Klopp segir City eða Bayern líklegust til að vinna Meistaradeildina Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2020 12:07 Jürgen Klopp hefur náð stórkostlegum árangri sem knattspyrnustjóri Liverpool. VÍSIR/GETTY Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Manchester City og Bayern Munchen séu líklegust til þess að vinna Meistaradeildina í ár en ríkjandi Evrópumeistarar, Liverpool, eru úr leik. Klopp og félagar duttu út fyrir Atletico Madrid í einu af tveimur 16-liða úrslita einvígum sem er lokið en öllu var frestað vegna kórónuveirunnar. Það verður því útsláttarkeppni í Portúgal í ágúst og þar standa tvö lið upp úr fyrir þann þýska. „Fyrir mér þá eru tvö lið líklegust. Það eru Bayern og City. Það yrði áhugaverður leikur. Bayern hefur spilað mjög vel eftir að Hansi Flick tók við. Það er mjög áhugavert hvað þeir hafa gert,“ sagði Klopp. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta raðast upp, ef þau mæta hvort öðru í undanúrslitunum eða úrslitaleiknum eða hvernig sem er, en keppnin í ágúst mun vera mjög áhugaverð.“ Jurgen Klopp tips Man City or Bayern Munich to succeed Liverpool as Champions League winners when European competition restarts https://t.co/XTvACQ5J7Q— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2020 Klopp er spenntur fyrir úrslitakeppni en segir að varnarleikur City gætu komið þeim um koll. „Þetta verður nýtt en þegar þú horfir á Manchester City og hópinn þeirra þá já, þeir eiga mikla möguleika, en til dæmis í leiknum á þriðjudaginn sem City vann örugglega þá hefðum við átt að skora þrjú mörk. Ekki gleyma því. Við áttum og hefðum gert það á eðlilegum degi.“ „Þeir eru með svo mikil gæði en þeir eru ekki fullkomnir. City eru það ekki, ekki heldur Bayern og ekki heldur við. En þú þarft að vera nærri því fullkominn á úrslitastundum til þess að vinna Meistaradeildina.“ „Allir þurfa heppni og ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að spila á þínu besta liði í úrslitaleiknum en ég held að þessi tvö lið séu líklegust. Ég mun horfa og þetta verður áhugavert en því miður erum við ekki með í ár. “ Meistaradeildin Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Manchester City og Bayern Munchen séu líklegust til þess að vinna Meistaradeildina í ár en ríkjandi Evrópumeistarar, Liverpool, eru úr leik. Klopp og félagar duttu út fyrir Atletico Madrid í einu af tveimur 16-liða úrslita einvígum sem er lokið en öllu var frestað vegna kórónuveirunnar. Það verður því útsláttarkeppni í Portúgal í ágúst og þar standa tvö lið upp úr fyrir þann þýska. „Fyrir mér þá eru tvö lið líklegust. Það eru Bayern og City. Það yrði áhugaverður leikur. Bayern hefur spilað mjög vel eftir að Hansi Flick tók við. Það er mjög áhugavert hvað þeir hafa gert,“ sagði Klopp. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta raðast upp, ef þau mæta hvort öðru í undanúrslitunum eða úrslitaleiknum eða hvernig sem er, en keppnin í ágúst mun vera mjög áhugaverð.“ Jurgen Klopp tips Man City or Bayern Munich to succeed Liverpool as Champions League winners when European competition restarts https://t.co/XTvACQ5J7Q— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2020 Klopp er spenntur fyrir úrslitakeppni en segir að varnarleikur City gætu komið þeim um koll. „Þetta verður nýtt en þegar þú horfir á Manchester City og hópinn þeirra þá já, þeir eiga mikla möguleika, en til dæmis í leiknum á þriðjudaginn sem City vann örugglega þá hefðum við átt að skora þrjú mörk. Ekki gleyma því. Við áttum og hefðum gert það á eðlilegum degi.“ „Þeir eru með svo mikil gæði en þeir eru ekki fullkomnir. City eru það ekki, ekki heldur Bayern og ekki heldur við. En þú þarft að vera nærri því fullkominn á úrslitastundum til þess að vinna Meistaradeildina.“ „Allir þurfa heppni og ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að spila á þínu besta liði í úrslitaleiknum en ég held að þessi tvö lið séu líklegust. Ég mun horfa og þetta verður áhugavert en því miður erum við ekki með í ár. “
Meistaradeildin Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira