Dregið í Meistara- og Evrópudeildinni í beinni á Stöð 2 Sport Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2020 07:31 Sergio Ramos og Kevin De Bruyne í baráttunni í fyrri leik Real Madrid og Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Enska liðið vann leikinn, 1-2. getty/Diego Souto Í dag verður dregið í átta liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar. Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, í Nyon í Sviss. Hægt verður að fylgjast með báðum dráttum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi. Drátturinn í Meistaradeildinni hefst klukkan 10:00 og drátturinn í Evrópudeildinni klukkan 11:00. Úrslitin í Meistara- og Evrópudeildinni ráðast í næsta mánuði. Fyrirkomulagið verður nokkuð óhefðbundið vegna kórónuveirufaraldursins en tekin verður upp eins konar úrslitakeppni. Aðeins einn leikur verður í átta liða og undanúrslitunum og fer hann fram á hlutlausum velli. Enn er fjórum leikjum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar ólokið. Þeir fara fram 7. og 8. ágúst. Úrslitakeppnin fer svo fram í Lissabon 12.-23. ágúst. Atalanta, Atlético Madrid, RB Leipzig og Paris Saint-Germain eru þegar komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Seinni leikjunum í rimmum Chelsea og Bayern München, Napoli og Barcelona, Real Madrid og Manchester City og Lyon og Juventus, er enn ólokið. Seinni leikirnir í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar eru ekki enn búnir. Þeir fara fram 5. og 6. ágúst. Fyrri leikir Inter og Getafe og Sevilla og Roma gátu ekki farið fram vegna kórónuveirufaraldursins og því ráðast úrslitin í þeim rimmum í einum leik. Úrslitakeppnin í Evrópudeildinni verður leikin í Þýskalandi 10.-21. ágúst. Leikið verður í fjórum borgum: Duisburg, Düsseldorf, Gelsenkirchen og Köln. Úrslitaleikurinn fer fram í síðastnefndu borginni. Liðin í pottinum í Meistaradeildinni Atalanta Atlético Madrid Leipzig Paris Saint-Germain Chelsea/Bayern München (0-3) Napoli/Barcelona (1-1) Real Madrid/Man. City (1-2) Lyon/Juventus (1-0) Liðin í pottinum í Evrópudeildinni Istanbul Basaksehir/FC København (1-0) Olympiacos/Wolves (1-1) Rangers/Bayern Leverkusen (1-3) Wolfsburg/Shakhtar Donetsk (1-2) Inter/Getafe Sevilla/Roma Frankfurt/Basel (0-3) LASK Linz/Man. Utd. (0-5) Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Í dag verður dregið í átta liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar. Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, í Nyon í Sviss. Hægt verður að fylgjast með báðum dráttum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi. Drátturinn í Meistaradeildinni hefst klukkan 10:00 og drátturinn í Evrópudeildinni klukkan 11:00. Úrslitin í Meistara- og Evrópudeildinni ráðast í næsta mánuði. Fyrirkomulagið verður nokkuð óhefðbundið vegna kórónuveirufaraldursins en tekin verður upp eins konar úrslitakeppni. Aðeins einn leikur verður í átta liða og undanúrslitunum og fer hann fram á hlutlausum velli. Enn er fjórum leikjum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar ólokið. Þeir fara fram 7. og 8. ágúst. Úrslitakeppnin fer svo fram í Lissabon 12.-23. ágúst. Atalanta, Atlético Madrid, RB Leipzig og Paris Saint-Germain eru þegar komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Seinni leikjunum í rimmum Chelsea og Bayern München, Napoli og Barcelona, Real Madrid og Manchester City og Lyon og Juventus, er enn ólokið. Seinni leikirnir í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar eru ekki enn búnir. Þeir fara fram 5. og 6. ágúst. Fyrri leikir Inter og Getafe og Sevilla og Roma gátu ekki farið fram vegna kórónuveirufaraldursins og því ráðast úrslitin í þeim rimmum í einum leik. Úrslitakeppnin í Evrópudeildinni verður leikin í Þýskalandi 10.-21. ágúst. Leikið verður í fjórum borgum: Duisburg, Düsseldorf, Gelsenkirchen og Köln. Úrslitaleikurinn fer fram í síðastnefndu borginni. Liðin í pottinum í Meistaradeildinni Atalanta Atlético Madrid Leipzig Paris Saint-Germain Chelsea/Bayern München (0-3) Napoli/Barcelona (1-1) Real Madrid/Man. City (1-2) Lyon/Juventus (1-0) Liðin í pottinum í Evrópudeildinni Istanbul Basaksehir/FC København (1-0) Olympiacos/Wolves (1-1) Rangers/Bayern Leverkusen (1-3) Wolfsburg/Shakhtar Donetsk (1-2) Inter/Getafe Sevilla/Roma Frankfurt/Basel (0-3) LASK Linz/Man. Utd. (0-5)
Atalanta Atlético Madrid Leipzig Paris Saint-Germain Chelsea/Bayern München (0-3) Napoli/Barcelona (1-1) Real Madrid/Man. City (1-2) Lyon/Juventus (1-0)
Istanbul Basaksehir/FC København (1-0) Olympiacos/Wolves (1-1) Rangers/Bayern Leverkusen (1-3) Wolfsburg/Shakhtar Donetsk (1-2) Inter/Getafe Sevilla/Roma Frankfurt/Basel (0-3) LASK Linz/Man. Utd. (0-5)
Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira