Risastórt skref fyrir foreldra í námi Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Sigrún Ásta Brynjarsdóttir skrifa 3. júlí 2020 23:01 Á Íslandi er algengt að háskólanemar eignist börn á meðan að námi þeirra stendur. Margskonar ástæður eru fyrir því að háskólanemar ákveða að eignast börn á þeim tíma. Til dæmis eru margir á barneignaaldri á meðan að námi stendur, sum telja að aðstæður sínar henti best til barneigna á þeim tíma, aðrir eiga börn þegar þau ákveða að fara í nám og stundum eru barneignir óskipulögð en óvænt ánægja sem kom mögulega í kjölfar tilboðshelgar hjá unaðstækjaverslun. Börnum fylgir mikill kostnaður og því hafa barneignir stundum orðið til þess að fjárhagsáhyggjur háskólanema aukast mikið. Fjárhagsáhyggjur geta dregið úr þrótti og vilja nemenda til að halda áfram með námið sem getur valdið því að einstaklingurinn hættir á endanum í námi. Síðustu áratugi hafa nemendur átt þess kost að taka viðbótarlán vegna barna hjá LÍN til þess að auðvelda sér og fjölskyldu sinni lífið. Hinsvegar veldur það því að háskólanemar með fjölskyldu hafa setið uppi með hærri lán til lengri tíma en samnemendur þeirra sem voru barnlausir á meðan á námi stóð. En nú hefur þessu verið breytt! Þann 1. júlí 2020 tóku gildi ný lög: Lög um Menntasjóð námsmanna. Í þeim var þessu viðbótarláni breytt í beinan styrk vegna barna. Það þýðir að háskólanemar sem taka lán hjá sjóðnum geta sótt um viðbótarlán vegna barna en munu ekki þurfa að borga það til baka. Með þessu er jafnrétti til náms aukið gríðarlega og líf foreldra í námi gert auðveldara. Börn eiga skilið stuðning og athygli foreldra sinna strax frá fæðingu. Það að eiga börn er líka stór hluti af lífi margra og gæti því álag í námi og fjárhagsáhyggjur komið niður á tengslum foreldra og barna. Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er “menntun fyrir alla”, eða jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa kost á að stunda það nám sem þeir kjósa, óháð stöðu sinni. Það fyrirkomulag og þær breytingar sem lögin um Menntasjóð námsmanna hefur í för með sér auka stuðning við námsmenn með fjölskyldur og draga úr áhyggjum þeirra. Slíkt fyrirkomulag gæti jafnvel dregið úr aðsókn í nám. Við viljum að allir hafi kost á því að mennta sig - fyrir sig og fyrir samfélagið í heild sinni. Takk Lilja Alfreðsdóttir fyrir að hafa barist fyrir foreldrum í námi og komið þessu í gegn. Þetta er mikilvægt skref fyrir háskólanema, sem og börnin þeirra. Greinarhöfundar eru mæður í háskólanámi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Hagsmunir stúdenta Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Á Íslandi er algengt að háskólanemar eignist börn á meðan að námi þeirra stendur. Margskonar ástæður eru fyrir því að háskólanemar ákveða að eignast börn á þeim tíma. Til dæmis eru margir á barneignaaldri á meðan að námi stendur, sum telja að aðstæður sínar henti best til barneigna á þeim tíma, aðrir eiga börn þegar þau ákveða að fara í nám og stundum eru barneignir óskipulögð en óvænt ánægja sem kom mögulega í kjölfar tilboðshelgar hjá unaðstækjaverslun. Börnum fylgir mikill kostnaður og því hafa barneignir stundum orðið til þess að fjárhagsáhyggjur háskólanema aukast mikið. Fjárhagsáhyggjur geta dregið úr þrótti og vilja nemenda til að halda áfram með námið sem getur valdið því að einstaklingurinn hættir á endanum í námi. Síðustu áratugi hafa nemendur átt þess kost að taka viðbótarlán vegna barna hjá LÍN til þess að auðvelda sér og fjölskyldu sinni lífið. Hinsvegar veldur það því að háskólanemar með fjölskyldu hafa setið uppi með hærri lán til lengri tíma en samnemendur þeirra sem voru barnlausir á meðan á námi stóð. En nú hefur þessu verið breytt! Þann 1. júlí 2020 tóku gildi ný lög: Lög um Menntasjóð námsmanna. Í þeim var þessu viðbótarláni breytt í beinan styrk vegna barna. Það þýðir að háskólanemar sem taka lán hjá sjóðnum geta sótt um viðbótarlán vegna barna en munu ekki þurfa að borga það til baka. Með þessu er jafnrétti til náms aukið gríðarlega og líf foreldra í námi gert auðveldara. Börn eiga skilið stuðning og athygli foreldra sinna strax frá fæðingu. Það að eiga börn er líka stór hluti af lífi margra og gæti því álag í námi og fjárhagsáhyggjur komið niður á tengslum foreldra og barna. Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er “menntun fyrir alla”, eða jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa kost á að stunda það nám sem þeir kjósa, óháð stöðu sinni. Það fyrirkomulag og þær breytingar sem lögin um Menntasjóð námsmanna hefur í för með sér auka stuðning við námsmenn með fjölskyldur og draga úr áhyggjum þeirra. Slíkt fyrirkomulag gæti jafnvel dregið úr aðsókn í nám. Við viljum að allir hafi kost á því að mennta sig - fyrir sig og fyrir samfélagið í heild sinni. Takk Lilja Alfreðsdóttir fyrir að hafa barist fyrir foreldrum í námi og komið þessu í gegn. Þetta er mikilvægt skref fyrir háskólanema, sem og börnin þeirra. Greinarhöfundar eru mæður í háskólanámi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF)
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun