Útgöngubann í Leicester vegna fjölgunar smita Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2020 12:04 Nær yfirgefinn miðbær Leicester í dag. Borgin er sú fyrsta þar sem staðbundnu útgöngubanni er komið á. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld hafa komið á ströngu útgöngubanni í Leicester eftir að nýjum kórónuveirusmitum fjölgaði verulega. Undanfarna viku hafa þrefalt fleiri smitast í borginni en í nokkurri annarri borg á Bretlandi og um 10% allra smita sem greinast á Bretlandi eru þar. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir ekki ljóst hvers vegna smitum færi fjölgandi í Leicester. Hann boðar lagabreytingar til þess að hægt verði að loka verslunum sem ekki eru skilgreindar sem nauðsynlegar. Lögreglan verði látin framfylgja reglunum. Skólum verður lokað frá og með fimmtudeginum en óvenjumörg börn hafa smitast í borginni. Krár, veitingastaðir, kaffihús og hárgreiðslustofur verða áfram lokaðar. Fólki verður ráðlegt að forðast öll ferðalög nema að nauðsyn krefjist. Reuters-fréttastofan hefur eftir borgarbúum í Leicester að fólki hafi virt tilmæli um félagsforðun og aðrar smitvarnir að vettugi frá því að stjórnvöld byrjuðu að slaka á aðgerðunum fyrir tveimur vikum. Tíðindin frá Leicester berast á sama tíma og Boris Johnson forsætisráðherra kynnti áform sín um hraða endurreisn efnahagslífsins. Til stendur að slaka enn frekar á aðgerðum 4. júlí. Í ræðu af því tilefni í dag þakkaði Johnson borgarbúum Leicester fyrir þolinmæðina. „Ég hef alltaf sagt að það ættu eftir að verða staðbundnar hópsýkingar og að við tækjum á þeim staðbundið og það er það sem við erum að gera í Leicester og munu gerum annars staðar,“ sagði forsætisráðherrann. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa komið á ströngu útgöngubanni í Leicester eftir að nýjum kórónuveirusmitum fjölgaði verulega. Undanfarna viku hafa þrefalt fleiri smitast í borginni en í nokkurri annarri borg á Bretlandi og um 10% allra smita sem greinast á Bretlandi eru þar. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir ekki ljóst hvers vegna smitum færi fjölgandi í Leicester. Hann boðar lagabreytingar til þess að hægt verði að loka verslunum sem ekki eru skilgreindar sem nauðsynlegar. Lögreglan verði látin framfylgja reglunum. Skólum verður lokað frá og með fimmtudeginum en óvenjumörg börn hafa smitast í borginni. Krár, veitingastaðir, kaffihús og hárgreiðslustofur verða áfram lokaðar. Fólki verður ráðlegt að forðast öll ferðalög nema að nauðsyn krefjist. Reuters-fréttastofan hefur eftir borgarbúum í Leicester að fólki hafi virt tilmæli um félagsforðun og aðrar smitvarnir að vettugi frá því að stjórnvöld byrjuðu að slaka á aðgerðunum fyrir tveimur vikum. Tíðindin frá Leicester berast á sama tíma og Boris Johnson forsætisráðherra kynnti áform sín um hraða endurreisn efnahagslífsins. Til stendur að slaka enn frekar á aðgerðum 4. júlí. Í ræðu af því tilefni í dag þakkaði Johnson borgarbúum Leicester fyrir þolinmæðina. „Ég hef alltaf sagt að það ættu eftir að verða staðbundnar hópsýkingar og að við tækjum á þeim staðbundið og það er það sem við erum að gera í Leicester og munu gerum annars staðar,“ sagði forsætisráðherrann.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira