Stríðandi fylkingar í Sýrlandi sagðar sekar um stríðsglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 21:39 Óbreyttir borgarar liðu þjáningar þegar stjórnarher Sýrlands sótti fram gegn síðasta vígi íslamskra uppreisnarmanna í Idlib í fyrra. Stjórnarherinn var studdur rússneskum herflugvélum. Vísir/EPA Stjórnarher Sýrlands og íslamistar sem háðu harða hildi um Idlib-hérað í fyrra eru sagðir hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í nýrri skýrslu eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna. Óbreyttir borgarar voru fórnarlömb loftsárása, sprengukúluregns, pyntinga og gripdeilda. Hundruð óbreyttra borgara féllu í bardaganum í Idlib áður en vopnahléi var komið á í mars. Um ein milljón manna hraktist á flótta og þurftu margir að hafast við í yfirfullum tjaldbúðum. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að almennir borgarar hafi mátt lýða „óskiljanlegar þjáningar“ þegar stjórnarherinn lét til skarar skríða gegn íslamistum síðla árs í fyrra. Í skýrslu þeirra er greint frá 52 árásum sem leiddu til mannfalls óbreyttra borgara og borgaralegra bygginga, þar á meðal 47 á vegum stjórnarhersins. Sýrlenski herinn og rússneskir bandamenn þeirra hafi staðið fyrir loftárásum sem gereyddu byggingum hröktu fólk á flótta frá bæjum og þorpum og drápu hundruð sýrlenskra kvenna, karla og barna. Sjúkrahús, skólar, markaðir og íbúðarhús voru gerð að rústum í loft-og sprengjukúluárásum sem SÞ lýsir sem stríðsglæpum. Slíkar árásir á bæina Maarat al-Numan, Ariha, Atareb og Darat Izza hafi fyrirsjáanlega leitt til þess að fjöldi fólks neyddist til að flýja. Það telja skýrsluhöfundar hafa verið nauðgunarflutninga og morð sem teljist glæpir gegn mannkyninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök íslamista sem stjórnarherinn barðist við eru einnig sökuð um að handtaka fólk, pynta það og taka af lífi fyrir að andæfa þeim. Þá eru liðsmenn samtakanna sagðir hafa farið ránshendi um heimili óbreyttra borgara og að láta sprengjum rigna á íbúðarhverfi á yfirráðasvæði stjórnvalda án annars hernaðarlegs markmiðs en að vekja ótta á meðal óbreyttra borgara. Alls hafa nú fleiri en 380.000 manns fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi sem hófst árið 2011. Stríðið hefur ennfremur hrakið 13,2 milljónum manna á flótta, um helmingi þjóðarinnar fyrir stríðið. Sýrland Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum. Ástandið í norðvesturhluta landsins hefur aldrei verið verra en einmitt nú samkvæmt skýrslu Save the Children. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum. 6. mars 2020 13:15 Vopnahlé tekið gildi í Idlib Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. 6. mars 2020 07:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Stjórnarher Sýrlands og íslamistar sem háðu harða hildi um Idlib-hérað í fyrra eru sagðir hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í nýrri skýrslu eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna. Óbreyttir borgarar voru fórnarlömb loftsárása, sprengukúluregns, pyntinga og gripdeilda. Hundruð óbreyttra borgara féllu í bardaganum í Idlib áður en vopnahléi var komið á í mars. Um ein milljón manna hraktist á flótta og þurftu margir að hafast við í yfirfullum tjaldbúðum. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að almennir borgarar hafi mátt lýða „óskiljanlegar þjáningar“ þegar stjórnarherinn lét til skarar skríða gegn íslamistum síðla árs í fyrra. Í skýrslu þeirra er greint frá 52 árásum sem leiddu til mannfalls óbreyttra borgara og borgaralegra bygginga, þar á meðal 47 á vegum stjórnarhersins. Sýrlenski herinn og rússneskir bandamenn þeirra hafi staðið fyrir loftárásum sem gereyddu byggingum hröktu fólk á flótta frá bæjum og þorpum og drápu hundruð sýrlenskra kvenna, karla og barna. Sjúkrahús, skólar, markaðir og íbúðarhús voru gerð að rústum í loft-og sprengjukúluárásum sem SÞ lýsir sem stríðsglæpum. Slíkar árásir á bæina Maarat al-Numan, Ariha, Atareb og Darat Izza hafi fyrirsjáanlega leitt til þess að fjöldi fólks neyddist til að flýja. Það telja skýrsluhöfundar hafa verið nauðgunarflutninga og morð sem teljist glæpir gegn mannkyninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök íslamista sem stjórnarherinn barðist við eru einnig sökuð um að handtaka fólk, pynta það og taka af lífi fyrir að andæfa þeim. Þá eru liðsmenn samtakanna sagðir hafa farið ránshendi um heimili óbreyttra borgara og að láta sprengjum rigna á íbúðarhverfi á yfirráðasvæði stjórnvalda án annars hernaðarlegs markmiðs en að vekja ótta á meðal óbreyttra borgara. Alls hafa nú fleiri en 380.000 manns fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi sem hófst árið 2011. Stríðið hefur ennfremur hrakið 13,2 milljónum manna á flótta, um helmingi þjóðarinnar fyrir stríðið.
Sýrland Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum. Ástandið í norðvesturhluta landsins hefur aldrei verið verra en einmitt nú samkvæmt skýrslu Save the Children. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum. 6. mars 2020 13:15 Vopnahlé tekið gildi í Idlib Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. 6. mars 2020 07:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum. Ástandið í norðvesturhluta landsins hefur aldrei verið verra en einmitt nú samkvæmt skýrslu Save the Children. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum. 6. mars 2020 13:15
Vopnahlé tekið gildi í Idlib Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. 6. mars 2020 07:08