Hvað með hreindýrin? Svanur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2020 15:59 Það var á fundi fyrir vestan sem einn fiskifræðingur var að útskýra stofnstærðarfræðin fyrir fundarmönnum. Taldi hann upp hvað væri rannsakað og helstu þætti sem ákveða stofnstærð. Kallaði þá einn fundarmanna „en hvað með hreindýrin“. Hrökk fiskifræðingurinn við en hélt þó áfram. Útskýrði hann sónarmælingar og þéttleikarannsóknir með veiðum og aftur var kallað „en hvað með hreindýrin“. Ekki svaraði fiskifræðingurinn og hélt áfram að útskýra hvernig fræðin gátu reiknað út hvað margir fiskar væru í sjónum við Ísland. Þá kallaði fundarmaður enn hærra „en hvað með hreindýrin“. Þá gafst fiskifræðingurinn upp og kallaði til baka „hvað ert þú alltaf að æpa þarna kall, hvað koma hreindýr þessu máli við. “ Jú, svaraði hann, „þeir hafa verið að leita að hreindýrum þarna fyrir austan og finna ekki helminginn af dýrunum. Þeir leita með flugvélum og þyrlum og allt er þetta á einum fleti milli tveggja áa fyrir austan en þeir fundu þau samt ekki. Og svo komu þau einn daginn hlaupandi yfir hæðina. En þú segist geta sagt okkur hvað margir fiskar eru í sjónum hringinn í kringum landið út á 200 mílur og niður á botn.“ Það er staðreynd að fiskifræðin er ung atvinnugrein en við hér á landi og þau lönd sem liggja að Norður-Atlantshafi eru framarlega í fiskirannsóknum og vistkerfisvísindum. Samstarf landanna er mikilvægt og gríðarlega mikið hafsvæði sem þarf að rannsaka. Straumar, selta, hiti, dýrasvif, sýrustig, blómgun og margt, margt fleira þarf að kann svo einhver vitneskja fáist um hvað er að gerast í hafinu sem okkur er svo nauðsynlegt til framfærslu hér á landi. Hafrannsóknir og grunnrannsóknir á hafinu hafa verið ein af okkar sterku stoðum undir sjávarútveginn en það er með það eins og annað, þeim þarf að sinna. Leggja þarf áherslu á þá grunnþætti sem að hafinu snúa og mun meir en nú er gert. Það væri til bóta ef fleiri fengu að vinna með gögn Hafrannsóknarstofnunar. Háskólasamfélagið hefur óskað eftir að vinna með gögnin en ekki fengið. Við erum að fá inn menntað fólk sem hefur unnið við gervigreind og talnaúrvinnslur með nýrri tækni sem gæti hugsanlega fundið nýja nálgun úr þeim gögnum sem fyrir liggja, hjá Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu og útgerðinni. En það er ljóst að við þurfum líka að auka grunnrannsóknir og efla Hafrannsóknarstofnun. Það er auðvelt að setja útá tillögur Hafrannsóknarstofnunar á hverju ári um hvað megi veiða af hverri fisktegund en staðreyndin er sú að rannsóknir og úrvinnsla Hafró eru þær einu sem við höfum í höndunum. Sögulega séð höfum við oft veitt meira af þorski en nú er gert en við megum ekki taka áhættuna á að veiða meira, svo ekki verði hrun í stofninum. Við myndum sjá það fljótt ef helmingur hreindýra myndi falla að vetri þótt það geti verið vandasamt að telja þau, þó á landi sé. Við getum því með nokkuð mikilli nákvæmni sagt til um hvað megi taka úr þeim stofni. En fiskistofnanna í hafinu umhverfis landið er töluvert flóknara að meta. Ef taldir eru starfsmenn sem skráðir eru á þessum tveim stofnunum, sem sjá um landið og hreindýrin, eða Umhverfisstofnun þá eru þar 154 starfsmenn. Hjá Hafrannsóknarstofnun eru 181 starfsmenn. Vissulega gera þeir fleira hjá Umhverfisstofnun en að telja hreindýr en áherslurnar sjást berlega við samanburð á þessum tveim stofnunum. Sá árangur sem við höfum náð með auðlindastýringu er mikilvægur og sú tækni sem við höfum komið okkur upp við veiðar og vinnslu okkar helstu nytjastofna er til fyrirmyndar en við höfum dregið saman og minnkað áhersluna á hafrannsóknir. Það þarf að laga. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það var á fundi fyrir vestan sem einn fiskifræðingur var að útskýra stofnstærðarfræðin fyrir fundarmönnum. Taldi hann upp hvað væri rannsakað og helstu þætti sem ákveða stofnstærð. Kallaði þá einn fundarmanna „en hvað með hreindýrin“. Hrökk fiskifræðingurinn við en hélt þó áfram. Útskýrði hann sónarmælingar og þéttleikarannsóknir með veiðum og aftur var kallað „en hvað með hreindýrin“. Ekki svaraði fiskifræðingurinn og hélt áfram að útskýra hvernig fræðin gátu reiknað út hvað margir fiskar væru í sjónum við Ísland. Þá kallaði fundarmaður enn hærra „en hvað með hreindýrin“. Þá gafst fiskifræðingurinn upp og kallaði til baka „hvað ert þú alltaf að æpa þarna kall, hvað koma hreindýr þessu máli við. “ Jú, svaraði hann, „þeir hafa verið að leita að hreindýrum þarna fyrir austan og finna ekki helminginn af dýrunum. Þeir leita með flugvélum og þyrlum og allt er þetta á einum fleti milli tveggja áa fyrir austan en þeir fundu þau samt ekki. Og svo komu þau einn daginn hlaupandi yfir hæðina. En þú segist geta sagt okkur hvað margir fiskar eru í sjónum hringinn í kringum landið út á 200 mílur og niður á botn.“ Það er staðreynd að fiskifræðin er ung atvinnugrein en við hér á landi og þau lönd sem liggja að Norður-Atlantshafi eru framarlega í fiskirannsóknum og vistkerfisvísindum. Samstarf landanna er mikilvægt og gríðarlega mikið hafsvæði sem þarf að rannsaka. Straumar, selta, hiti, dýrasvif, sýrustig, blómgun og margt, margt fleira þarf að kann svo einhver vitneskja fáist um hvað er að gerast í hafinu sem okkur er svo nauðsynlegt til framfærslu hér á landi. Hafrannsóknir og grunnrannsóknir á hafinu hafa verið ein af okkar sterku stoðum undir sjávarútveginn en það er með það eins og annað, þeim þarf að sinna. Leggja þarf áherslu á þá grunnþætti sem að hafinu snúa og mun meir en nú er gert. Það væri til bóta ef fleiri fengu að vinna með gögn Hafrannsóknarstofnunar. Háskólasamfélagið hefur óskað eftir að vinna með gögnin en ekki fengið. Við erum að fá inn menntað fólk sem hefur unnið við gervigreind og talnaúrvinnslur með nýrri tækni sem gæti hugsanlega fundið nýja nálgun úr þeim gögnum sem fyrir liggja, hjá Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu og útgerðinni. En það er ljóst að við þurfum líka að auka grunnrannsóknir og efla Hafrannsóknarstofnun. Það er auðvelt að setja útá tillögur Hafrannsóknarstofnunar á hverju ári um hvað megi veiða af hverri fisktegund en staðreyndin er sú að rannsóknir og úrvinnsla Hafró eru þær einu sem við höfum í höndunum. Sögulega séð höfum við oft veitt meira af þorski en nú er gert en við megum ekki taka áhættuna á að veiða meira, svo ekki verði hrun í stofninum. Við myndum sjá það fljótt ef helmingur hreindýra myndi falla að vetri þótt það geti verið vandasamt að telja þau, þó á landi sé. Við getum því með nokkuð mikilli nákvæmni sagt til um hvað megi taka úr þeim stofni. En fiskistofnanna í hafinu umhverfis landið er töluvert flóknara að meta. Ef taldir eru starfsmenn sem skráðir eru á þessum tveim stofnunum, sem sjá um landið og hreindýrin, eða Umhverfisstofnun þá eru þar 154 starfsmenn. Hjá Hafrannsóknarstofnun eru 181 starfsmenn. Vissulega gera þeir fleira hjá Umhverfisstofnun en að telja hreindýr en áherslurnar sjást berlega við samanburð á þessum tveim stofnunum. Sá árangur sem við höfum náð með auðlindastýringu er mikilvægur og sú tækni sem við höfum komið okkur upp við veiðar og vinnslu okkar helstu nytjastofna er til fyrirmyndar en við höfum dregið saman og minnkað áhersluna á hafrannsóknir. Það þarf að laga. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun