Heimilisofbeldismálum fjölgar um 30 prósent: Þolendur fallið fyrir eigin hendi á síðustu mánuðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júlí 2020 20:20 Nokkur dæmi eru um að fólk sem hafði leitað sér aðstoðar vegna heimilisofbeldisins hafi svipt sig lífi eða gert tilraun til þess á síðustu mánuðum. 390 manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis á árinu en það er 30 prósent aukning frá því í fyrra. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á milli ára samkvæmt nýrri afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna starfsmenn vel fyrir aukningunni „Við erum að sjá fyrstu sex mánuðina alveg níutíu fleiri manneskjur sem hafa sótt þjónustuna hér. Það voru 306 sem komu til okkar fyrstu sex mánuðina árið 2019 og 390 voru komin núna fyrstu sex mánuðina,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnisstjóri Bjarkarhlíðar. Umræðan um hættuna á að heimilisofbeldi aukist á tímum kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif. „Ég held að Covid tíminn hafi verið gríðarlega erfiður fyrir marga. Við sjáum það á fyrirspurnum til okkar og eftir að við fórum að geta hitt fólk aftur hvað er búið að vera ofboðslega mikið að gera hjá okkur,“ segir Ragna. „Við erum að sjá töluvert þung mál þar sem fólk er í mikilli vanlíðan og oft búið að vera í langan tíma.“ Afleiðingarnar geti verið mjög slæmar. „Verstu afleiðingarnar gerðust þarna í byrjun Covid þegar við sáum tvö mannlíf tekin, tvær konur sem létust vegna heimilisofbeldis. En það er líka helmingurinn af þeim sem kemur til okkar segir okkur frá því að þeir hafi hugsað að taka sitt líf eða gert tilraunir til þess og við vitum til þess á síðustu mánuðum að slíkt hafi gerst sem er gríðarlega alvarlegt og sorglegt,“ segir Ragna. Eru þetta mörg tilfelli? „Þetta eru nokkur tilvik,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Heimilisofbeldi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Nokkur dæmi eru um að fólk sem hafði leitað sér aðstoðar vegna heimilisofbeldisins hafi svipt sig lífi eða gert tilraun til þess á síðustu mánuðum. 390 manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis á árinu en það er 30 prósent aukning frá því í fyrra. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á milli ára samkvæmt nýrri afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna starfsmenn vel fyrir aukningunni „Við erum að sjá fyrstu sex mánuðina alveg níutíu fleiri manneskjur sem hafa sótt þjónustuna hér. Það voru 306 sem komu til okkar fyrstu sex mánuðina árið 2019 og 390 voru komin núna fyrstu sex mánuðina,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnisstjóri Bjarkarhlíðar. Umræðan um hættuna á að heimilisofbeldi aukist á tímum kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif. „Ég held að Covid tíminn hafi verið gríðarlega erfiður fyrir marga. Við sjáum það á fyrirspurnum til okkar og eftir að við fórum að geta hitt fólk aftur hvað er búið að vera ofboðslega mikið að gera hjá okkur,“ segir Ragna. „Við erum að sjá töluvert þung mál þar sem fólk er í mikilli vanlíðan og oft búið að vera í langan tíma.“ Afleiðingarnar geti verið mjög slæmar. „Verstu afleiðingarnar gerðust þarna í byrjun Covid þegar við sáum tvö mannlíf tekin, tvær konur sem létust vegna heimilisofbeldis. En það er líka helmingurinn af þeim sem kemur til okkar segir okkur frá því að þeir hafi hugsað að taka sitt líf eða gert tilraunir til þess og við vitum til þess á síðustu mánuðum að slíkt hafi gerst sem er gríðarlega alvarlegt og sorglegt,“ segir Ragna. Eru þetta mörg tilfelli? „Þetta eru nokkur tilvik,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Heimilisofbeldi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira