Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2020 21:29 Jóhann Karl, fyrrverandi Spánarkonungur, árið 2018. Hann er sakaður um ýmis konar fjármálalega spillingu. AP/Esteban Felix Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn standi nú yfir í Sviss á hvort að fjármunir sem Jóhann Karl, sem afsalaði sér krúnunni árið 2014, þáði frá Abdullah, þáverandi konungi Sádi-Arabíu sem nú er látinn, hafi verið mútur í tengslum við járnbrautarframkvæmdir spænsks fyrirtækis. Áður hafði Hæstiréttur Spánar hafið rannsókn á ásökununum. Jóhann Karl er sagður hafa flutt stóran hluta um 100 milljóna evra til félaga síns og telja rannsakendur það mögulega hafa verið tilraun til að fela það fyrir yfirvöldum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, sagði ásakanirnar áhyggjuefni þegar þær voru bornar undir hann í dag. Lofaði hann lýðræðislegar stofnanir fyrir viðbrögð sín við ásökununum á hendur fyrrum konungi landsins, þar á meðal fjölmiðla, réttarkerfið og konungshöllin. Jóhann Karl hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar. Talsmaður konungshallarinnar segir að Filippus fjórði konungur, sonur Jóhanns Karls, hafi ekkert vitað um meint fjármálamisferli föður síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Hneyksli var ástæða þess að Jóhann Karl ákvað að afsala sér krúnunni fyrir sex árum. Hann naut töluverðra vinsælda eftir að hann átti þátt í að Spánn varð lýðræðisríki aftur eftir að einræðisherrann Francisco Franco lést árið 1975. Vinsældir konungs dvínuðu í seinni tíð, ekki síst eftir uppákomur eins og þegar myndir birtust af honum við fílaveiðar í Afríku í miðri efnahagskreppu. Dóttir hans Kristín og eiginmaður hennar voru síðar sökuð um spillingu sem setti einnig svartan blett á orðstír konungs. Spænskir konungar njóta friðhelgi fyrir saksókn en mögulegt er að Jóhann Karl, sem er 82 ára gamall, í ljósi þess að hann afsalaði sér embættinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Filippus konungur svipti föður sinn lífeyri frá konungsfjölskyldunni og afsalaði sér arfi eftir hann í mars vegna ásakana um að Jóhann Karl hafi átt leynilega aflandsreikninga. Spánn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn standi nú yfir í Sviss á hvort að fjármunir sem Jóhann Karl, sem afsalaði sér krúnunni árið 2014, þáði frá Abdullah, þáverandi konungi Sádi-Arabíu sem nú er látinn, hafi verið mútur í tengslum við járnbrautarframkvæmdir spænsks fyrirtækis. Áður hafði Hæstiréttur Spánar hafið rannsókn á ásökununum. Jóhann Karl er sagður hafa flutt stóran hluta um 100 milljóna evra til félaga síns og telja rannsakendur það mögulega hafa verið tilraun til að fela það fyrir yfirvöldum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, sagði ásakanirnar áhyggjuefni þegar þær voru bornar undir hann í dag. Lofaði hann lýðræðislegar stofnanir fyrir viðbrögð sín við ásökununum á hendur fyrrum konungi landsins, þar á meðal fjölmiðla, réttarkerfið og konungshöllin. Jóhann Karl hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar. Talsmaður konungshallarinnar segir að Filippus fjórði konungur, sonur Jóhanns Karls, hafi ekkert vitað um meint fjármálamisferli föður síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Hneyksli var ástæða þess að Jóhann Karl ákvað að afsala sér krúnunni fyrir sex árum. Hann naut töluverðra vinsælda eftir að hann átti þátt í að Spánn varð lýðræðisríki aftur eftir að einræðisherrann Francisco Franco lést árið 1975. Vinsældir konungs dvínuðu í seinni tíð, ekki síst eftir uppákomur eins og þegar myndir birtust af honum við fílaveiðar í Afríku í miðri efnahagskreppu. Dóttir hans Kristín og eiginmaður hennar voru síðar sökuð um spillingu sem setti einnig svartan blett á orðstír konungs. Spænskir konungar njóta friðhelgi fyrir saksókn en mögulegt er að Jóhann Karl, sem er 82 ára gamall, í ljósi þess að hann afsalaði sér embættinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Filippus konungur svipti föður sinn lífeyri frá konungsfjölskyldunni og afsalaði sér arfi eftir hann í mars vegna ásakana um að Jóhann Karl hafi átt leynilega aflandsreikninga.
Spánn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira