Kæra Lilja Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2020 12:30 Það eru gleðitíðindi að boðið sé til stórsóknar í menntamálum og ánægjulegt þegar aðgerðir skila sér, sérstaklega þegar kemur að eflingu kennaranáms. Nú er hins vegar stórt spurt. Hvernig nákvæmlega á að fylgja þessum aðgerðum eftir? Er eðlilegt að Háskólinn á Akureyri muni þurfa að hafna stórum hluta umsókna? Er eðlilegt að í kennaranámi, þar sem virkilega er vöntun og stefnir í kennaraskort á landinu, þurfi að hafna fjölda umsækjenda sem uppfylla öll inntökuskilyrði? Mun Háskólinn á Akureyri einhvern tímann öðlast þá viðurkenningu sem hann á skilið? Gæði náms eru lykilatriði. Til þess að halda uppi öflugum gæðum háskólanna, þarf meðal annars að tryggja nægan fjölda starfsfólks, hvort sem um er að ræða starfsmenn akademíunnar eða stjórnsýslu og stoðþjónustu. Háskólinn á Akureyri hefur setið á hakanum allt of lengi og hefur þurft að grípa til aðgerða sem aðrir opinberir háskólar á Íslandi hafa ekki þurft, það er að takmarka aðgengi nemenda að háskólanum. Háskólinn á Akureyri gegnir ákveðinni lykilstöðu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil þegar kemur að aðgengi að námi óháð búsetu. Hið sveigjanlega námsfyrirkomulag Háskólans á Akureyri sem hefur verið í stöðugri þróun og eflingu síðustu 20 árin veitir breiðari hópi nemenda aðgengi að námi sem hefur í för með sér m.a. eflingu byggða. Frá árinu 2015 hefur orðið veruleg aukning á nemendafjölda Háskólans á Akureyri, sama ár og nemendaígildin voru fryst. Einhverjir kunna að spyrja sig að því hvort að aðrir opinberir háskólar eins og t.d. Háskóli Íslands séu þá ekki að kljást við sama vandamál og Háskólinn á Akureyri. Staðreyndin er hins vegar sú, að í dag eru tugum prósenta fleiri nemendur í HA heldur en árið 2015. En í Háskóla Íslands eru nemendurnir í dag færri en árið 2015. Háskólinn á Akureyri hefur því síðustu ár, verið að mennta nemendur langt umfram það fjármagn sem fjöldanum fylgir. Afleiðingarnar af því eru til dæmis aukið álag á starfsfólk, samdráttur á vali nemenda í námi og herðing á öðrum mikilvægum útgjöldum háskólans. Þriðja árið í röð eru fleiri en 2000 umsóknir til náms við Háskólann á Akureyri. Til þess að varðveita gæði náms og kennslu mun Háskólinn á Akureyri óhjákvæmlega þurfa að hafna stórum hluta umsókna. Það er jákvætt að Háskólinn á Akureyri setji gæði námsins í fyrsta sæti. Þó er um að ræða opinberan háskóla sem á ekki að þurfa að varðveita gæðin með því að takmarka aðgengi að námi. Kæra Lilja, Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, ert þú reiðubúin að taka það nauðsynlega skref, að viðurkenna mikilvægi Háskólans á Akureyri? Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það eru gleðitíðindi að boðið sé til stórsóknar í menntamálum og ánægjulegt þegar aðgerðir skila sér, sérstaklega þegar kemur að eflingu kennaranáms. Nú er hins vegar stórt spurt. Hvernig nákvæmlega á að fylgja þessum aðgerðum eftir? Er eðlilegt að Háskólinn á Akureyri muni þurfa að hafna stórum hluta umsókna? Er eðlilegt að í kennaranámi, þar sem virkilega er vöntun og stefnir í kennaraskort á landinu, þurfi að hafna fjölda umsækjenda sem uppfylla öll inntökuskilyrði? Mun Háskólinn á Akureyri einhvern tímann öðlast þá viðurkenningu sem hann á skilið? Gæði náms eru lykilatriði. Til þess að halda uppi öflugum gæðum háskólanna, þarf meðal annars að tryggja nægan fjölda starfsfólks, hvort sem um er að ræða starfsmenn akademíunnar eða stjórnsýslu og stoðþjónustu. Háskólinn á Akureyri hefur setið á hakanum allt of lengi og hefur þurft að grípa til aðgerða sem aðrir opinberir háskólar á Íslandi hafa ekki þurft, það er að takmarka aðgengi nemenda að háskólanum. Háskólinn á Akureyri gegnir ákveðinni lykilstöðu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil þegar kemur að aðgengi að námi óháð búsetu. Hið sveigjanlega námsfyrirkomulag Háskólans á Akureyri sem hefur verið í stöðugri þróun og eflingu síðustu 20 árin veitir breiðari hópi nemenda aðgengi að námi sem hefur í för með sér m.a. eflingu byggða. Frá árinu 2015 hefur orðið veruleg aukning á nemendafjölda Háskólans á Akureyri, sama ár og nemendaígildin voru fryst. Einhverjir kunna að spyrja sig að því hvort að aðrir opinberir háskólar eins og t.d. Háskóli Íslands séu þá ekki að kljást við sama vandamál og Háskólinn á Akureyri. Staðreyndin er hins vegar sú, að í dag eru tugum prósenta fleiri nemendur í HA heldur en árið 2015. En í Háskóla Íslands eru nemendurnir í dag færri en árið 2015. Háskólinn á Akureyri hefur því síðustu ár, verið að mennta nemendur langt umfram það fjármagn sem fjöldanum fylgir. Afleiðingarnar af því eru til dæmis aukið álag á starfsfólk, samdráttur á vali nemenda í námi og herðing á öðrum mikilvægum útgjöldum háskólans. Þriðja árið í röð eru fleiri en 2000 umsóknir til náms við Háskólann á Akureyri. Til þess að varðveita gæði náms og kennslu mun Háskólinn á Akureyri óhjákvæmlega þurfa að hafna stórum hluta umsókna. Það er jákvætt að Háskólinn á Akureyri setji gæði námsins í fyrsta sæti. Þó er um að ræða opinberan háskóla sem á ekki að þurfa að varðveita gæðin með því að takmarka aðgengi að námi. Kæra Lilja, Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, ert þú reiðubúin að taka það nauðsynlega skref, að viðurkenna mikilvægi Háskólans á Akureyri? Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar