Terry Crews á Íslandi: „Ég vissi ekkert hver þetta var en börnin misstu sig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júlí 2020 10:54 Crews var alveg til í myndatöku með börnunum. Helga Þórey Júlíusdóttir Terrence Alan Crews betur þekktur sem Terry Crews er staddur hér á landi. Crews er fyrrum atvinnumaður í amerískum fótbolta en hefur undanfarin ár starfað sem leikari og kynnir í skemmtiþáttunum America´s Got Talent. Crews fer einnig með hlutverk í þáttunum vinsælu Brooklyn Nine-Nine. Crews er á ferðalagi um Suðurlandið og sást til hans í Reynisfjöru í gær. Helga Þórey Júlíudóttir er á ferðlagi um landið og rakst á Crews. Hún þekkti reyndar ekki leikarann en börnin hennar vissu vel hvaða maður þetta var. „Ég vissi ekkert hver þetta var en börnin misstu sig. Hann var nýbúinn að klappa mér aðeins á öxlina og þakka mér fyrir að hleypa honum framfyrir sig á göngustígnum,“ segir Helga Þórey, sérkennari, sem er á ferðlagi um landið ásamt vinafólki sínu og börnum, alls fjórar fjölskyldur. Helga Þórey vissi ekkert hvaða maður þetta væri. Hópurinn hitti Crews við Kvernufoss sem er rétt við Skógafoss. Crews var með leiðsögumann með sér og ljósmyndara. „Ég hefði kannski átt að kveikja á perunni því það var alltaf verið að taka eitthvað upp í kringum hann og svolítil læti í honum Terry. Hvað þetta væri allt fallegt og yndislegt. Ég geri mér síðan grein fyrir því að þetta er nú einhver frægur þegar vinkona mín tekur allt í einu upp á því að hlaupa, sem hún gerir nú ekkert svo mikið. Hún hleypur að honum og spyr hvort hún megi fá mynd.“ Hún segir að krakkarnir sem voru með í för hafi fattað um leið hver þetta væri. „Þau voru alveg með það á hreinu, sérstaklega unglingarnir. Við áttum í raun svolítið notalega stund með honum og hann var alveg til í þessa myndatöku.“ Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Hollywood Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Terrence Alan Crews betur þekktur sem Terry Crews er staddur hér á landi. Crews er fyrrum atvinnumaður í amerískum fótbolta en hefur undanfarin ár starfað sem leikari og kynnir í skemmtiþáttunum America´s Got Talent. Crews fer einnig með hlutverk í þáttunum vinsælu Brooklyn Nine-Nine. Crews er á ferðalagi um Suðurlandið og sást til hans í Reynisfjöru í gær. Helga Þórey Júlíudóttir er á ferðlagi um landið og rakst á Crews. Hún þekkti reyndar ekki leikarann en börnin hennar vissu vel hvaða maður þetta var. „Ég vissi ekkert hver þetta var en börnin misstu sig. Hann var nýbúinn að klappa mér aðeins á öxlina og þakka mér fyrir að hleypa honum framfyrir sig á göngustígnum,“ segir Helga Þórey, sérkennari, sem er á ferðlagi um landið ásamt vinafólki sínu og börnum, alls fjórar fjölskyldur. Helga Þórey vissi ekkert hvaða maður þetta væri. Hópurinn hitti Crews við Kvernufoss sem er rétt við Skógafoss. Crews var með leiðsögumann með sér og ljósmyndara. „Ég hefði kannski átt að kveikja á perunni því það var alltaf verið að taka eitthvað upp í kringum hann og svolítil læti í honum Terry. Hvað þetta væri allt fallegt og yndislegt. Ég geri mér síðan grein fyrir því að þetta er nú einhver frægur þegar vinkona mín tekur allt í einu upp á því að hlaupa, sem hún gerir nú ekkert svo mikið. Hún hleypur að honum og spyr hvort hún megi fá mynd.“ Hún segir að krakkarnir sem voru með í för hafi fattað um leið hver þetta væri. „Þau voru alveg með það á hreinu, sérstaklega unglingarnir. Við áttum í raun svolítið notalega stund með honum og hann var alveg til í þessa myndatöku.“
Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Hollywood Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira