikmanni þess að elta bolta. Af tillitssemi við hana og þá sem kynnu að hrapa að ályktun og telja að sú væri hin smitaða, og að verið væri að halda því fram með myndskreytingu var ákveðið að skipta um mynd.) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Fótbolti Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00 Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53 Allt Fylkisliðið í sóttkví og næstu tveimur leikjum frestað Kvennalið Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna er komið í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í leikmannahóp liðsins um helgina. 29. júní 2020 10:45 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að nú liggi fyrir að fótboltakonan úr Breiðabliki hafi smitast í Bandaríkjunum. Um tíma leit út fyrir að svo væri ekki en smitrakning auk greining á stökkbreytingu veirunnar leiði þetta í ljós. „Endanlegt svar fengum við svo með því að raðgreina veiruna úr öllum þremur smituðu einstaklingunum, fótboltakonunni, fótboltamanninum og vinkonunni. Það vill nefnilega svo til að veiran bætir á sig stökkbreytingum þegar hún flyst á milli einstaklinga og þótt stökkbreytingatíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja,“ segir Kári í afar athyglisverðri grein sem finna má á Vísi. Smitaðist af sambýliskonunni Þar rekur Kári af mikilli nákvæmni hvernig smitrakningin fór um víðan völl, hvaðan smitið ætti uppruna sinn en það reyndist svo við greiningu veirunnar sem hið rétta í ljós. Stökkbreytingarnar raðast í mynstur sem verða hægt og hægt nokkuð einkennandi fyrir landsvæði. „Veiran í öllum þremur er með sama mynstur og er það án nokkurs vafa frá Bandaríkjunum þannig að atburðarrásin var óyggjandi eftirfarandi: Fótboltakonan smitaðist í Bandaríkjunum og það er ljóst að hún smitaðist af sambýliskonunni en ekki sambýliskonan af henni vegna þess að fótboltakonan var með svo lítið magn af veirunni þegar hún kom til landsins að hún fannst ekki. Síðan fjölgaði veiran sér í nef-og munnholi hennar og hún varð smitandi og smitaði vinkonuna og fótboltamanninn,“ segir Kári. Nú er verið að leita að fleirum sem kynnu að hafa smitast af þeim þremur en einn fannst í dag, 28. júní. Náð þremur en misst einn Kári bendir á mikilvægi þess að forsendur breyti ályktunum. Með því að taka góða sögu af sýktum einstaklingum og beita víðtækri skimun, smitrakningu, mótefnamælingu og raðgreiningu er hægt að sækja nokkuð nákvæman skilning á því sem er að gerast og bregðast við því. Veiruprófið sé ekki fullkomið og erfitt sé að finna veiruna áður en hún hefur náð fótfestu. Skipmun á landamærum minnkar mjög líkurnar á því að smitandi einstaklingar komist inn í landið án þess að fara í einangrun. „Við höfum til þessa náð þremur og misst einn þannig að af okkar takmörkuðu reynslu hefur skimunin fækkað tilfellum um 75%.“ (15:55. Athugasemd. Í fyrri útgáfu var þessi frétt myndskreytt með samsettri mynd af Kára annars vegar og hins vegar svipmynd úr leik Blikaliðsins, af einum ótilgreindum ónefndum leikmanni þess að elta bolta. Af tillitssemi við hana og þá sem kynnu að hrapa að ályktun og telja að sú væri hin smitaða, og að verið væri að halda því fram með myndskreytingu var ákveðið að skipta um mynd.)
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Fótbolti Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00 Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53 Allt Fylkisliðið í sóttkví og næstu tveimur leikjum frestað Kvennalið Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna er komið í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í leikmannahóp liðsins um helgina. 29. júní 2020 10:45 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49
Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00
Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53
Allt Fylkisliðið í sóttkví og næstu tveimur leikjum frestað Kvennalið Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna er komið í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í leikmannahóp liðsins um helgina. 29. júní 2020 10:45